Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 37
allt var tilbúið. Þá get ég allt í einu ekki talað fyrir Krumma, næ ekki röddinni með nokkru móti, sama hvað ég reyni. Ég varð að hendast heim og ná í Krumma og þegar ég var komin með hann á höndina náði ég loksins röddinni. Ég hatði aldrei prófað að tala fyrir hann nema hafa hann á hendinni. En svona verða tengslin náin milli manns og brúðu, það er alveg ótrúlegt. Þegar ég var í krummanum var farið að kippa mikið í mig að vera með námskeið í leikrænni tjáningu. Eg byijaði með þessi námskeið hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur og þetta vatt hressilega upp á sig. Núna fer ég út um allt land með þessi námskeið, auk þess sem ég er hjá hinum og þess- um félögum hér í borg. Ég hef búið til mitt eigið kerfi til að opna fólkið." Brúðubíllinn renndi í hlað hjá Sigríði fyrir tíu árum. „Brúðubíllinn á sér langa sögu, hann byijaði svolítið sveitó. Jón E. Guð- mundsson, sem er frábær listamaður og þúsundþjalasmiður, hafði samband við mig. Ég ætla að taka það fram strax að ég kem inn í þennan bíl sem leikkona, ekki sem brúðugerðar- kona. Jæja, en upphafið var það að Jón hafði verið beðinn um að vera með brúðusýningar fyr- ir böm í görðum borgarinnar um helgar. Hann hafði síðan samband við mig. Ég spurði hann hvemig þetta ætti að vera og hann sagði að það ætti að koma upp einhverri aðstöðu fyrir okkur í görðunum, þar sem við gætum sýnt. Mér fannst þetta bráðsniðug hugmynd. En svo breyttist þetta. Jón hringjr í mig stuttu síðar og segir mér að nú sé þetta breytt og það sé búið að ákveða að setja þessar sýningar inn á leikvellina - sem mér fannst ennþá sniðugra. Svo byijuðum við Jón að vinna, ég sá um að gera dagskrána og fór síðan í safnið hans, en hann á mikinn fjölda af alls konar leik- brúðum. Ég fann hænu og gamla konu sem heitii Ranka, kengúm og fleiri dýr og sauð saman texta. Við vorum bíllaus og Jón bað mig að lána Opelinn minn sem ég gerði fúslega. Við settum saman heilmikið prógramm og ákváðum hvar við ætluðum að byija. Vellimir vom þá þijátíu og sex, að mig minnir, og við ætluðum að vera með fjórar sýningar á hveijum velli. Við æfum fyrsta prógrammið og leggjum af stað. Við vorum með allt dótið í skottinu og á hveijum stað byggð- um við upp leikhús, ég þessi endemis klaufi við smíðar en Jón var góður smíðakennari. Að aflok- inni hverri sýningu var haldið á næsta stað og byggt nýtt svið. Þetta var Kleppur hraðferð. Ég missti fimm kíló, sem ég grét nú ekki, því þetta var svo strembið. En það hafa aldrei verið svona margar sýningar hjá Brúðubílnum eins og þetta sumar. Núna komum við tvisvar á hvem stað yfir sumarið. En þetta var mest smíðavinna. Þeg- ar sumarið var að verða búið vorum við alveg að gefast upp svo við ákváðum að tala við yfir- völd borgarinnar og athuga hvort þau gætu ekki lánað okkur bíl sem við gætum notað. Þá væri bara hægt að segja: Komið þið sæl og verið þið sæl. Jón fer á fund hjá borginni og við fáum bíl, rauðan Mercedes Benz, tuttugu og eins manns rútu sem er notuð enn þann dag í dag. Það var alger lúxus að fá hana. Jón var í tvö surnur en þá tók Bryndís Gunnarsdóttir við, en hætti eftir stuttan tíma. Þá er enginn fastur með bílinn, Jón ætlar að halda áfram, byijar en verður að hætta. Þá tekur Helga Steffensen við og síðan eru liðin sjö ár og við erum að ennþá. Mér finnst brúðum- ar hennar Helgu höfða svo til bamanna. Þetta hefur þróast gífurlega mikið, fyrst töluðum við alltaf beint við brúðumar, ég stóð fyrir framan sviðið og talaði til skiptis við brúðumar og böm- in, en nú er þetta allt komið á bönd. Ég held að þetta sé orðið eins þróað og það getur orðið. Við notum mjög mikið söng og setjuni hann inn í öll ævintýri sem við erum með. Ég sem alla söng- textana en Helga semur talmálið í þeim ævintýmm sem við notum." Eins og áður sagði er Sigríður borinn og bamfæddur Reykvíkingur, fædd í vestur- bænum og nú flutt þangað aftur eftir margra ára búsetu í Fossvoginum. Heima hjá Sigríði rak ég augun í brúðu sem Sigríður hafði nýlega gert á brúðugerðamámskeiði hjá Jóni E. Guðmundssyni. Þetta er fallegasti hundur og Sigríður segir að hún hafi verið í hálfan mán- uð að gera hann: „Ég var að á hveijum degi frá tíu til þijú að búa hann til. En það er ekki búic að skíra hvutta." Sigríður hefur enn ekki látið staðar numið, nú er hún að læra búktal hjá Baldri Georgs og hugmyndin er að hún og hvutti skemmti saman seinna meir. Þessi kvöldstund með Sigríði varð lengri en ég hafði hugsað mér í fyrstu. Meiningin hafði verið að eiga við hana örstutt viðtal en það tognaði úr þvi. Sigríður er engu lík þegar hún fer að segja sögur. 6. TBL VI KAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.