Vikan


Vikan - 18.06.1987, Side 14

Vikan - 18.06.1987, Side 14
Fjörneppt tilhugalíf unni. Við vorum nokkuð sammála um að allt yrði vitlaust áður en langt unr liði. Það hlaut að koma að því að Toggi kæm- ist að þessu standi á Möggu og Dagfinni. Þó fór nú svo að þegar allt fór í loft upp var það á annan og óvæntari hátt heldur en við áttum von á. Þorrablótið okkar var að venju haldið i samkomuhúsinu í byrjun þorra. Þetta var nýtt og vandað samkomuhús sem tók mörg ár að byggja og reyndar enn lengri tíma að ná samkomulagi um að byggja. Skoðanir fólks á staðsetningu og byggingu samkomuhússins höfðu verið með ólík- indum mismunandi. Það var rétt eins og allir væru sérfræðingar í þvi hvernig ætti að staðsetja og standa að byggingu þessa húss sem þó var hvorki stórt né marg- brotið heldur einföld kassalaga bygging sem rúmaði með sæmilegu móti samkom- ur eins og þorrablót, þegar fjölmenni var mest og flestir bæjarbúar og nágrannar sóttu. Þegar ég kom aftur heim á miðjum þorra eftir nokkurra vikna fjarveru var enn verið að ræða þorrablótið og sumum var það kærkomið að rifja upp ýmsa at- burði sem þar gerðust. Gvendur á Bakka og Beggi í bræðslunni voru meðal þeirra sem voru mjög fúsir til þess. Það var nú ekki mikil reisn yfir þessu þorrablóti, sagði Beggi og iðaði allur og gat engan veginn staðið kyrr fremur en vant var. Það var ósjálfráður vani hans að standa ekki nálægt nokkrum manni og færa sig sífellt undan ef einhver nálgað- ist hann. Það vantaði ekki fólkið, sagði Beggi. - Það var djöfuls fjölmenni eins og vant er, það var nú heldur. Og það var hreint óskaplegt fylliri strax þegar borðhaldinu lauk. Það var drukkið allsvakalega undir borðum. Þetta voru engin ný tíðindi. Drykkja var ævinlega talsverð og oftar en ekki endaði fagnaðurinn með smáurn eða stórum bar- smíðum - nema hvað allmjög var drukkið þarna eins og venjulega og menn skemmtu sér vel. Gvendur á Bakka varð fyrstur til að taka eftir því sem Magga aðhafðist. Hann var eitthvað að sniglast frammi í fatageymslunni þegar hann sá hana í hörkukeliríi við útgerðarforstjórann. Hann horfði á aðfarirnar um stund en skaust svo inn að borðinu til Mundu, konunnar sinnar, og hún flýtti sér fram til að fá staðfestingu á þessu. Og auðvitað voru Magga og útgerðarforstjórinn í eld- heitum faðmlögum ! Utgerðarforstjórinn í Lundavogi stjórn- aði útgerðarfyrirtækinu Hafloga hf. Hann hét Guttormur Bárðarson, aðfluttur og ættaður norðan úr Eyjafirði, sonur kjúkl- ingabónda í nágrenni Akureyrar, en sendur af stjórn fyrirtækisins frá Reykja- vík til að reisa við rekstur útgerðarinnar sem hafði verið á brauðfólum um langt skeið. Hann hafði lokið hluta af námi í viðskiptafræði með framhaldsmenntun í rekstrartækni og einhverjum útgerðar- fræðum sem okkur reyndist ógcrlcgt að fá frekari upplýsingar um, að ekki sé talað um að sjá þá menntun í framkvæmd i stjórnun hans á fyrirtækinu. Hann hafði unnið við útgerð á nokkrum stöðum áður en hann kom til okkar. Þetta var mið- aldra maður, heldur hjassalegur, þykk- holda og sléttur i andliti, rauðbirkinn og freknóttur með afbrigðum. Hann stjórn- aði með stórunr sveiflum. Ákvarðanir hans voru allar skyndilegar og hann var harðhentur á framkvæmd þeirra. Mann- legir þættir skiptu hann litlu máli enda hafði honum á örfáum árum tekist að særa og skaða fjölda íbúanna sem þó hvorki gátu né þorðu að hafast neitt að af ótta við völd hans,' heiftrækni, tryllt æðisköst og hástemmd óhljóð. Hinir eldri íbúar sögðu hann vera heldur ógeðlelldan mann, já, reyndar sögðu þeir það, en ekki fleira svo aðrir heyrðu utandyra. Og nú var Guttormur að kyssa Möggu Ármanns í fatageymslunni. Hvað skyldi hann Toggi segja