Vikan - 18.06.1987, Page 37
Kristján, Katrín, Guðrún, Már og Sigurður byrja á léttum upphitunaræfingum.
Málaogtrimmaafkrafti
Laugardagur á Seltjarnarnesi gæti í hugum
flestra verið ósköp venjulegur laugardagur.
Þegar að er gætt kemur í ljós iðandi mannlíf
á Nesinu. Félagslífið blómstrar í ýmsum
myndum. íbúarnir virðast mjög samhentir um
að njóta lífsins í hinu fallega umhverfi. Hefð-
bundnir karlaklúbbar halda fundi þar sem
annars staðar og kvenfélagið er mjög virkt.
Fólk trimmar og málar listaverk. Menningin
verður ekki útundan þótt menningarstarfsemi
kaupstaðarins markist af nálægðinni við
Reykjavík. íbúar Seltjarnarness þurfa að
mestu leyti að sækja leiksýningar, myndlistar-
sýningar og tónlistarviðburði til Reykjavíkur.
Starfandi er þó myndlistarklúbbur sem for-
vitnilegt gæti verið að fræðast um.
„Þessi klúbbur hefur verið starfandi meira
og minna í átján ár og höfum við meðlimirn-
ir mjög góða aðstöðu í Valhúsaskóla. Við
hittumst á laugardögum yfir veturinn og vinn-
ur hver sjálfstætt að sínum verkefnum, hvort
sem það er pastel, vatnslitir eða olía.“
Magnús Valdimarsson, formaður myndlist-
arklúbbsins, hefur starfað með frá byrjun og
sagði hann að Sigurður Kr. Árnason bygg-
ingameistari hefði verið fyrsti kennari hópsins.
„Síðan hafa margir kennarar leiðbeint okkur,
svo sem Jóhannes Geir, Hringur Jóhannes-
son, Rudolf Weissauer og Eggert Guðmunds-
son teiknari. Undanfarna fjóra vetur hefur
Hringur Jóhannesson komið einu sinni í mán-
uði og gagnrýnt okkur. Við teljum okkur
ekki lengur þurfa á beinni kennslu að halda
þar sem flest okkar hafa verið með frá byrj-
un.“
Magnús upplýsti að klúbburinn hefði hald-
ið níu til tíu vorsýningar í Valhúsaskóla. í
fyrra var haldin stór sýning í tilefni af vina-
bæjamóti. Sigurður Sigurðsson setti hana upp
eins og flestar aðrar sýningar.
Frá myndlist í trimmið
Landslagið á Seltjarnarnesi hentar einkar vel
fyrir þá sem vilja hlaupa sér til hressingar.
Landið er flatt og loftið tært meðfram sjónum
þó stundum blási hressilega. En hvað segir
heilsuræktarfólkið?
„Við hittumst þrisvar í viku allt árið um
kring og það fellur aldrei niður tími. Það er
alveg sama hvernig viðrar, stórhríð, rigning
eða skínandi sól.“
Félagar í trimmklúbbnum, sem voru mættir
til leiks við sundlaugina laugardaginn 2. maí,
voru allir sammála um hversu hollt það væri
að trimma.
„Þetta byrjaði allt fyrir tveimur árum. Þá
var haldið trimmnámskeið á vegum ÍSÍ. Jó-
hann Hreiðar læknir kom þá til okkar og
kenndi helstu undirstöðuatriðin. Það er lögð
mikil áhersla á upphitun og að farið sé hægt
og rólega af stað. Síðan hlaupum við um
Nesið. Oft á tíðum er farið út á Suðurnes
og Gróttu og síðan hittumst við aftur fyrir
utan sundlaugina og tökum teygjuæfingar til
að losna við_harðsperrur.“
Sigurður Ásgrímsson hefur verið með frá
upphafi og er greinilega í góðri þjálfun. Hann
hefur tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og
á síðasta ári hljóp hann hálfmaraþon sem er
tuttugu og einn kílómetri.
„Þetta er óformlegur klúbbur og öllum
opinn. Það er enginn formaður og allir jafn-
réttháir. Við höldum að vísu árshátíð og
árshátíðarnefndin er skipuð þeim sem mæta
í heita pottinn hverju sinni eftir trimmið.
Sundlaugin hér á Nesinu er mjög góð og
potturinn frábær. í honum eru öll málefni
klúbbsins rædd á lýðræðislegan hátt og um-
ræður verða oft líflegar eftir að streitan er
rokin út í veður og vind.
Jú, vissulega er fólk misjafnlega á sig kom-
ið og oft á tíðum skilja leiðir. Hver og einn
hefur sína hentisemi með hversu hratt og langt
hann vill hlaupa. í dag hlupum við til dæmis
sjö kílómetra."
Þegar hópurinn hafði lokið hlaupinu blés
fólkið varla úr nös. Skokkið á Seltjarnarnes-
inu á bersýnilega jafnvel við konur sem karla.
En hversu öflugur er trimmklúbburinn?
„Við vorum fimm sem hlupum í dag enda
æt'luðu margir að nota sér góða veðrið og
fara á skíði. Við viljum hvetja sem flesta til
að mæta við sundlaugina og hlaupa rneð okk-
ur. í trimmið eiga allirerindi," sögðu félagarn-
ir fimm og hurfu að vörmu spori ofan í heita
pottinn.
Fundað í bátaskýli
Á suðurhluta eyjunnar er gamalt bát
sem Rotaryklúbburinn á Seltjarnarm
Rotarymenn hafa gert húsið upp og nota sem
fundarstað. Suðvestan við bátaskýlið hefur
Guðjón hengt upp litrík flögg til að laða koll-
una að. Einnig hefur hann komið fyrir dekkjum
sem hann hefur rnálað allavega lit og útbúið
þannig varpstæði fyrir kolluna. Guðjón og
Bára sýndu okkur fyrsta hreiður vorsins, stokk-
andarhreiður.
Dvalarheimili fyrir
aldraða sjómenn?
Síðast var búið í Gróttu fyrir þrettán árum
og bjó þar maður að nafni Albert Jónsson.
Albert bjó einn og hafði umsjón með vitanum.
Guðjón hefur mikinn áhuga á að fá húsin í
Gróttu til umráða og koma þar á fót dvalar-
heimili fyrir aldraða sjómenn. Menn gætu
dvalið þar eina til tvær vikur á sumri og notið
nálægðarinnar við sjóinn, svo ekki sé nú minnst
á kyrrðina sem þar ríkir. Ráðamenn hafa þó
ekki ennþá viljað gefa samþykki sitt. Guðjón
telur að ekki þurfi að kosta svo miklu til því
húsin séu í ágætu ásigkomulagi og allt sé þar
til staðar, svo sem rafmagn og vatn. Þetta mun
ekki hafa áhrif á fuglalífið, segir Guðjón, því
ekki munu svo ntargir dvelja þar í einu og það
sé ekki maðurinn sent fæli fuglinn með nærveru
sinni.
Áður en við kvöddum Guðjón og Báru mátti
Guðjón ekki heyra annað nefnt en að við kæm-
um upp í vitann cg'virtum fyrir okkur útsýnið.
Það var svo sannarlega þess virði að fá að
koma upp í vitann í Gróttu og njóta þess stór-
kostlega útsýnis sem þar er.
ár niilli svokaliaðrar Snoppu og Suðurne:
hafi áður verið hreiður við hreiður. G
vill meina að orsökin sé sú að hingað kon
í auknum mæli til að viðra hunda sína. G
telur að það sé ekki mannfólkið sem fæl
ana heldur séu það hundarnir sent þar eigi
25. TBL VIKAN 37