Vikan


Vikan - 16.04.1987, Qupperneq 6

Vikan - 16.04.1987, Qupperneq 6
WiUiamHurt Frumlegur og flókiim Hann er ein af nýju stjörnunum í Ameríkunni. Þó hefur hann ekkert dæmigert kvikmyndastjörnuútlit (eins og æskilegt þykir), þessi fremur stór- skorni, ljóshærði maður með horn- spangargleraugun, sem sumum finnst vera eins og hver annar Lalli á Lauga- veginum. En William Hurt hefur samt slegið í gegn. Hann þykir mjög góður leikari og hefur þegar fengið hin eftir- sóttu óskarsverðlaun (fyrir Kiss of the Spider Woman). Sjálfum finnst honum hann ekkert óskaplega góður leikari og segist vilja sjá framan í þann sem vogaði sér að segja hann jafngóðan og til dæmis Meryl Streep og Robert Duvall. Fyrstu viðbrögð hans við óskarsverðlaunaútnefningunni voru að fara ekki á afhendingarhátíðina. Hon- um fannst rangt að láta leikara keppa svona innbyrðis. En leikstjórinn Steven Spielberg talaði um fyrir honum, „ .. .hvernig hann leyfði sér að hunsa það ef fólk vildi heiðra hann fyrir leik sinn.“ Loks tók hann við verðlaunun- um, hrærður og þakklátur og sagðist deila þeim með mótleikara sínum í myndinni, Raul Julia. Samt sem áður er Hurt ekkert sann- færður um hæfileika sína. Hann viðurkennir ýmsa góða kosti sem hann hefur sem leikari og ber djúpa virðingu fyrir leiklistinni, sem og mörgum koll- ega sinna. En raunar finnst honum mestur heiður felast í að fá útnefningu fyrir aukahlutverk (supporting role, sem má þýða sem stuðningshlutverk) því ef leikarar eru ekki færir um að veita hver öðrum stuðning í leik þá vanti mikið. William Hurt þykir dálítið sérkenni- legur karakter. Hann er þekktur fyrir frumlegt, flókið og háspekilegt ímynd- William Hurt ásamt Kathleen Turner í Body Heat. unarafl en einmitt það hefur ósjaldan ruglað þá blaðamenn í ríminu sem tek- ið hafa við hann viðtöl. Hann er lítið gefinn fyrir einföld svör enda sagði einn blaðamaðurinn að hann talaði eins og sá sem hefði rétt lokið við að reykja sína fyrstu hasspípu. Er hann var til dæmis spurður uin nektarsenurnar í fyrstu mynd sinni, Altered States, sagði hann: „Allar senur eru ástarsenur og allar senur nektarsenur." Eitt aðal- mottó hans er: „Ég trúi fremur á það sem ég þekki ekki en það sem ég þekki.“ Og ennfremur segir hann: „Guð skapaði okkur ekki til að skilja allt í lífinu, okkur ber að kanna hluti og breyta, öðlast reynslu, taka áhættu og - lifa.“ William Hurt, sem er þrjátíu og sex ára gamall, lifði miklar sveifiur í æsku. Fyrst bjó hann með foreldrum sínum suður við Kyrrahaf en eftir skilnað þeirra flutti hann með móður sinni í litla íbúð á Manhattan í New York og þaðan í tuttugu og tveggja her- bergja íbúð, eftir að móðir hans giftist auðugum syni stofnanda tímaritsins Time. William stundaði guðfræðinám í þrjú ár í hinum virta Tufts háskóla, áður en hann settist í leiklistarskóla. Astæðan fyrir að hann hætti i guð- fræðinni var sú að „trúarbrögð boða ekki lengur mannkærleik“. Hann giftist ungri leikkonu, Mary Beth Hurt, en það hjónaband stóð stutt. Og eftir tvö ár í Juilliard leiklistarskólanum gafst hann upp á hinum stranga aga og fór að leita fyrir sér með hlutverk. Það leið ekki á löngu áður en hann sló í gegn og það í sinni fyrstu kvik- mynd og síðan hefur hver leiksigurinn rekið annan í þeim Ijórum myndum sem á eftir komu. Jafnframt hefur hann leikið töluvert á sviði og þótt standa sig vel þar líka. Nú hefur hann lokið við sína sjöttu mynd, Children of a Lesser God, sem mun væntanlega sýnd hér innan skamms. í þeirri mynd leikur William heyrnleysingjakennara sem verður ástfanginn af einum nemenda sinna. Nemandann leikur Marlee Matlin, en hún er raunverulega heyrn- arlaus og hefur áður leikið hjá Þjóð- leikhúsi heyrnarskertra, en þetta er hennar fyrsta kvikmynd. Þau William og Marlee hafa verið óaðskiljanleg síð- an tökum lauk og segir hann að hún sé sú kona sem hann hafi lengi beðið eftir. Hann segir einnig að hún hafi kennt sér einna mest, þrátt fyrir ungan aldur (hún er aðeins tvítug), því hún sé óvenju þroskuð manneskja. Hjóna- band? „Það er aldrei að vita,“ segir William Hurt. 6 VIKAN 16. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.