Vikan


Vikan - 16.04.1987, Qupperneq 10

Vikan - 16.04.1987, Qupperneq 10
Tónlist um páskana Hallgrímskirkja - stærsta guðshús þjóðarinnar. ■Haligiimspassía Á föstudaginn langa klukkan fimm síðdegis verður flutt í Hallgrímskirkju endurunnin útgáfa af Hallgrímspassíu Atla Heimis Sveinssonar. Passían, sem tekur um það bil klukkustund í flutningi, er flutt af tólf manna kammerkór, undir stjórn Harðar Áskelssonar, organista Hallgrímskirkju, og leikurum sem lesa upp úr Passíusálmunum með aðstoð hljóðfæraleikara. Kórinn skipa ein- söngsnemendur sem reyndar hafa allir sungið með Mótettukór Hallgríms- kirkju. Verkið samdi Atli Heimir fyrir nokkrum árum fyrir Dómkirkjuna en hefur nú, eins og áður segir, endurunnið verkið í samvinnu við flytjendur og er það framlag Atla Heimis Sveinssonar til vígsluárs Hallgrímskirkju. Uppi- staðan í verkinu er píslarsaga Jesú Krists í tali og tónum. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar mynda nokkurs konar grind að verkinu. Úr þeim eru tekin valin vers sem segja píslarsöguna. Eins notar Atli Heimir gömul al- þýðusönglög og sálmalög sem hann útsetur fyrir einsöngvara, kór, orgel og blásturshljóðfæri. Inn í tónlistarflutninginn er svo fléttað upplestri úr Passíu- sálmunum. Mótettukóriim Á páskadagsmorgun verða tvær messur í Hallgrímskirkju, klukkan átta og klukkan ellefu. Við báðar þessar messur mun Mótettukór Hallgríms- kirkju, undir stjórn Harðar Áskelssonar, flytja halelújakafla úr síðasta hluta mótettunnar „Singet dem Herrn" eftir Johann Sebastian Bach. Þessi mótetta, sem samin er fyrir tvo kóra, verður flutt í heild um hvítasunnuna en þá hefst mikil kirkjutónlistarhátíð sem haldin verður í tilefni vígsluárs Hallgrímskirkju. Ennfremur er vert að geta þess að á skírdag mun þýskur kammerkór, Westfalischer Kammerchor, flytja mótettuna „Jesu meine Freude" eftir J.S. Bach. Stjórnandi kórsins er Marcus Föhrweiser en einleikari á orgel er Gunn- ar Gunnarsson. Það verður sem sagt mikið um að vera í Hallgrímskirkju og án efa munu margir eiga þar ánægjulegar stundir um páskana. Atli Heimir gefur tóninn. Texti: Unnur Úlfarsdóttir Myndir: Valdís Óskarsdóttir 10 VIKAN 16. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.