Vikan


Vikan - 18.06.1987, Síða 15

Vikan - 18.06.1987, Síða 15
hann Gutti litli, sagði hún og hló illkvittn- islega. Aftur á móti voru færri fréttir af Togga og Möggu. Þau mættu bæði til vinnu sinnar á mánudeginum en voru heldur afskiptalítil og töluðu fátt við aðra. Toggi sótti Möggu ekki lengur í vinnu hennar á skrifstofu kaupfélagsins. Það var augljóslega einhver stirðleiki í sambúð- inni. Ari Jóa varð einskis var þegar hann ræddi við Togga. Þeir drukku venjulega saman morgunkaffið á kaffistofu hrepps- skrifstofunnar. Það var kannski hægt að merkja að Toggi væri heldur fálátari en hann átti vanda til. En hann minntist ekki einu orði á atburði þorrablótsins og Ari Jóa reyndi ekki að sveigja talið að þeim. Dagarnir liðu með sínum venjulega hætti og það komu upp ýmis mál og umræðu- efni manna breyttist í sífellu. Alltaf var eitthvað til að ræða um. Steina í Hlíð hitti Möggu úti á götu og þær tóku tal saman en Magga var þögul sem gröfin um þessa atburði og Steina fann sig ekki í því að brydda upp á þeim umræðum. Karlarnir á bryggjunni höfðu heldur ekki mikið um þetta að segja. Það var búið að fullræða allar hliðar málsins, búið að rekja nákvæmlega atburði þessa eftirminnilega kvölds. Guttormur mætti til sinnar vinnu á skrifstofu Hafloga eins og ekkert hefði í skorist en var kannski heldur harðari og óbilgjarnari en hann átti vanda til - ef það var þá hægt. Nagl- inn í honum dafnaði vel. Guðlaug virtist hafa skemmtun af þessu öllu. Hún var ófeimin að ræða kvennafar- ið hans Togga þegar það bar á góma og ekki laust við að það hlakkaði ofurlítið í henni yfir óförum hans. - Hvað eru líka svona karlar að álpast þetta með kvenfólk, sagði hún við Björgu í Móti. Honum hefði verið fyrir bestu að halda sig heima hjá sér, þá hefði hann ekki lent í þessu árans basli. - Jæja, sérðu eftir honum? spurði Björg. - Ég segi ekki að það sé nein eftirsjá, svaraði Guðlaug. En það er nú svona þegar maður er búinn að hanga með manni í tæp tuttugu og fimm ár, þá verð- ur breyting þegar hann fer af heimilinu. Við vorum nú bara tvö eftir, krakkarnir báðir farnir að heiman. - Var hann ekki alltaf heldur þreytandi á heimili? - Ekki segi ég það nú. Ég var orðin vön honum og kunni á hann. Hann hefur held- ur ekki verið svo mikið heima seinni árin. Það hefur verið mikil kvöldvinna hjá hon- um og um helgar og svo alls kyns funda- höld bæði hér og þar. Nei, hann var ekki sem verstur. - En hvað ef hann vildi nú koma aftur? Myndirðu taka hann? spurði Björg og gat varla leynt eftirvæntingunni. Guðlaug kom sér hjá því að svara með því að segja að það kæmi varla til þess, þau Magga virtust hafa jafnað sig eftir vesenið á þorrablótinu og sjálfsagt myndu þau halda þessari sambúð áfram, svo burðug sem hún nú væri. Og Guðlaug hló kuldahlátri. - Það er alveg makalaust hvernig full- orðið fólk getur látið, sagði Björg hneyksl- uð þar sem hún sat á sínum fasta stað í kaffistofunni og var að segja frá samtali sínu við Guðlaugu. - Hvað ætli hún myndi ekki taka við honum aftur? Hún myndi sleikja út um! - Hefur hann ekki oft verið óttalegur hrotti við hana, hann Toggi? sagði Anna í Holti sem annars var ekki vön að leggja til málanna. - Hrotti eða hrotti ekki, ég veit það svo sem ekki, svaraði Björg. Hann hefur alltaf verið svona, hann Toggi - og þetta vildi hún; það gekk ekki svo lítið á fyrir henni þegar hún var að draga sig eftir honum, ætli maður muni það svo sem ekki! - Þetta hefur verið skelfing leiðinlegt fyrir hana, konugreyið, sagði Anna og stundi lítillega af eintómri samúð. - Hann verður feginn að skríða í holuna til hennar aftur, hreytti Björg út úr sér og hnussaði