Vikan


Vikan - 18.06.1987, Qupperneq 10

Vikan - 18.06.1987, Qupperneq 10
NAFN VIKUNNAR: MARTA SIGURÐARDÓTTIR Njótum sömu virðingar Marta Sigurðardóttir er fyrsta konan sem gegnt hefur starfi landsforseta JC íslands. Marta er þrjátíu og fimm ára og ógift, enda væri sennilega illmögulegt að gegna jafnviða- miklu tómstundastarfi ásamt fullu starfi ef fjölskylda biði heima. Á landsþingi JC, sem haldið var á Selfossi á dögunum, lét Marta af forsetaembættinu. Af því tilefni völdum við hana sem nafn Vikunnar. Við ræddum við Mörtu um starf hennar innan JC-hreyfmgar- innar og hinar ýmsu hliðar félagsskapar- ins. Við byrjuðum samtalið með því að spyrja hversu lengi JC-hreyfingin hefði starfað. „íslenska JC-hreyfingin hefur starfað i tutt- ugu og sex ár en upphaflega er hreyfingin komin frá Bandaríkjunum. Þar var hún stofn- uð árið 1915. í Bandaríkjunum hefur JC því starfað í sjötíu og tvö ár.“ - Nú ert þú fyrsta konan sem gegnir emb- ætti forseta JC íslands í tuttugu og sex ára sögu félagsins. Hver er skýringin á þessu? „Það eru ekki nema tíu ár síðan konum var gefinn kostur á að starfa í hreyfingunni. Allan þennan tíma höfum við stöðugt verið að vinna á. Nú erum við íslensku konurnar orðnar um fjörutíu prósent meðlima hreyfingarinnar. Við erum á allan hátt fullgildir meðlimir og njótum sömu virðingar og karlarnir. En þó við ís- lensku konurnar stöndum jafnfætis körlunum er þessu ekki svo farið í öllum löndum þar sem JC starfar. Til dæmis get ég nefnt Japan en þangað fór ég í nóvember síðastliðnum til að vera viðstödd heimsþingið sem þar var haldið. Þar eiga konur mjög erfitt uppdráttar innan hreyfingarinnar eins og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Eins og margir vita hafa konur mjög lága þjóðfélagsstöðu í Japan. Japanarn- ir leggja mikla áherslu á viðskiptatengsl innan hreyfmgarinnar. Ef meðlimirnir vilja ná langt í félaginu þurfa þeir að hafa mjög háa þjóð- félagsstöðu og þá er sérstaklega gott að vera hátt settur í viðskiptalífinu. Best er að vera atvinnurekandi eða yfirmaður í fyrirtæki. Konur í Japan ná yfirleitt ekki svo hátt upp í þjóðfélagsstigann.“ - Þetta leiðir hugann að því hvað þú starf- ar, Jvlarta? „Ég er menntuð sem fóstra og starfa sem forstöðumaður á dagheimilinu við Klepps- spítala.“ - Hvernig gengur að sameina starfið og forsetastöðuna? - Það er frekar erfitt að sameina þessi tvö störf. Ég hef verið mjög upptekin vegna for- setaembættisins hjá JC. Én ég hefði aldrei boðið mig fram.í þessa stöðu nema með sam- þykki yfirmanna minna, það fékk ég áður en ég bauð mig fram. Samstarfsmenn mínir á dagheimilinu hafa allir verið mér mjög velvilj- aðir. Álagið verður náttúrlega miklu meira á þeim en ég er mikið fjarverandi. Til dæmis hef ég sex sinnum þurft að fara utan á þessu starfsári mínu hjá JC og ég hef farið í fjöl- margar ferðir innanlands.“ - Telurðu að starf þitt sem forseti hafi breytt stöðu kvenna innan félagsins? „Nei, það held ég ekki. Konurnar hafa bara unnið á innan félagsins með tímanum.