Vikan - 16.04.1987, Síða 55
„Mér þykir þetta leiðinlegt.“ sagði
Pétur.
Hún faðmaði hann þétt að sér.
„Stóri-Pési er ekki þorpari,1' hvíslaði
hún. „Hann er góður og hann gerir
það sem er rétt. Ég hef klúðrað
öllu.“
Þegar hún hætti að gráta sagði
hún: „Við skulum bæta úr þessu, er
það ekki, Litli-Pési?“
„Jú, mamma?“
„Ekki segja neinum að ég hafi grát-
ið,“ sagði hún.
„Má ég fara út að leika mér?“
„Nei. Þú eyðileggur skóna þína.
Leiktu þér niðri.“
Pétur fór afturábak niður stigann,
hoppandi. Eitt þrep í einu. Hann
varð að komast að þessu með
Stóra-Pésa. Afi hafði sagt: „Ég skal
segja þér allt sem þú vilt vita.“ Hann
vissi áreiðanlega þetta með Stóra-
Pésa.
Pétur vissi að hann var að gera
eitthvað slæmt og að hann myndi
verða flengdur. Hann fór í yfir-
höfnina sína, setti á sig húfuna og
smeygði sér hljóðlega út um aðal-
dyrnar. Uti var vindurinn hressandi.
Það var góð lykt af öllu.
Hann gekk yfir klofna stilka, maís-
uppskeru síðasta árs. Hann gekk
niður grófina svo þau gætu ekki séð
hann frá húsinu. Hann hljóp eftir
stígnum, meðfram læknum og upp
hæðina, að hlöðunni. Hlaðan var
notuð fyrir geymslu núna. Það eina
sem var þar var maís fyrir hænurn-
ar, auk nokkurra hluta sem voru
spennandi minnisvarðar þess tíma
sem afi var með hesta. Beisli, gamlir
leðurstjórntaumar, margslitinn
hnakkur og hræ af eineykisvagni.
Afi hafði glatað öllu, sagði fólkið.
Hann hafði glatað stóra búgarðin-
um sínum, einhvern veginn. Allt sem
hann átti eftir var býli uppi í sveit,
sem var rekið af leiguliða. Amma
sagði að það væri refsing Guðs fyrir
illsku afa.
Pétur nam staðar og mjakaði sér
upp að eplatré. Afi var að horfa á
hann og hafði gert það allan tímann
sem hann var á leiðinni.
„Heyrðu, drengur!“ öskraði gamli
maðurinn.
„Ég er ekki hræddur við þig,“ sagði
Pétur skjálfandi.
„Gott!“ hrópaði gamli maðurinn.
Hann strauk eldspýtu eftir bakhlut-
anum á buxunum sínum og saug
pípuna sína áfergjulega. Hann starði
á Pétur. „Þau hýða þig, drengur,“
sagði hann. „Sjáðu skóna þína.“
Pétur mátti ekki mæla. Hann lang-
aði til að hlaupa aftur inn í húsið
en djöfullinn gat hlaupið hraðar en
nokkuð annað.
„Ætlaðirðu að spyrja mig að ein-
hverju? sagði afi. „Komstu þess
vegna?“
Pétur kinkaði kolli og mjakaði sér
lengra bak við tréð.
„Afram!“
Pétur gat ekki talað langa stund.
Þetta var of mikið. Hann gat það
baraekki. Og þegar hann loksins
kom því út úr sér heyrði afi hans
ekki hvað hann sagði.
„Talaðu hærra, piltur!“
„Er Stóri-Pési dáinn?“
Afi hnussaði. „Nei, hann er ekki
dáinn. Stóri-Pési lifir þangað til
hann verður hundrað ára, nema ein-
hverskjóti hann.“
Pétur gægðist fram undan trénu.
„Fæ ég að sjá hann aftur?“
„Já.“
Afi kom skrefi nær og Pétur skalf.
En hann stóð kyrr og horfði á hönd-
ina með bláu æðunum sem stóðu
upp úr henni. Hann stóð kyrr meðan
höndin snerti höfuð hans.
„Þau hafa alveg ruglað þig, dreng-
ur,“ sagði afi. „Hafðu ekki áhyggjur.
Og þú skalt ekki vera hræddur við
neitt.“ Stóra höndin neri hnakkann
á Pétri og Pétur var hræddur. Þetta
var hönd djöfulsins.
„Amma þín er gömul, drengur,“
sagði gamli maðurinn. „Þegar þú
stækkar munt þú skilja. Ekki hata
hana, drengur minn. Hún hefur
gleymt mörgu sem hún eitt sinn
vissi.“
Pétur skildi ekki. Hné hans skulfu.
„Það er best að þú farir til baka
núna,“ sagði afi. „Farðu og taktu
við barsmíðunum og farðu í kirkju.“
„Ég vil ekki fara í kirkju,“ sagði
Pétur.
„Þú verður að fara, drengur.“
„Hvers vegna?“
„Það eru margar ástæður fyrir
því. Það verða allir að fara í kirkju.
Auk þess verður Stóri-Pési í kirkj-
unniídag.“
„Er það alveg satt?“
„Já, ég hringdi í Stóra-Pésa í gær-
kvöldi. Hann ætlar að taka þig og
mömmu þína aftur heim og í þetta
sinn ætla ég að sjá til þess að gamla
konan skipti sér ekki af ykkur.“ Afi
sló öskuna úr pípunni. „Dragðu inn
vörina,drengur. Þú ferð ekki að
gráta.“
„Afi..
„Já.“
„Ert þú nokkuð. . .djöfullinn?
„ O nei.“ Afi brosti. „Sjáðu til,
Pétur,“ sagði hann. „Þar sem þú ert
alinn upp af konum hefur þú fengið
dálítið einkennilegar hugmyndir um
muninn á karlmanni og djöfli. Nei,
ég er ekki djöfull, ég er ekki kona -
heldur. Ég er karlmaður.“ Hann var
mjög hátíðlegur í tali. „ Og það ert
þú líka, Pétur.“
„Ætlar þú í kirkjuna með okkur í
dag?“ spurði drengurinn. „Það eru
páskar.“
Afi settist á hækjur sér á þvölu,
dauðu laufblöðunum. Hann rakaði
þau með hnýttum fingrunum þar til
hann hafði fundið viðkvæma fjólu
sem var nýrisin úr jörðu.
„Já, það eru páskar,“ sagði afi.
„Blóm eins og þetta er loforð jarðar-
innar. Það kemur hvert vor, Pétur.
Upprisa lífsins frá dauðanum.“
Gamli maðurinn tók upp handfylli
af brúnum laufum og dreifði í svölu,
röku loftinu. „Þú þarft ekki að fara
í kirkju, Pétur, til að vera í henni.
Kirkja manns á að vera alls staðar.“
Það var þá sem Pétur gerði sér ljóst
að það var ákafi í gamla manninum
en ekki illska. Og í fyrsta skipti
skildi hann muninn. Ákafi afa hans
var staðfastur, sterkur kraftur
manns sem átti jörðina og himininn
sem kirkju.
16. TBL VIKAN 55