Vikan


Vikan - 16.04.1987, Síða 10

Vikan - 16.04.1987, Síða 10
Tónlist um páskana Hallgrímskirkja - stærsta guðshús þjóðarinnar. ■Haligiimspassía Á föstudaginn langa klukkan fimm síðdegis verður flutt í Hallgrímskirkju endurunnin útgáfa af Hallgrímspassíu Atla Heimis Sveinssonar. Passían, sem tekur um það bil klukkustund í flutningi, er flutt af tólf manna kammerkór, undir stjórn Harðar Áskelssonar, organista Hallgrímskirkju, og leikurum sem lesa upp úr Passíusálmunum með aðstoð hljóðfæraleikara. Kórinn skipa ein- söngsnemendur sem reyndar hafa allir sungið með Mótettukór Hallgríms- kirkju. Verkið samdi Atli Heimir fyrir nokkrum árum fyrir Dómkirkjuna en hefur nú, eins og áður segir, endurunnið verkið í samvinnu við flytjendur og er það framlag Atla Heimis Sveinssonar til vígsluárs Hallgrímskirkju. Uppi- staðan í verkinu er píslarsaga Jesú Krists í tali og tónum. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar mynda nokkurs konar grind að verkinu. Úr þeim eru tekin valin vers sem segja píslarsöguna. Eins notar Atli Heimir gömul al- þýðusönglög og sálmalög sem hann útsetur fyrir einsöngvara, kór, orgel og blásturshljóðfæri. Inn í tónlistarflutninginn er svo fléttað upplestri úr Passíu- sálmunum. Mótettukóriim Á páskadagsmorgun verða tvær messur í Hallgrímskirkju, klukkan átta og klukkan ellefu. Við báðar þessar messur mun Mótettukór Hallgríms- kirkju, undir stjórn Harðar Áskelssonar, flytja halelújakafla úr síðasta hluta mótettunnar „Singet dem Herrn" eftir Johann Sebastian Bach. Þessi mótetta, sem samin er fyrir tvo kóra, verður flutt í heild um hvítasunnuna en þá hefst mikil kirkjutónlistarhátíð sem haldin verður í tilefni vígsluárs Hallgrímskirkju. Ennfremur er vert að geta þess að á skírdag mun þýskur kammerkór, Westfalischer Kammerchor, flytja mótettuna „Jesu meine Freude" eftir J.S. Bach. Stjórnandi kórsins er Marcus Föhrweiser en einleikari á orgel er Gunn- ar Gunnarsson. Það verður sem sagt mikið um að vera í Hallgrímskirkju og án efa munu margir eiga þar ánægjulegar stundir um páskana. Atli Heimir gefur tóninn. Texti: Unnur Úlfarsdóttir Myndir: Valdís Óskarsdóttir 10 VIKAN 16. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.