Vikan


Vikan - 18.06.1987, Page 4

Vikan - 18.06.1987, Page 4
25. tbl. 49. árgangur. 18.-24. júní 1987. Verö 15Ö krónur. FORSIÐAN 3óra Þrastardóttir prýðir forsíð- una. Við breytum aðeins forminu á forsíðunni að þessu sinni og birtum þrjár myndir. Auk mynd- arinnar af Þóru eru myndir frá Seltjarnarnesi og Lúxemborg - víða farið í þessari Viku. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún AÍfreðs- dóttir, Jóna Björk Guðnadóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Sig- rún Ása Markúsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. HANDRIT OG PRÓFARKIR: Guðrún Svava Bjarnadóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og -+ Kópavogi greiðist mánaðarlega. RÖDD RITSTJÓRNAR Þórunn Gestsdóttir ritstjóri Tómstundir Hvert er helsta áhugamál þitt? er oft spurt og sérstaklega í við- tölum í fjölmiðlum. - Égeralæta á bækur, er algengasta svarið. Á bak við þessa fullyrðingu mína er enginn rökstuðningur en fyrir utan það að „éta" bækur virðist fólk hafa hin ótrúlegustu áhuga- mál og ver tómstundum sínum á fjölbreyttan hátt. Sumir mála og trimma eins og Seltirningarnir sem nemendur úr Tómstunda- skólanum hittu einn laugardag. Nokkrir ganga út í Gróttu um hverja helgi, aðrir spila golf. Ég hef undir niðri alltaf dáðst að fólki sem hefur ÁHUGAMÁL sem á hug þess allan. Sundgarp- ar, sem synda hvern dag ársins, eiga mína virðingu óskerta. Golf- arar, sem leggja á sig heimsreisur á eftir litlu hvítu kúlunni, eru aðdáunarverðir. Göngugarparn- ir, sem klífa fjöll um hverja helgi, ja, þeir eru alveg einstakir og óhætt að sýna þeim fyllstu lotn- ingu. Laxveiðimennina, sem vaða eld og brennistein til að komast í hina einu sönnu á, set ég í sama flokk. Þeir sem fyllast eldmóði yfir tómstundagamninu eiga ekki á hættu að verða vinnualkar, eða hvað? Þeir verja frítímanum en eyða honum ekki. Tómstundum landsmanna fjölgar og flestir verja þeim skyn- samlega, þó sumir eyði þeim. Þetta tölublað snýst dálítið um tómstundir manna, trimm, göng- ur, föndur, ferðalög, svo eitthvað sé nefnt. Það má bæta við skák og bridge, krossgátum, tónlist og kvikmyndum. Þetta er allt í Vikunni. Það verður enginn svik- inn af þessari lesningu í næstu tómstund sem gefst. í ÞESSARI VIKU 6 Til Lúxemborgar hefur leið margra legið enda staðurinn góður heim að sækja og þaðan liggja leiðir í allaráttir. 18 Sögureftir Judith Kranzþykja krassandi og eftirsumum þeirra hafa bandarískir framleiðendur gert myndbönd. Hilmarsegir frá einu, l'll Take Manhattan. 22 Þóra Þrastardóttir, ungfrú Reykja- vík 1986. RættviðÞóruog birtar myndirfrá nýlegri Parísarför henn- ar. 29 Vikan og tilveran er nýr þáttur, vettvangur fyrir alla sem vilja fjalla umdaginnog veginn. 30 Gildran. Ný íslensk hljómsveit í poppinu. 10 Marta Sigurðardóttir er fyrsta kon - an sem hefur gegnt embætti landsforseta JC hérá landi. Hún ernafn Vikunnar. 16 Getraunin 1X2 er með vinsælasta efni Vikunnar. Við fáum vikulega innsend hundruð seðla með mis- réttum lausnum. Haldið áfram. 4 VI KAN 25. TBL 4

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.