Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 38
Hann er kallaður Mr. Versatile (hr. fjöl- hæfur) enda syngur hann, dansar og leikur eins og engill. Hann er skemmtikraftur sem ýmist kemur einn fram eða með fleirum. Undanfarnar vikur hefur hann slegið i gegn í Þórscafé, þar sem hann tekur þátt í kabarett- sýningu hússins. Tomrny Hunt er Bandaríkjamaður og ólst upp í Chicago, i ferðatösku - eða næstum því. Móðir hans var söngvari og dansari en faðirinn trommuleikari og ferðuðust þau um og tróðu upp, meðal annars í sirkusum. „Ég stóð varla út úr hnefa þegar ég fór að syngja fyrir hvern sem er, hvar sem er. Og þegar árin liðu kom ekkert annað til greina en að verða atvinnusöngvari. Foreldrar mínir voru ekki hrifnir af því, þeir þekktu þetta starf. En mér varð ekki haggað og sé ekki eftir þvi. Ég held að þegar drottinn leit mig fyrst hafi hann sagt: „Þú átt að verða söngv- ari.“ Og hér er ég og get ekki annað!!“ Söngferillinn hófst fyrir alvöru er Tornmy var átján ára gamall og eftir örfá ár komst hann í hina þekktu hljómsveit Flamingoes, sem ferðaðist vítt og breitt um Bandaríkin. Þeir komu fram með þekktum listamönnum á borð við Johnny Mathis, Sammy Davis, Stevie Wonder, Four Tops, Marvin Gaye, Diana Ross, Dionne Warwick og fleiri. Einn- ig komu þeir fram í kvikmyndinni Go Johnny Go, ásamt Chuck Berry, Fats Domino, Buddy Holly og The Platters. Það var árið 1961 sem Tommy ákvað svo að reyna fyrir sér á eigin spýtur. En fljótlega komu Beatles fram á sjónarsviðið og straum- ar breyttust í dægurmúsíkinni. Nýi urnboðs- maðurinn hans tók upp á því að senda hann til Evrópu og það varð afdrifaríkt. Eftir marg- ar vel heppnaðar uppákomur í þeirri álfu ákvað hann að setjast að í Englandi og síðar Hollandi. í báðum þessum löndum hefur fjöldi íslendinga séð Tommy á sviði og það leiddi síðan til þess að hann er nú kominn hingað til lands. „Eg vissi lítið um ísland, hélt helst að veðr- áttan líktist því sem gerist á norðurpólnum. En eitt er víst, nafnið á þessu landi er vill- andi. Það er mjög gaman að skemmta íslend- ingum, þeir eru opnir, taka vel á móti og eru lil í að taka þátt í skemmtuninni - ekki bara sem áhorfendur. Þið líkist Hollendingum töluvert að því leyti. Hinar Norðurlandaþjóð- irnar þekki ég ekki nema Norðmenn og þeir eru miklu lokaðri, hlæja og klappa mjög prúð- mannlega. Annars hefur hver þjóð sinn sjarma og ég hef mjög gaman af að ferðast um og kynnast fólki. Ég ferðast yfirleitt þrjá rnánuði í senn og held svo kyrru fyrir heima í Amster- dam aðra þrjá. En það að skemmta öðrum gefur ntér gífurlega mikið, mér líður vel ef ég get gert aðra hamingjusama eina kvöld- stund." - Hvers konar efnisskrá býðurðu upp á? „Hún er í rauninni mjög ljölbreytileg, stundum er ég að skemmta fyrir fina matar- gesti, stundum á dansstöðum, í kabarettum Tommy Hunt eða á tónleikum, svo eitthvað sé nefnt. Því þarf 'oft að haga efninu eftir því sem við á. Hér syng ég og gantast við gestina, fæ þá til að vera með og kem þeim jafnvel út á dans- gólfið... Ég er þekktur fyrir að grínast með litarhátt minn og sums staðar hafa menn hald- ið að það stafi af minnimáttarkennd. En það er öðru nær, ég hef bara minn húmor, frá mínum kynstofni. Alveg eins og gyðingar segja gyðingabrandara eða Skotar segja skotasögur. Ég renndi auðvitað alveg blint í sjóinn með hvað íslendingar vildu heyra. En ég elska göntlu fallegu ballöðurnar, lög Lion- els Richie til dæmis, og það kom í ljós að þessi músík fellur vel í kramið hér. Svo er meiningin að bæta rokkinu inn líka, það stendur alltaf fyrir sínu. - Er einhver ein sýning þér sérstaklega eft- irminnileg? „Ég get sagt þér frá einni sem var dálítið frábrugðin þeim venjulegu. Þegar ég var að skemmta á veitingastað í íran árið 1972 var ég dag einn beðinn um að koma til hallarinn- ar og skemmta í afmælisveislu íranskeisara. Þarna var fleira kóngafólk og meðal annars' Spánarkonungur. Ég hafði aldrei komist í tæri við svona fólk áður svo ég vissi ekki al- veg hvernig ég átti að hegða mér. Pavis, vinur ntinn sem kom með mér, var þó búinn að segja mér að ef ég ávarpaði eða svaraði keisar- anum ætti ég alltaf að segja „Your Royal Majesty“. Er keisarinn svo ávarpaði mig gat ég engu stunið upp öðru en aumingjalegu „yes, sir“. Hann sagðist vona að dagurinn yrði mér skemmtilegur og aftur tuldraði ég „yes, sir“. Ég svitnaði og leit á Pavis, sem horfði stíft á mig og hamaðist við að sýna með vörunum hvað ég hefði átt að segja... Sýningaratriðið mitt var, er til kom, að engu leyti frábrugðið því venjulega. Ég fékk fólk út á gólfið - meðal annars Spánarkonung og „bumpaði“ við það og grínaðist. Loks stóð keisarinn upp og spurði hvort ég gæti ekki kennt sér þetta sem ég kallaði „bump". Ég stóð bara stífur og sagði „yes, sir“ en hann dró mig út á gólfið og loksins, þegar mér tókst að hreyfa mig, sagði ég: „Well, you do it like this, sir,“ en ég gat ekki „burnpað" hann almennilega, kunni ekki við að ýta nógu fast. Honum tókst hins vegar frábærlega. Eft- ir skemmtiatriðið kom maður til mín og sagði að keisarinn vildi tala við mig. Pavis minnti mig á rétta ávarpið áður en ég fór. Keisarinn var rnjög elskulegur, sagði sér líka vel við rnig, ég hefði greinilega garnan af að skemmta 38 VtXAN 6. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.