Vikan


Vikan - 18.06.1987, Qupperneq 8

Vikan - 18.06.1987, Qupperneq 8
 Náttúrufegurð við Mullerthal, norð-austur af borginni. Holiday Inn hótelið i Lúxemborg er glæsilegt og fyrsta flokks. r elsta hluta borgarinnar, Marché-aux- Poissons, eru þröngar, sjarmerandi götur og falleg, gömul hús, sum hver mjög vel varðveitt. Rélt þar hjá er Corniche sem kallað hefur verið fegurstu svalir Evr- ópu enda býður svæðið upp á stórkostlegt útsýni, meðal annars yfir hið tvö þúsund ára sögusvið úr klettum. Þama er einnig eitt af inngönguhliðunum inn í rúmlega tuttugu kílómetra langt neðanjarðarvígi frá fyrri tíð. í Lúxemborg er mikið af fallegum bygg- ingum og er dómkirkjan meðal þeirra sem vert er að skoða. Menningarlíf er fjöl- breytt, til dæmis tjöldi sögu- og listasafna, leikhús innandyra sem utan og á sumrin eru haldnar alþjóðlegar tónlistarhátíðir víða um landið. Enginn ætti heldur að vera svikinn af skemmtanalíft borgarinnar eða matarkúlt- úr. í boði er fjöldi erlendra veitingastaða sem og innlendra með franska eldhúsið eða þá hið lúxemborgíska. „Judd mat Ga- ardebounen" er nokkuð sem verður að smakka í Lúx, en það er reyktur grísaháls með baunum. Annað ekta lúxemborgískt er steiktur Móselftskur, Ardennesskinka, kæfa og léttsoðinn ferskur aspargus. Sað er þægilegt að ferðast um landið Lúxemborg, vegalengdir eru hvergi miklar og vegakerfið vel merkt. Rétt utan við borgina er fjöldi smáþorpa sem gaman er að skoða og meðfram ánni Mósel eru skemmtileg, lilil vínræktarþorp. Þar eru sums staðar gömul söfn sem hafa að geyma sögu vinframleiðslunnar frá fyrri tímum. Kastalar og hallir setja víða svip sinn á hið fallega landslag. Við bakka Sure árinnar í austri er Echtemach, gamall, fálleg- ur klausturbær og elsta menntasetur Evrópu. Bærinn er í dag kannski best þekkt- ur fyrir dansprósessiu bæjarbúa þriðja dag hvítasunnu, en sú athöfn er margra alda hefð. Skammt frá er litla Lúxemborgar- Sviss, ægifagurt landsvæði með villtum gróðri, klettum og hellum. Þar sem víðar eru merktar gönguleiðir. Bærinn Vianden, ögn norðar, við ána Our, þykir einn feg- ursti staður landsins. Þar bjó Victor Hugo i útlegð sinni frá Frakklandi og er nú safn í húsi hans. Vianden rekur sögu sína allt til níundu aldar og er þar auk frægs kast- ala og annarra fagurra bygginga gamall virkisveggur umhverfis borgina. Enn norðar er annar gamall bær, Clervaux, í djúpum, þröngum dal við Clerve ána. Þar sat eitt sinn við skriftir í klaustri bæjarins ungur islenskur rithöfundur, Halldór Laxness. Hér er aðeins fátt eitt upptalið af því sem landið hefur upp á að bjóða til yndis- og ánægjuauka - enda er sjón sögu rikari. Væntanlegum Lúxem- borgarförum má benda á að Flugleiðir og Holiday Inn hótelið í Lúxemborg bjóða mjög hagstæða ferðapakka sem vert er að kanna nánar. 8 VIKAN 25. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.