í henni. Og svona leið tíminn út þorrann og fram á góu. Það var alltaf næg atvinna, reyndar oftast meiri en fólk kærði sig um því iðulega var unnið um helgar, að minnsta kosti alla laugardaga til hádegis. En það kom á daginn við nána athugun karla og kvenna að eitthvað var í uppsigl- ingu hjá Togga. Ari Jóa hafði heyrt hann tala um nýja atvinnu í símann. Það fiaug fyrir að hann myndi ætla að hætta. Ein- hver hafði sagt Gvendi á Bakka að Toggi ætlaði að fiytja til Reykjavíkur og fara að vinna þar á skrifstofu. Menn voru ekki trúaðir á að hann héldi áfram að búa með Möggu Ármanns eftir atburðinn á þorra- blótinu. Það kom líka á daginn að hann fiutti frá Möggu. Við höfum aldrei til þessa dags frétt hvernig það bar að. Bæði hafa þau verið þögul sem gröfin um hvernig þau náðu saman á ný, hvort þeirra tók fyrsta skref- ið. Einn morguninn nokkrum vikum eftir þorrablótið stóð bíllinn hans Togga fyrir utan hans gamla heirpili. Á venjulegum tíma, rétt upp úr klukkan átta, skaust hann út um útidyrnar léttur á fæti og sperrtur að vanda með skjalatöskuna í vinstri hendi, skálmaði röggsamur niður stéitina að bílnum, opnaði hann, settist undir stýrið og ók sem leið lá niður á hreppsskrifstofuna. Gunnar, gjaldkeri kaupfélagsins, stóð við eldhúsgluggann heima hjá sér - en hans hús stóð aðeins neðar í götunni - og fylgdist með Togga frá því hann kom út úr húsi sínu og þar til hann hvarf ak- andi bílnum sínum fyrir hornið á Bakka, neðst í götunni. Já, hann virkilega horfði á þetta án þess í fyrstu að skilja það og trúði alls ekki því sem hann sá. Þegar hann kom á skrifstofuna þennan morgun sá hann strax að ekki var vænlegt að inna Möggu Ármanns frétta. Hún grúfði sig yfir vinnu sína þungbúin á svip og það fór reyndar svo að hann ræddi þetta aldrei við hana þau ár sem þau unnu saman á skrifstofu kaupfélagsins. Niðri við bryggjuhúsið var þetta rætt á alla enda og kanta. Ástvaldur í Hlíð var nokkuð oft í landi þennan tíma því illa gaf á sjó fyrir trillurnar, en hann var engu nær um þetta en aðrir. Konan hans, hún Steina, hafði reynt, þó með ýtrustu hæ- versku, að komast að einhverju hjá Möggu Ármanns en jafnan til einskis. Ári Jóa sá ekkert merkilegt á eftirlitsferðum sínum á kvöldin. Það hafði alveg tekið fyrir allan samdrátt á milli Möggu og Dagfinns á Bergi. Það sannaðist, sem menn höfðu reyndar talið víst, að Dagfinnur hafði ekki áhuga fyrir einhleypum konum, hann kunni best við sig á annarra manna disk- um, sagði Bjartur í smiðjunni og bætti við að það væri auðveldara að komast af þeim þegar menn vildu lósna. Gvendur á Bakka var jafnvel þögull úm þetta. Það var aug- ljóst að kerlingin hans hafði ekki fiskað upp neinar fréttir frekar en aðrir, þó lét hann sig hafa að tala um lauslætið í Möggu og að hún hefði náð ótrúlega sterkum tökum á honum Þorgeiri. Hann sá að Toggi var alls ekkert á förum og þá var best að láta ekki hafa neitt eftir sér um hann. Magga var ekki inni i dæminu. Það var ekki fyrr en um vorið þegar karlarnir voru komnir á skak að Toggi fór að birtast á bryggjunni aftur. Við vissum að hann var alveg búinn að jafna sig þeg- ar Jón í Vör talaði undir rós um seinþroska kvennamenn og Toggi svaraði með gamal- kunnum fruntaskap: - Ég held að sumir menn ættu að reyna að þroskast upp í það að borga útsvarið sitt og aðrar skuldir sínar áður en þeir fara einhvern andskotann að þvæla um það sem þeir vita ekkert um og hafa ekki hundsvit á fremur en öðru! Það var ekki um að villast, Þorgeir Jóns- son sveitarstjóri var svo sannarlega skrið- inn í holuna sína hjá henni Guðlaugu. Endir. 25. TBL VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.