Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 32

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 32
 að var í þá daga sem þorskurinn var seld- ur með haus og sporði, kvikmyndir voru sýndar í eðlilegum litum og stofnauki núm- er þrettán var meira virði en peningaseðlar; þá var að slíta bamsskónum í Camp Knox Sigríð- ur Hannesdóttir leikkona. Sigríður ólst að hluta til upp í Skálholti sem nú er hús númer 46 við Grenimel, það stendur reyndar aðeins á ská til að minna á að það var byggt skömmu eftir aldamótin. Húsið stóð inni í miðjum kampinum á stríðsár- unum og hermannabraggar allt í kring. í kringum húsið var girt með 2-3 metra hárri girðingu og lítill gangstígur fyrir íbúana var markaður með girðingu út frá húsinu. Krakkamir í hverfmu öf- unduðu Sigríði af því að búa þama því í kampnum var seldur ís. „Can you buy me an ice cream, please,“ hrópuðu krakkamir í gegnum netið. Og hermennimir hlupu til og gáfu bömunum ís. I Camp Knox sá Sigríður leikkonuna Marlene Dietrich og það sem hún man best er hvað hún var með bláa augnskugga, rauðan varalit, var háfætt og klæddist blárri hermannadragt. Svo kallaði hún til bamanna sem stóðu við netið og horfðu á: „Hello children." Sigríður var staðráðin í þvi allt frá bamsaldri að verða leikkona enda segjst hún hafa verið síleikandi og hermandi eftir þeim kvikmyndastjömum sem hún sá í bíó. En þá sögðu menn að myndir væm í eðlilegum litum ef þær vom í lit. Viðtal: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Myndir: Vaidís Óskarsdóttir og fleiri Núna er Sigríður Hannesdóttir leikkona senni- lega best þekkt af yngstu kynslóðinni sem annar af stjómendum Brúðubílsins sem þeytist öll sumur milli bamaleikvalla Reykjavíkur og um nágrenni borgarinnar. Þeir sem eldri eru þekkja Sigríði hins vegar sem revíu- og kabarettleikkonu. Hún hefur cinnig gert mikið að því að koma fram á skemmt- unum og fara með gamanmál sem hún semur sjálf. Þá em þeir ófáir sem notið hafa kennslu hennar á námskeiðum í leikrænni tjáningu. Ég átti kvöldstund með Sigríði og hún sagði mér undan og ofan af því sem á daga hennar hefur drifið í leiklistinni í gegnum árin. Hún er létt í lund og það er eitt sem víst er að það er stutt í brosið. Sigríður hóf leiklistamám að loknu gagn- fræðanámi. Þá vom starfandi hér í borg tveir leiklistarskólar, Leiklistarskóli Lámsiir Pálssonar og Leiklistarskóli Ævars R. Kvar- an sem Sigríður fór í. Um Ævar segir Sigríður: „Ég hef aldrei haft annan eins kennara." Þama fengu nemendur, sem voru á öllum aldri, að spreyta sig við hin margvislegustu verkefni. Þeir 32 VIKAN 6. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.