“ - Þú sagðir áðan að þú hefðir farið til Jap- an á heimsþing JC. Segðu mér svolítið frá þvi. „Heimsþing er haldið árlega. Það er gert vegna þess að það er regla hjá okkur í JC að skipta um allar stjórnir einu sinni á ári. Engin stjórn getur setið lengur en í eitt ár. Helsta markmið þessara heimsþinga er að gera sam- eiginlegar áætlanir fyrir hreyfmguna um allan heim. A þessu heimsþingi var samþykkt kjör- orð hreyfingarinnar fyrir næstu ár: „JC - ungt fólk fyrir heimsfrið." Við í íslensku hreyf- ingunni höfum ekki verið nógu dugleg að vinna að heimsverkefninu. En nú stendur til að bæta úr þessu. Annars gerðist nú fleira á þessu þingi sem við íslenska JC-fólkið erum hreykin af. Einn félagsmanna okkar, Árni Þór Árnason, bauð sig fram til embættis alþjóð- legs varaforseta. Árni náði kjöri og situr því í heimsstjórn núna. Mig langar líka að minnast á annan Islend- ing sem mikið hefur starfað á alþjóðavettvangi fyrir JC undanfarið. Hann heitir Jón Ög- mundsson og er lögfræðingur. Jón starfar fyrir heimshreyfinguna í höfuðstöðvum JC Intern- ational i Bandaríkjunum. Það voru ekki ýkja margir íslendingar sem komu á heimsþingið í fyrra, við vorum um það bil tíu. En þessi tala er ekki lág þegar miðað er við hversu langt og mikið ferðalag er til Japan. Næsta heimsþing verður haldið í Amsterdam í nóvember næstkomandi. Mik- ill áhugi er hjá íslensku félögunum að mæta á þetta þing. Amsterdam er tiltölulega nálægt okkur þannig að miklu fleiri komast þangað heldur en til Japan.“ - Þú sagðir áðan að íslenska hreyfingin hefði ekki verið nógu dugleg að vinna að kjör- orði heimshreyfingarinnar. Er lítið samstarf þarna á milli? „Nei, það er mikið samstarf við alþjóða- hreyfinguna. Til dæmis kom einn alþjóðavara- forsetinn á landsþingið á Selfossi. Hann heitir Cherif Lachenani og er frá Túnis. Þessi mað- ur hefur þann starfa að fylgjast með starfi JC á íslandi og í fleiri löndum. Alþjóðavarafor- setarnir skipta löndunum með sér og hver og einn hefur ákveðin lönd til að fylgjast með. Árni Þór Árnason, íslenski varaforsetinn, hef- ur á sama hátt viss lönd til að fylgjast með. Hann hefur nú umsjón með tíu löndum í Evrópu.“ - Hvert er markmið JC íslands? „Markmiðið hefur til þessa eingöngu verið að byggja upp einstaklinginn. Við leggjum áherslu á að þjálfa einstaklingana í ræðu- mennsku, við kennum þeim fundarsköp og við þjálfum þá í að vera í forsvari fyrir aðra þannig að þeir geti orðið leiðtogar. Einnig vinnum við að byggðarlagsverkefnum, því eitt af markmiðum okkar er að bæta eigin byggðarlag. En eins og ég sagði áðan er í bí- gerð að fara að vinna meira að markmiðum alþjóðahreyfingarinnar þannig að á næstu árum munum við einnig vinna að heimsfriðn- um.“ - Hver tók við embætti forseta JC Islands eftir að þú hættir? „Það kom i ljós fyrir einu ári hver myndi taka við embættinu. Það er vegna þess að alltaf er kosið í embættið með árs fyrirvara. Núverandi forseti, Hafsteinn Þórðarson, hef- ur því verið í starfsþjálfun í eitt ár.“ - Ef einhver fengi þá hugmynd að ganga í samtökin, eru þá einhver inntökuskilyrði? „Já, aldurstakmark er átján til fjörutiu ára. Um fertugt er fólk talið útlært í þeim fræðum sem við kennum." - Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum, Marta? „Ekki nema að mér finnst JC vera hreyfing sem allir eiga erindi í. Þar lærir maður að vinna með öðrum og fólk verður miklu virk- ara í öllu starfi eftir að hafa kynnst JC.“ Viðtal: Jóna Björk Guðnadóttir Mynd: Kristján Ari Einarsson 10 VIKAN 25. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.