Vikan


Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 31

Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 31
mati eru Vorbragur og Mærin best á þessari plötu en ég hlakka til þess dags þegar Good Ballance kemur út þvi það lag er mjög gott og á vafalítið eftir að heyrast oft þegar það lítur dagsins ljós. Biggi, Kalli og Þórhallur Þeir þrír hafa staðið uppi í öll þessi ár. Þeir hafa alltaf verið duglegir að æfa og segj- ast æfa upp undir fimm sinnum í viku. Þeir telja þessa vinnuhörku aðalástæðuna fyrir því hve aðrir hafa haldist í stuttan tíma með þeim þar sem yfirleitt hafi ekki verið mikið að gera en þeir hafi samt æft fimm sinnum í viku og enginn annar en þeir hafi geta staðið undir því. Að þeirra sögn hafa blaðaumsagnir haldið þeim gangandi en öðru hverju á öllum sínum ferli hafi þeir fengið umsagnir og þær yfirleitt góðar. Það hressti þá til dæmis mikið nú í vetur þegar þeir sáu að Þorsteinn J. Vilhjálms- syni kaus þá björtustu íslensku vonina en hann tók við þá viðtal nokkrum mánuðum áður og hafði því heyrt margvíslegt efni með þeim. Þeir hafa ákveðnar skoðanir á ýmsum málum, þeim finnst til dæmis of lítið gerl til að hjálpa íslenskum hljómsveitum að komast af stað hér á landi. of margir sem líti of stórt á sig og leggi þar af leiðandi lítið á sig við að koma nýjum sveitum af stað. Þeir segjast hafa kynnst miklum mun á íslandi og Bret- landi á ferðum sínum út; í Bretlandi hafi fjöldi fólks verið tilbúinn að hjálpa þeim þó að margir þar hafi að miklu leyti haft mun meiri ástæðu til að lita stórt á sig. Þarna vann virt- ur próducer, Colin Richardson, (hefur unnið mikið með New Order) með þeim, virtur trommuleikari lánaði þeim allt sitt trommu- sett, sem var víst ekkert slor, og svo mætti telja fieiri sem unnu vel með þeim og hjálpuðu þeim virkilega mikið. Svonalagað segja þeir að sé mun fátíðara hér á landi - hlutur sem þeir vona að eigi eftir að breytast því að í svona umhverfi nái fáar hljómsveitir að verða til og lifa. Öllum gagnrýnendum, bæði ís- lenskum og erlendum, hættir til að líkja nýjum sveitum við aðrar frægari. Allir tónlistarmenn, íslenskir ogerlendir, kvarta sáran undan þessu og Gildran er engin undantekning. Þeir leggja mikla áherslu á að þeir séu bara þeir, þeir séu ekki að líkja eftir einhverjum öðrum. Þegar ég spurði þá af hverju þeir hefðu farið alla leið til Englands í upphafi, til að taka upp þessi lög, bentu þeir mér á hve mik- ill verðmunur væri á stúdíótímum hérlendis og erlendis, það hafi til dæmis verið upp und- ir helmingi ódýrara fyrir þá að fara út og leigja æfingahúsnæði, íbúð og stúdíó í eina viku heldur en að vera hér heima og leigja bara stúdíó. Þetta er aðeins eitt af því sem þeir vildu gjarnan breyta. Þeir segjast bara vera undrandi á að ekki skuli fieiri sveitir hafa fetað í þeirra fótsporog tekið áhættuna. Þeir hafa oft tekið áhættu og eiga vonandi eftir að uppskera i samræmi við það. Umsjón: Helga Margrét Reykdal 25. TBL VIKAN 31 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.