Vikan


Vikan - 16.04.1987, Qupperneq 23

Vikan - 16.04.1987, Qupperneq 23
Mel Gibson leikur lögreglumann í Lethal Weapon. LETHAL WEAPON Vinsælasta kvikmyndin vestan- hafs þessar vikurnar er Lethal Weapon, sakamálamynd með Mel Gibson í aðalhlutverki. Þær niiklu vinsældir, sent Lethal Weapon nýtur, sannfæra menn enn einu sinni um að fyrrverandi Víetnamhermenn sem aðalper- sónur eru góð fjárfesting. Mel Gibson leikur einmitt fyrrverandi hermann sern gengið hefur til liðs við lögregluna. Asamt svörtum félaga sínum, sem Danny Glover leikur og einnig er fyrrverandi hermaður í Víetnam, tekur hann að sér rannsókn á dularfullu sjálfsmorði. Við rannsókn þessa máls komast þeir að raun um að Víetnam á enn sterk ítök í hugum þeirra. Leikstjóri Lethal Weapon er margreyndur spennuleikstjóri, Richard Donner. Myndbönd YOUNG SHERLOCK HOLMES ★ ★ ★ Leikstjóri: Barry Levinson. Aðalleikarar: Nicholas Rowe, Alan Cox og Anthony Higgins. Sýningartími: 105 mín. - Utgefandi: Háskólabíó. I sögum Arthurs Conan Doyle er Sherlock Holmes fullorðinn maður, sérvitringur með einstaka gáfu. Æska hans er sjaldan eða aldrei til um- ræðu. Það er því djarft spil hjá Steven Spielberg og félögum að ætla sér að íjalla um skólaár þessarar mestu leynilögreglupersónu heims. En undir öruggri stjórn Barry Levenson, sem á að baki ekki ómerkari myndir en Diner og The Natural, hefur tekist að gera góða skemmtimynd þar sem karaktereinkenni Holmes koma vel fram. Vinur hans, Watson, er einnig til staðar og saman lenda þeir í ævintýrum sem sjálfur Doyle hefði getað ver- ið hreykinn af að hafa samið. Young Sherlocíc Holmes nýtur þess fram yfir aðrar Holmes myndir að tæknikunnátta nútímans er notuð til hins ýtrasta. Y oung Sherlock Holmes er skemmtileg ævintýramynd, að vísu misgóð en þegar best lætur er hún ekki síðri en fremstu ævintýramyndir. STRONG MEDICINE ★ ★ Leikstjóri: Guy Green. Aðalieikarar: Pamela Sue Martin, Dick van Dyke og Patrick Duffy. Sýningartími: 240 mín. (2 spólur). - Útgefandi: Laugarásbíó. I skáldsögum sínum tekur Arhur Hailey yfirleitt einhvern iðnað fyrir og notar utan um baráttu um völd og persónuleg vandamál sögupersónanna. I Strong Medicine er það lyfjaiðnaðurinn sem er umgjörðin. Fjallað er um unga konu sem gerist sölumaður innan lyfjafyrirtækis. Með dugnaði og útsjónarsemi vinnur hún sig upp í æðstu stöður innan fyrirtækisins. Ekki eru allir ánægðir með störf hennar og verða margir til að öfunda hana. Eins og vænta má er einkalíf hennar ekki dans á rósum og leið hennar til hamingju er þyrnum stráð. Strong Medicine er dæmigerð formúlumynd. Söguþráðurinn býður upp á spennu og ástríður. Myndin er gerð fyrir sjón- varp og er einir fjórir tímar. Má sjá að stundum er teygður lopinn, en yfirleitt er eitthvað um að vera svo fáum ætti að leiðast. Ekki sakar að þekktir leikarar eru í helstu hlutverkum. Metsolubókin eftir Arthur Hailev: STERK LYF HEAT ★ ★ Leikstjóri: Jerry Jameson. Aðalleikari: Burt Reynolds. Sýningartími: 88 mín. - Útgefandi: Háskólabíó. Heat er dæmigerð Burt Reynolds mynd. Hann bætir hér einum töffaran- um við. í þetta skiptið heitir hann Nick Escalante og starfar sem einkalögga í Las Vegas. Hann dreymir um að komast einhvern tíma til Feneyja og eyða þar lífinu í ró og næði. Þegar vinkonu hans er misþyrmt og nauðgað ákveður hann þrátt fyrir aðvaranir að láta til skarar skríða gegn syni mafiu- foringja sem áþyrgur er fyrir atburðinum. Hann tekur einnig að sér að hjálpa reynslulausum fjárhættuspilara í frumskógi spilavítanna í Las Veg- as. Sjálfur er hann fjárhættuspilari og eitt kvöld gengur honum allt í haginn, en tapar öllu aftur. Heat er hin sæmilegasta afþreying en ekkert meira. Burt Reynolds hefur því miður ekki hæfileika til að gera sér mat úr nokk- uð vel skrifuðu hlutverki. Því verður leikur hans klisjukenndur eins og oftast áður. HERBIE RIDES AGAIN ★ ★ Leikstjóri: Robert Stevenson. Aöalleikarar: Ken Berry, Helen Hayes og Stefanie Powers. Sýningartími: 85 min. - Útgefandi: Bergvik. Herbie Rides Again er önnur kvikmyndin af fjórum sem gerðar voru um Volkswagen sem kallaðurer Herbie. Þessi Volkswagen erenginn venjuleg- ur bíll. Hann tekur yfirleitt völdin af bílstjóranum ef honum sýnist svo, hefur meiri kraft en aðrir bílar og ekki virðist skipta máli hvort hann þarf að keyra lárétt, lóðrétt eða á hvolfi. Hann er hændur að eigendum sínum og veður eld til að verja þá. í Herbie Rides Again á að fara að rífa niður gamalt hús sem Herbie og eiganda hans er annt um. Sá sem það ætlar að gera er Alzano Hawk, milljónamæringur og hinn versti fantur. Hann beitir brögðum til að koma sínu fram en Herbie sér við honum og viðskiptum þeirra getur ekki lyktað nema á einn veg. Herbie Rides Again er létt gaman- mynd fyrir alla og best er að njóta gamansins án þess að láta söguþráðinn trufla sig. liert)*e Rides Again 16. TBL VIKAN 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.