Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 51

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 51
P 0 S T U HRIFIN AF ÞREMUR Kæri Póstur. Mig langarað segja þérfrá vandamáli sem hrjáir mig. Þannig er mál með vexti að ég er í 7. bekk í Hagaskóla og er hrifin af þremur strákum, einum í 7. bekk, öðrum í 8. bekk og þeim þriðja í 9. bekk. En þeir þekkja mig ekki. Ég vil helst ekki tala við þá. Ég held að þeir séu allir hlédrægir en býst við að þeir séu allir skemmtilegir. Sá sem er I 9. bekk, sá sem ég er mest skotin í, er alveg æðislega sérstakur og stundum horfir hann á mig og þá blossa ég. Vandamálið er að ég hef aldrei talað við hann. Ég hef bara talað nokkrum sinnum við þann í 7. bekk. Sá sem er í 8. bekk býr rétt hjá mér. Hvað á ég að gera? Ég vil ekki hneyksla neinn. Ég er ekki mjó, ekkert sérlega sæt og ekkert mjög skemmtileg. En ég er að deyja. Hvað á ég að gera? 1 3 ára í vandræðum. Árans vandræði. þrír í sigtinu og enginn á hreinu. Afþví sem Pósturinn les út úr þréfi þínu þá eru það ekki strákarnir sem eru mesta vandamálið heldur skortur á sjálfs- trausti. Að hafa séns i stráka ræðst stundum afytra útliti en ekki nærriþvi alltaf. Cóð fram- koma og þægilegt fas eru þættir sem skipta líka miklu máli varðandi það hvernig öðrum geðjast að okkur. Þú ættir að gera það upp við þig hvern af strákunum þremur þér líst best á því ekki getur þú verið að reyna við þrjá í einu. Þú getur fengið einhverja vin- konu þina i lið með þér til að auðvelda þér að krækja i hann. Aðalatriðið er að brjóta isinn og kynnast viðkomandi. Þú getur til dæmis boðið honum upp á næsta skóla- balli eða þá að þú getur haldið þig á stöðum sem þú veist að strákurinn sækir. Svo óskar Pósturinn þér góðs gengis. LEIÐRÉTT- ING í þriðja tölublaði, 15.-21. janúar 1987, birtist í Póstinum, bls. 50, mjög villandi svar blaðamanns varðandi fyrirspurn um sælgæt- isfíkn. Sykur í formi sælgætis er mjög ónáttúru- legt form orkugjafa og verður því að teljast undir öllum kringumstæðum óholl fæða. Allir kannast við áhrif sælgætis á tann- skemmdir en einnig má minna á að þegar svo mikið magn af sykri fer út í blóðið verð- ur maður saddur án þess að meltingarfærin hafi fengið nauðsynleg úrgangsefni til þess að melta líka. Héraðslæknir. Pósturinn þakkar tilskrifið og er fyllilega sammála. Jafnframt óskar Pósturinn eftir öðrum ábendingum varðandi það sem betur mætti fara i fari hans. PENNAVINIR Tomasz Waszak Jezynowa 25 85-343 Bydgoszcz Poland Tomas er 23 ára námsmaður. Hann hefur áhuga á tónlist, bókmenntum, líffræði og ferðalögum ásamt mörgu öðru. Tomas skrif- ar á ensku. Stolwomir Majkowski ul. Ogrodowa 27 11-706 Rybno woj. olszytrískie Poland Stolwomir er 19 ára pólskur strákur. Hann hefur mikinn áhuga á tungumálum og is- landi. Stolwomir skrifar á ensku, þýsku eða rússnesku. F. Arnhold E. Thalmann-Allee 10 Moritzburg DDR-8105 Germany Ég er fimmtán ára og mig langar til að eignast íslenskan pennavin sem getur ann- aðhvort skrifað á ensku eða þýsku. Áhuga- mál mín eru frímerkjasöfnun, bréfaskriftir, góð tónlist og íþróttir. Annars hef ég svo sem áhuga á öllu milli himins og jarðar. Mig langar að vita eitthvað um ísland og skipt- ast á frímerkjum við íslenska unglinga. Jon L. Barrett 29th Floor (2919) Houston House 1617 Fannin Houston Texas 11022 USA Jon hefur áhuga á pennavinum, Ijós- myndun, ferðalögum, íþróttum og tónlist. Hann vill skrifast á við konur sem eru þrítug- ar og eldri og óskar eftir að mynd fylgi fyrsta bréfi. Jon lofar að svara öllum bréfum. Guðrún Þorláksdóttir Þrastarhólum 8 111 Reykjavík Halló, ungu mömmur! Ég er ung mamma í Reykjavík og mig langar að eignast pennavinkonur sem búa úti á landi, stelpur sem eru fæddar 1968 eða seinna og eru orðnar mömmur. Ég er fædd 1969 og á þriggja mánaða stelpu. Skrifið mér endilega ef þið hafið áhuga. Uericike Globel Pfarrbrunnenstrasse 9 6685 Schiffweiler Germany Daniela Dietz Graulheck 38 6685 Schiffweiler Germany Þessar tvær þýsku stúlkur langar að eign- ast pennavini á aldrinum 15-17 ára. 6. TBL VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.