Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 47

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 47
um að einhverjum einstaki- ingi. Það þýðirekki að maður hafi neitt raunveru- legt vald. Þetta er trúarat- höfn. En þar sem ég hef skilning á því er það mitt starf að hefja það upp. Þegar vald snýst um stjórnmál eða peninga verður það spillt. En vald í formi hæfileika eða persónuleika er dásamlegt og ég vil ekki sleppa því úr hendi mér - því það er ofboðslega gaman.“ Það er ekki aðeins til að endurhlaða rafhlöðurnar eft- ir tólf mánaða gífurlega erfitt tónleikaferðalag sem hann ætlar að vera frá störfum í ár. Hann ætlar að vera með íjölskyldu sinni, byggja sandkastala á breiðum, hreinum ströndum Malibu Beach. En fyrst og fremst ætlar hann að hengja ímyndina inn í skáp um tíma, kynnast hinni nýju fjölskyldu sinni, en hingað til hefur verið mik- ið umrót í fjölskyldunni af skiljanlegum ástæðum. Sting segir: „Fólkið í kringum mig hefur brennt sig. Eg hef sært marga. Núna er ég að reyna að smíða brýr." Sting gerir sér ljóst að hann tók gífurlega áhættu þegar hann sagði skilið við Police og hóf feril upp á eig- in spýtur. „Maður verður að taka áhættur í þessari grein, ann- ars verður maður of sjálfsá- nægður og það er stórhættu- legt. Maður verður að leggja allt að veði, feril, auð, ör- yggi, fjölskyldu og persónu- leg sambönd." Svo virðist sem Sting hafi núna allt sem hann þarfnast. Aðsetur hans í Bretlandi er dásamlegt, stórt hús frá Georgíutímabilinu. Það keypti hann af hinum þekkta fiðluleikara Yehudi Menu- hin. Þaðan er útsýni yfir stóran garð og hinar miklu víðáttur Hampstead Heath handan hans. Fjölskyldan, sem hann kallar „seinni fjölskyldu sína“, er unnusta hans, Trudie Styler, og börn þeirra tvö, dóttirin Mickey, bráð- um þriggja ára, og sonurinn Jake, sem er eins og hálfs árs. Sting lét kvikmynda fæðingu Jakes í París. Það atriði notaði hann í myndina Bring on theNight. Fyrri kona Sting var leik- konan FrancesTomelty. Sting hitti Trudie fyrir und- arlega tilviljun. Frances lék lafði Macbeth í uppfærslu á því fræga verki Macbeth. í sömu uppfærslu lék Trudie eina af nornunum. Slefberar gerðu sér mikið mat úr sam- bandi þeirra. Gordon Sumner fæddist í Newcastle fyrir um það bil 34 árum. Faðir hans var mjólkurpóstur og móðir hans hjúkrunarkona. Það er nú orðið sögulegt innan tónlistarheimsins hvernig hann fékk nafnið Sting. Hann kom fram á mörgum skemmtistöðum með hljómsveitinni Last Exit, stökkvandi um í gam- alli peysu, brúnni og gulri. Peysan minnti suma á bý- flugu og eitt kvöldið kallaði einhver hann Sting og nafnið festist við hann. Sting er ólíkur mörgum öðrum sem hafa öðlast skyndilega frægð. Hann er fuílfær um að fara með þá frægð og þann frama sem fylgir starfi hans. Ekki hefur þetta stigið honum til höf- uðs. Hann er hljóðlátur og vel máli farinn. Hann er einnig mjög greindur. Sting segir: „Það var hræðilegt að vinna með mér áður fyrr. Mér fannst ég þurfa að eiga í einhverjum erfiðleikum til að geta samið. Ég gerði líf fólks að martröð. Ég samdi að vísu nokkur frá- bær lög - en á kostnað annarra og auðvitað endan- lega á minn kostnað. Skiln- aður minn var skyndilegur „bruni“. Ég sé í sjálfu sér ekkert eftir þessu sambandi. Okkur leið mjög vel og við eignuðumst tvö indæl börn, Joe, níu ára og Katy, fimm ára. Ef ég geri mistök á þessu sviði aftur verða það annars konar mistök. En fyrst og fremst slitnaði hjónaband mitt vegna þess hver ég var og vegna þess sem ég var að gera. Eg varð mjög einangr- aður og einsamall í framhaldi af þessu. Ég fórað leita mér að hækjum til að styðjast við. Ég reyndi allt það venju- lega, eiturlyf, konur, pen- inga. Svo vaknaði ég einn daginn og sagði við sjálfan mig: Ég kæri mig ekki um vera viðriðinn þetta. Ég var aldrei háður eiturlyfjum en ég komst nógu nálægt brún- Sting er hér með unnustu sinni, Trudie Styler. Sting og nýja hljómsveitin hans. inni til að horfa niður í hyldýpið. Ég sá hvernig per- sónuleiki minn myndi breyt- ast ef ég héldi áfram að nota eiturlyf. Það er svo auðvelt að taka eiturlyf þegar maður á við erfiðleika að stríða. Sérstaklega á þetta við í rokkheiminum. Núna vil ég ekki einu sinni sjá eiturlyf. Ég hef gert mistök í lífi mínu en ég hef viðurkennt þau og haldið áfram. Ég veit að ef maður getur komist af án þess að nota eiturlyfja og aðrar hækjur, sem lífið býð- ur, reynist það betur þegar til lengdar lætur.“ Sting þykir ákaflega vænt um börnin sín. Hann hlakkar til að geta farið með þau öll fjögur til Malibu Beach. Hann hefur gert það áður. Trudie segir: „Hverja lausa stund notaði hann til að leika sér með okkur i sandinum. Hann er stórkostlegur faðir. Hann á það til að setjast nið- ur með Joe og tefla við hann klukkustundum saman." Sting getur talið nána vini sína á fingrum annarrar handar og þannig vill hann hafa það. Þetta eru gamlir vinir, í þeim skilningi að þeir voru orðnir vinir hans áður en frægðin kom aðvífandi. Þegar Sting lagði af stað í litla bílnum sínum og hafði lagt allt að veði til að öðlast frægð og frama biðu hans sex afskaplega erfiðir mánuðir en núna getur hann samið það sem hann langar til og peningarnir streyma til hans. „Ég sem lagstúf á píanóið og ég eignast milljónir doll- ara. Þetta er brjálað, alveg brjálað. Það er brandari - en núna hlæ ég alla leið í bankann.“ Eins og margir vita hefur Sting leikið í nokkrum kvik- myndum en hann gerir sér ljóst að hann kærir sig ekki mjög mikið um að halda því áfram. Gagnrýnendur hafa flestir verið á einu máli um að leikhæfíleikar hans séu ekki mjög miklir. „Ég var oft með sam- viskubit áður fyrr en ég læri betur og betur að njóta alls. Eins og stendur er líf mitt óútfyllt eyðublað en ég ætla ekki að brenna. Ég ætla ekki að enda eins og Elvis Presley eða Jimi Hendrix, deyja löngu fyrir tímann. Ogég ætla mér ekki að verða hrap- andi stjarna.“ 6. TBL VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.