Vikan


Vikan - 18.06.1987, Síða 36

Vikan - 18.06.1987, Síða 36
Laugardagur á Seltjarnarnesi „Seltjarnarnesið er lítið og lágt. Lifa þar fáir og hugsa smátt." Flest þekkjum við þetta kvæði Þórbergs urn Seltjarnarnesið. En er Seltjarnarnesið lítið og lágt og búa þar fáir og hugsa smátt? Til þess að kanna málið lögðum við leið okkar út á Nes síðdegis einn laugardag í blíðskaparveðri. Sólin skein og vorið virtist nú loks vera komið. Mannlífið á Seltjarnarnesi var komið í sumarskap. Nyrst og vestast á Seltjarnar- nesi er eyja sem nefnist Grótta. Samnefndur bær er í eyjunni og þar hefur verið ljósviti frá því árið 1817. Út i Gróttu er hægt að kom- ast þegar fjara er á svokölluðum Gróttugranda. „Ekki er rótt að eiga nótt undir Gróttutöngum," á sjódauður maður að hafa kveðið. Grótta hefur sennilega áður verið land- föst en sær hefur gengið allmikið á landið þar út frá. Árið 1799 varð mikið fióð, svonefnt Báts- endafióð, og gekk þá sjór þvert yfir nesið kringum Kaplaskjól svo að hvorki var fært mönnum eða hestum. Við lögðunt leið okkar út í Gróttu eins og svo margir aðrir þennan fallega dag því svæðið er vinsælt til gönguferða og fugla- skoðunar. Margt fólk varð á vegi okkar og var það að njóta úíiver- unnar. Þarna var rneðal annars afi með barnabörn sín að útskýra lífríki fjörunnar. í fjörunni við öldruðum sjómönnum á sumrin. Gróttu gengum við fram á hjón sem voru að sýsla í fjörunni. Hann var með hamar og sög í hendi svo forvitni okkar var vakin. Þetta voru hjónin Guðjón Jónatansson og Bára Westmann. Guðjón og Bára eru ekki innfæddir Seltirn- ingar, þó hafa þau búið þar lengst af. Guðjón er fæddur á Snæfells- nesi en fiutti á Seltjarnarnesið 1944. Bára, kona hans, er frá Fáskrúðsfirði, fiutti hingað á Nes- ið 1949. Hér segja þau að sé mjög gott að búa og vilja hvergi annars staðar vera. Hér er alltaf hreint loft. Guðjón er starfsmaður hjá áhaldahúsi Seltjarnarness en að áhugastarfi er hann eftirlitsmaður með Gróttu. Umferð bönnuð um varptímann í eyjunni er mikið og fjölskrúð- ugt fuglalíf og er eyjan friðlýst. Guðjón hefur haft fuglaskoðun að áhugamáli síðan hann var unglingur og er því Grótta hrein paradís fyrir hann til að sinna áhugamáli sínu. Bára segir að hér sé helst hægt að finna mann sinn sé hann ekki heima hjá sér eða í vinnunni. Öll umferð út í Gróttu er bönnuð yfir varptímann, frá 1. maí til 1. júlí. Guðjón segist korna út í Gróttu einu sinni á dag meðan varptíminn er og huga að fuglunum. Einmitt þennan laug- ardag, þegar við hittum Báru og Guðjón í fjörunni í Gróttu, hafði Guðjón verið að negla fyrir glugga á húsunum í Gróttu, en þeir höfðu verið brotnir. Guðjóni er ntjög umhugað um að vel sé gengið um eyjuna og segir að ytra útlit hús- anna skipti miklu máii fyrir heildarsvipinn. Hann nefnir sem dænti þegar borgaryfirvöld létu Bára Westmann og Guðjón Jónatansson. brenna húsin í Engey og nú sé ekki svipur hjá sjón að horfa þangað út. „Eyjan er alveg kollótt á að líta." Alls verptu ellefu fuglategundir i Gróttu síðastliðið vor að sögn Guðjóns og hann segir að það séu alltaf sömu fuglarnir sem verpi í sömu hreiðrin. Bára bætir því við að kollurnar þekki hann orðið og hann geti gengið alveg að þeim og klappað þeim. Guðjón segir að fuglategundum hafi fækkað til muna síðastliðin ár og að ekki hafi sést fuglahreiður síðustu sex Ellefu tegundir fugla verptu í Gróttu Yfirbyggður míðbær Okkur sem búum i austurbæ Reykjavíkur kemur á óvart hve mikið er að gerast i Seltjarnarnesbæ. Margar byggingar hafa risið á síðustu árum eða eru í byggingu, má þar nefna miðbæ Seltjarnarness sem er yfirbyggður með glerþaki. I nágrenni við hann er Byggung búið að reisa 130 íbúðir í sjö 6-8 hæða stórhýsum, en á neðstu hæð- um húsanna eru verslanir og iðnaður. Virðist þetta vera eftirsótt húsnæði. í desember 1985 var vígður fyrsti áfangi kirkju á Seltjarnarnesi en þar hafði þá ekki verið kirkja síðan 1799. Kusu Seltirningar sér prest í apríl 1986, séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Félagslíf Seltirninga virðist vera í miklum blóma, það sýnir fjöldi félaga, klúbba og kóra. Má þar nefna kvenfélag, tafifélag, leikfélag. myndlistar-, Ijómynda-, Lions-. Kiwanis-, Rotary- og Soroptim- istaklúbba, Sclkórinn. barnakór, íþróttafélög og svo mætti lengi telja. Nýlega var þar opnað eitt fullkomnasta stúdíó á landinu. Heilsugæslustöð tók til starfa árið 1982 og þar njóta fiestir Seltirningar og stór hópur úr vesturbæ Reykjavíkur úrvalsþjónustu. Tónlistarskóli og bókasafn eru í nýju húsnæði og vel er séð fyrir íþróttaiðkun, nteðal annars með úrvals sundlaug sem er geysivinsæl bæði hjá heima- mönnum og utanbæjarfólki. Hitaveita Seltjarnarness hefur reynst hið besta fyrirtæki, hún var tekin í notkun árið 1972. Glerþakið í Nýjabæ. Grótta, oriöland fnolaiina 36 VIKAN 25. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.