Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 46

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 46
HUGSUDUR EDA FUPPARI? Hljómsveilin Police: Stewart, Andy og Sting. Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Gordon Sumner, öðru nafni Sting, er kunnur öllum sem fylgjast með því sem gerist í tónlistarheimin- um. Hann verður þrjátíu og fjögurra ára á þessu ári en hefur þegar skapað sér nafn sem ekki mun gleymast. Hann varð fyrst þekktur með hljómsveitinni Police. Hún kom mörgum á óvart, bæði hvað varðaði tónsmíð- ar og flutning. Sting var kennari í fastri stöðu, giftur og átti sex vikna dóttur þegar hann tók þá ákvörðun að leggja allt að veði til að geta gert það sem hann langaði til. Eftir að hafa sett alla búslóðina inn í litla bílinn sinn keyrði hann til London ásamt konu og dóttur. Lengi var Sting stjarnan sem enginn vissi neitt um. Blaðamenn reyndu allt hvað af tók að komast að ein- hverju úr einkalífi hans en það tókst ekki. Einu sinni sagði Sting við blaðamenn: „Þið þekkið mig ekki og þið munuð aldrei þekkja mig.“ Eina stundina virtist hann vera umhyggjusamur heimil- isfaðir, aðra stundina laus og liðugureinfari. Stundum virtist hann vera alvörugef- inn hugsuður sem hafði miklar áhyggjur af kjarn- orkustyrjöld en svo virtist hann allt í einu vera mælskur „flippari" sem mikið bar á í tengslum við tónlistarheim- inn. Sannleikurinn er sá að Sting er allt þetta og mikið af því hefur sýnt sig í lögun- um hans. Sum lögin, sem hann samdi þegar hann var meðlimur Police, eru sprottin af þeim erfiðleikum sem hann lenti í þegar hann skildi við fyrri eiginkonu sína, Francis, fyrir tæpum þremur árum. Sting hefur undanfarið ár verið á tónleikaferðalagi. Hann hætti með Police og fór að spila upp á eigin spýtur. Sér til aðstoðar fékk hann nokkra djasstónlistarmenn. Hann gerði plötu sem nefnist Dream of the Blue Turtles. Þeirri plötu var afskaplega vel tekið. Svo stóð hann fyr- ir gerð kvikmyndar sem fjallaði um stofnun hljóm- sveitar og komu þar við sögu meðlimirnir í hljómsveitinni hans. Mynd þessi hlaut nafn- ið Bring on the Night. A tónleikaferðalaginu hélt hann hvorki meira né minna en hundrað og tuttugu tón- leika. Hann ferðaðist frá Bretlandi til meginlands Evr- ópu og frá Ameríku til Ástralíu. Þar lauk hann tón- leikaferðalaginu. En á síð- asta ári ákvað Sting að hætta algerlega störfum í eitt ár. Hvers vegna? Sting segir: „Vald er skemmtilegt - ef það skaðar engan. Það getur verið hættulegt - dýrkun rokk- stjörnu. Gæta verðurþess að halda ekki að maður sé al- máttugur aðeins vegna þess að ef maður lyftir hægri hendinni gera áttatíu þúsund manns það líka. Þetta er næstum trúarlegs eðlis, þegar fólk beinir öllum sínum hæstu vonum og ímyndun- 46 VI KAN 6. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.