Vikan - 18.06.1987, Qupperneq 31
mati eru Vorbragur og Mærin best á þessari
plötu en ég hlakka til þess dags þegar Good
Ballance kemur út þvi það lag er mjög gott
og á vafalítið eftir að heyrast oft þegar það
lítur dagsins ljós.
Biggi, Kalli og Þórhallur
Þeir þrír hafa staðið uppi í öll þessi ár.
Þeir hafa alltaf verið duglegir að æfa og segj-
ast æfa upp undir fimm sinnum í viku. Þeir
telja þessa vinnuhörku aðalástæðuna fyrir því
hve aðrir hafa haldist í stuttan tíma með þeim
þar sem yfirleitt hafi ekki verið mikið að gera
en þeir hafi samt æft fimm sinnum í viku og
enginn annar en þeir hafi geta staðið undir því.
Að þeirra sögn hafa blaðaumsagnir haldið
þeim gangandi en öðru hverju á öllum sínum
ferli hafi þeir fengið umsagnir og þær yfirleitt
góðar. Það hressti þá til dæmis mikið nú í
vetur þegar þeir sáu að Þorsteinn J. Vilhjálms-
syni kaus þá björtustu íslensku vonina en
hann tók við þá viðtal nokkrum mánuðum
áður og hafði því heyrt margvíslegt efni með
þeim.
Þeir hafa ákveðnar skoðanir á ýmsum
málum, þeim finnst til dæmis of lítið gerl til
að hjálpa íslenskum hljómsveitum að komast
af stað hér á landi. of margir sem líti of stórt
á sig og leggi þar af leiðandi lítið á sig við
að koma nýjum sveitum af stað. Þeir segjast
hafa kynnst miklum mun á íslandi og Bret-
landi á ferðum sínum út; í Bretlandi hafi fjöldi
fólks verið tilbúinn að hjálpa þeim þó að
margir þar hafi að miklu leyti haft mun meiri
ástæðu til að lita stórt á sig. Þarna vann virt-
ur próducer, Colin Richardson, (hefur unnið
mikið með New Order) með þeim, virtur
trommuleikari lánaði þeim allt sitt trommu-
sett, sem var víst ekkert slor, og svo mætti
telja fieiri sem unnu vel með þeim og hjálpuðu
þeim virkilega mikið. Svonalagað segja þeir
að sé mun fátíðara hér á landi - hlutur sem
þeir vona að eigi eftir að breytast því að í
svona umhverfi nái fáar hljómsveitir að verða
til og lifa. Öllum gagnrýnendum, bæði ís-
lenskum og erlendum, hættir til að líkja nýjum
sveitum við aðrar frægari. Allir tónlistarmenn,
íslenskir ogerlendir, kvarta sáran undan þessu
og Gildran er engin undantekning. Þeir leggja
mikla áherslu á að þeir séu bara þeir, þeir séu
ekki að líkja eftir einhverjum öðrum.
Þegar ég spurði þá af hverju þeir hefðu
farið alla leið til Englands í upphafi, til að
taka upp þessi lög, bentu þeir mér á hve mik-
ill verðmunur væri á stúdíótímum hérlendis
og erlendis, það hafi til dæmis verið upp und-
ir helmingi ódýrara fyrir þá að fara út og
leigja æfingahúsnæði, íbúð og stúdíó í eina
viku heldur en að vera hér heima og leigja
bara stúdíó. Þetta er aðeins eitt af því sem
þeir vildu gjarnan breyta. Þeir segjast bara
vera undrandi á að ekki skuli fieiri sveitir
hafa fetað í þeirra fótsporog tekið áhættuna.
Þeir hafa oft tekið áhættu og eiga vonandi
eftir að uppskera i samræmi við það.
Umsjón: Helga Margrét Reykdal
25. TBL VIKAN 31
L