við því? En Toggi vissi ekkert um þessi kærleikshót í fataþvög- unni. Það kom þó að því að áhorfendurnir voru orðnir svo margir að Guttormi of- bauð og dró Möggu með sér út úr húsinu um leið og hann talaði ófagurt um sið- laust gláp fólks. Aflangt og innfallið andlit Gvendar á Bakka teygðist í illgirnislega glennu þegar hann rifjaði þetta upp inni í bræðslu hjá Begga. Hann dró hana allviljuga með sér að bílnum sínum og þar héldu þau áfram, sagði hann. - Var hún líka drukkin? Og hvar var Toggi, vissi hann ekkert af þessu? Jú, blessaður vertu, hún var vel full og Toggi var inni að dansa, sagði Beggi, en allnokkru síðar sagði einhver honum að Magga væri úti í bílnum með Gutt- ormi. Og þá varð allt vitlaust. Hann flýtti sér út að bílnurn, svipti upp afturhurðinni og þá blasti við honum þetta heljarinnar kelirí og Guttormur leit upp á hann rauð- ur og þrútinn i framan og úfinn eins og hænurass í vindi og þar undir Magga skelf- ingin uppmáluð. Þá trylltist manngreyið sem vonlegt var. Toggi var rétt kenndur og sá ekki vín á honum frekar en vant er en hann varð alveg óður. En þegar hann var að reyna að drösla Guttormi illa á sig komnum út úr bílnum, sjálfsagt til þess að berja hann, þá komu þeir Jói í Skálm og Ástvaldur í Hlíð sem voru í dyravörsl- unni þetta kvöld. Þeim tókst með herkjum að ná Guttormi af Togga og þá greip Toggi til Möggu og dró hana með sér að sínum bíl og þau fóru heim í Ösp og skildu yfirhafnir og annað eftir. Dyraverðirnir hjálpuðust að við að snurfusa Guttorm ofurlítið og lögðu hann svo til í aftursætinu þarsem hann lá dasað- ur drjúga stund og jafnaði sig eftir þessa skyndilegu aðför. Þegar þeir sem fylgdust með töldu hann vera sofnaðan hálfliggj- andi í aftursætinu í glæsilegum rústrauð- um bílnum reis hann skyndilega upp og leit rannsakandi í kringum sig. Síðan staulaðist hann út úr bílnum dálítið ringl- aður en tók svo stefnuna á dyr samkomu- hússins og hvarf inn i þvöguna. En raunum Guttorms var ekki þar með lokið þessa þrautanótt á þorra. Þegar hann loksins hafnaði við borðið hjá Guð- rúnu konu sinni var allmjög af honum dregið. Hann leit raunamæddum, drukkn- um augurn til konu sinnar, fékk sér vænan slurk úr glasi og varð skyndilega flökurt, fálmaði handleggjununr ákaft út í loftið, gerði tilraun til að rísa á fætur en tókst það ekki og ældi beint yfir borðið kraft- mikilli gusu svo slettist á suma sem við það sátu. Eftir örskamma stund komu dyraverðirnir, tóku hann á milli sín og mestmegnis báru hann út. Það gekk þó ekki alveg þrautalaust fyrir sig því hann barðist um á hæl og hnakka og hafði í hótunum. Hann var þá orðinn kófdrukk- inn enda hafði svifið á hann þegar hann kom inn úr kuldanum. Þegar komið var fram í anddyrið hætti hann öllu viðnámi og grátbað dyraverðina um að fá að vera inni en þegar þeir gáfu honum engan kost á því grét hann eins og barn í máttvana ofsabræði og tárin runnu niður bústnar, freknóttar kinnarnar. Loks komu þeir honum kjökrandi út úr samkomuhúsinu og iögðu hann til í annað sinn í aftursætinu á bílnum hans. Þar féll hann út af, ekkinn smárénaði og loks færðist værð yfir hann. Þá kom Guð- rún, sem hafði farið í kápuna sína, settist í bílstjórasætið og ók sem leið lá niður að Brún, heim til þeirra. En annaðhvort hef- ur hún ekki getað vakið hann þegar heim var komið til þess að fara með hann inn í húsið eða henni hefur þótt aftursætið hæfa honum. Það fréttist eftir Björgu í Móti að hún hefði séð hann skreiðast illa á sig kominn út úr bílnum um tíuleytið morguninn eftir. - Hann var eins og ræfill rifinn upp úr svelli og ekki ákafiega höfðinglegur þá, 14 VIKAN 25. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.