Vikan


Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 38
Guðrún Agnarsdóttir, formaður þingtlokks Samtaka um kvennalista, yfirheyrð af Finni Ingólfesyni, Framsóknarflokki Valddreifing af hinu góða - Þegar maður les stefnuskrá Kvennalist- ans er þar að finna fullt af góðum málum sem allir stjórnmálaflokkar gætu hugsað sér að hrinda í framkvæmd. Með hvaða hætti vill Kvennalistinn fjármagna öll þessi góðu mál? Er það með hækkun skatta? Fyrst og fremst viljum við breytta forgangs- röðun við ákvarðanatöku og val verkefna og teljum okkur geta losað heilmikið fé til félags- legra framkvæmda á þann hátt. Hækkun skatta kemur til greina, þó ekki á launafólk en á stóreignir, arð af hlutabréfum, verslun og önnur fyrirtæki sem standa með blóma í góðærinu. Reyndar þarf að endurskoða skattakerfið í heild sinni með það að mark- miði að jafna byrðar og tryggja réttmætan skerf til samneyslunnar, jafnframt að herða skattaeftirlit. Draga má úr kostnaði við rekst- ur og risnu hins opinbera, hætta við eða draga úr virkjanaframkvæmdum, endurskoða ýmsar stofnanir og verkefni á vegum ríkisins og svo mætti lengi telja. - í landbúnaðarmálum vill Kvennalistinn draga úr yfirbyggingu og miðstýringu. Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að ákvarðanatakan, til dæmis bæði í framleiðslumálum og markaðsmálum, verði meira í höndum bænda en nú er. - Sem sagt, ákvörðunin um heildarfram- leiðslumagnið færð frá landbúnaðarráðuneyt- inu yfir til bænda? Málið snýst auðvitað ekki fyrst og fremst um það að taka ákvörðunarréttinn alveg úr höndum landbúnaðarráðuneytisins. Hins veg- ar þarf samráð við bændur að vera mun meira en verið hefur og þeir þurfa að taka málefni sín meira i eigin hendur. Vandi landbúnaðar- ins stafar ekki síst af þvi að bændum hefur verið att út í óarðbærar fjárfestingar þótt löngu væri ljóst að stefndi í offramleiðslu. - Nú var framleiðslustjórnun í höndum samtaka bænda þegar offramleiðslan átti sér stað. Skipulagningin var samt greinilega ekki nógu góð úr þvi að hún leiddi til offram- leiðslu. Valddreifmg er af hinu góða, bæði meðal bænda og annarra í þjóðfélaginu. Framleiðsluráð landbúnaðarins, Búnaðarfé- lagið og aðrar stjórnunarstofnanir bænda standa á gömlum merg. Ég hef heyrt á ferðum mínum um landið upp á síðkastið frá mörgum bændum, einkum frá konum, að þeim finnist síns hlutar ekki nógu vel gætt, þeir sem gegni fulltrúahlutverki fyrir bændur séu oft efna- mestu bændurnir sem séu i litlum tengslum við vanda þeirra sem erfiðast eiga. Stofnanir bænda, einkum þeir milliliðir sem annast fyrir- greiðslu fyrir þá, sýna ekki nógu lýðræðisleg vinnubrögð. - Segir þú að stofnanir bænda, Búnaðarfé- lagið og Framleiðsluráð, séu ólýðræðisleg- ar? Ég segi að þær séu ekki lýðræðislegar i vinnubrögðum sínum ef þær standa að ráð- stöfunum sem koma eins illa út fyrir allan þorra bænda og raun ber vitni. - Nú er kosið til þessara stofnana af bænd- um sjálfum. Með hvaða hætti á að velja til þessara stofnana ef ekki kosningum? Það væri þarft að endurskoða og endur- skipuleggja stjórnkerfi landbúnaðarins með tilliti til þeirra miklu breytinga sem nú ganga í garð. Það er í höndum bænda sjálfra hver framtíð íslensks landbúnaðar verður. Þeir veröa að sýna samstöðu og stéttvisi. - í stefnuskrá Kvennalistans kemur fram að þið viljið tryggja atvinnuöryggi fiskvinnslu- fólks. í kjarasamningum 26. febrúar 1986 var atvinnuöryggi fiskvinnslufólks verulega bætt. Var það ekki nægjanlegt? Það sem Kvennalistakonur vilja vinna að er að störf í fiskvinnslunni verði metin að verðleikum. Þrátt fyrir að atvinnuöryggi hafi verið tryggt nokkuð eru störf við fiskvinnslu ennþá ekki nietin sem ábyrgðarstörf. Konur una því ekki að mikilvæg vinna þeirra við aðalútflutningsverðmæti landsins sé ekki met- in til ábyrgðarstarfa og laun greidd i samræmi við það. Það skref, sem nú hefur verið stigið til að bæta atvinnuöryggið. er ágætt en ekki nógu stórt. Námskeiðahald fyrir verkafólkið er mjög jákvætt, því þarf að halda áfram. - Þið viljið að kvótakerfið sé endurskoðað. Hvað er það í kvótakerfinu sem þið viljið endurskoða? Við studdum kvótakerfið á sínum tíma af þeirri ástæðu að við töldurn nauðsynlegt að vernda fiskistofnana. Við töldum kvótakerfið leið til þess. Við tókum mark á spám fiskifræð- inga og við vildum síst af öllu stunda rányrkju. Hins vegar þarf kvótakerfið að vera sveigjan- legt og samrýmast byggðastefnu. Kvennalist- inn vill halda landinu í byggð. Sum byggðarlög horfa nú á bak fjölda fólks vegna skorts á atvinnu. Þessi fólksfiótti stafar bæði af vanda í landbúnaði en einnig sjávarútvegi. Nægur afli berst ekki á land í vinnslu, bæði vegna þess að siglt er utan með ferskan fisk og kvóti byggðarlagsins er ekki nægilega mik- ill til að halda uppi atvinnu. Síðan er verslað með kvótann. Viljið þið koma í veg fyrir að verslað sé með kvóta? Já. Auk þess er vandséð hvernig hægt er að versla með þann fisk sem syndir í sjónum. Hann er auðlind sem við eigum öll. 38 VIK A N 16. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.