Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 56
j§H| s T J Ö R N U S P k A SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 8.-14. FEBRÚAR HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Gefstu ekki upp þótt á móti blási. Vera má að þér fmnist sem ekki sé ein báran stök og að óheppnin elti þig. Allt er þetta þó af saklausara taginu og ef þú berð höfuðið hátt hefur það engin áhrif til frambúðar. Er fram líða stundir kemur í ljós að aðrir eru ekki ýkja heppnari en þú. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Leitastu við að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þegar allt kemur til alls er það hreint ekki svo lítið en þú gætir spillt fyrir þér með því að velta í sífellu fyrir þér hvernig þú hefðir átt að haga þér til að forð- ast mistök sem þegar eru gerð og verða ekki aftur tekin. LJÓNIÐ 24. júIí-23. ágúst Stundum eru áhyggjumar af því sem í vændum er verri en það sem gerist þegar til kastanna kemur. Hvað sem það er sem íþyngir þér skaltu ekki hlífast við að bera þig upp við vini þína og leita ráða. Betur sjá augu en auga og allir hafa einhvern tíma þörf fyrir að ráðfæra sig við aðra. VOGIN 24. sept.-23. okt. Það reynir trúlega á þolinmæði þína oftar en einu sinni í þessari viku. Að þér gæti hvarflað að einhver væri beinlínis að láta á það reyna hversu lengi þú heldur stillingunni. Finnist þér þú beittur óþægilegum þrýstingi skaltu áskilja þér rétt til að hugsa málin í ró og næði. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Þér kann að finnast freistandi að láta þig hverfa til að komast hjá að gera upp málin við erfiðan andstæð- ing eða losna úr óþægilegum að- stæðum. Ekki er þó nokkur vafi að heppilegra er fyrir þig að takast á við þetta og veljir þú þann kostinn sérðu ekki eftir því seinna. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Láttu þér ekki bregða þótt allt gangi úr skorðum og vertu viðbúinn að spila af fingrum fram eftir föngum. Jafnvel það sem er löngu fastsett gæti brugðist og þú mátt búast við að sjá nýjar hliðar á fólki sem þú telur þig þó gjörþekkja. Haltu rónni, þetta er tímabundið ástand. NAUTIÐ21.apríl-21.maí Einhver sem þú hefur átt viðskipti við eða hefur afskipti af fjármálum þínum gerir þér gramt í geði. Taktu vel í að fara samningaleiðina en gættu þess þó að gefa ekki of mikið eftir. Sé staðan skoðuð gaumgæfi- lega kemur í Ijós að þú stendur vel að vígi og hefur ýmis tromp á hendi. KRABBINN 22. júní-23. júlí Kjósirðu að fara nýjar leiðir eða beita aðferðum sem þér eru ekki tamar skaltu búa þig undir að við- brögð ýmissa valdi þér vonbrigðum. Treystu ekki á stuðning manna að ókönnuðu máli en með varfæmi og hæfilegri kænsku geturðu trúlega styrkt stöðu þína til muna. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. I þessari viku rennur ýmislegt upp fyrir þér sem þú hefur ekki gert þér nægilega glögga grein fyrir hingað til. Þetta snertir verkaskiptingu og það er ástæðulaust að sumir komist upp með að eftirláta öðrum erfið- ustu og leiðinlegustu verkin. Beittu þér óhikað fyrir nýju skipulagi. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þú færð óvænta hvatningu og fersk- ar hugmyndir sem gera það að verkum að hjólin fara heldur betur að snúast hjá þér. Þetta kanntu sennilega vel að meta eftir að hafa átt í ýmsu basli en varastu þó um sinn að taka á þig nokkrar verulegar fjárhagsskuldbindingar. STEINGEITIN 22. des.-20.jan. Láttu ekki á þig fá þótt þú verðir ekki í essinu þínu í vikunni. Happa- drýgst verður fyrir þig að hafa hægt um þig. Dragðu þó ekki að koma í framkvæmd fyrirhuguðum breyting- um á nánasta umhverfi þínu, þær munu mælast vel fyrir hjá þeim sem hlut eiga að máli. FISKARNIR 20. febr.-20. rnars Sitthvað kann að fara á annan veg en þú helst óskar en hversu miklum erfiðleikum það veldur þér er undir þér komið. Lofaðu ekki upp í erm- ina þína, allt sem þú gefur ádrátt um verður tekið sem öruggt mál. Á það reynir hversu vel þú ert fær um að mæta óvæntum atvikum. I þessari Viku fá vatnsberar einkastjörnuspá fyrir hvern dag vikunnar. Sunnudagur 8. febrúar: Góður dagur til að gera áætlanir, hvort sem þeirra er þörf í einkalífi eða starfi. Þér mun sömuleiðis ganga greiðlega að sannfæra aðra um ágæti hugmynda þinna. Þeir sem eiga af- mæli 8. og 9. febrúar mega búast við sérlega góðum degi. Mánudagur 9. febrúar: Þarfnist þú athygli skaltu fara fram á hana. Ekki þýðir að vikja sér undan að greiða úr fjármálunum verði eftir því leitað. Þriðjudagur 10. febrúar: Þetta er dagur náinna tengsla og upplagður til að leggja rækt við þau. Þú mætir skilningi ef þú kýst að ræða sjónarmið þín af hreinskilni og einurð. Miðvikudagur 11. febrúar: Þótt eitthvað verði til að koma þér úr jafnvægi - og það jafn- vel á þann hátt sem þér líkar síst - skaltu ekki missa sjónar á markmiðum þínum. Það eru þau sem þér ber að hafa í huga ef þér finnst að þér vegið. Fimmtudagur 12. febrúar: Einhver kemur þér rækilega á óvart og þú hrekkur ef til vill ónotalega upp við að ekki er allt sem sýnist. Ekki skaltu þó láta eins og himinn og jörð séu að farast. þú hefur allt þitt á þurruþráttfyrirallt. Föstudagur 13. febrúar: Þér kunna að gefast tækifæri til að sanna eigið ágæti en miklu skiptir að vera á réttum stað á réttri stund. Það er sem sé ekki sama hvar þú heldur þig og mikilvægt að velja réttan félagsskap. Þetta er sérstakur happadagur þeirra sem afmæli eiga 14. og 15. febrúar. Laugardagur 14. febrúar: Tilvalið tækifæri gefst til að jafna ágreining sem staðið hefur óþarflega lengi ogengum til góðs. Þú skalt ekki hika við að brjóta odd af oflæti þínu og éta ofan í þig eitthvað af því sem þú hefur látið þér um munn fara 56 VIKAN 6. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.