Vikan


Vikan - 18.06.1987, Page 43

Vikan - 18.06.1987, Page 43
r FOSTURSKOLINN Kæri Póstur! Ég vil endilega biðja þig að gefa ntér upplýs- ingar um Fósturskólann. 1. Þarf maður stúdentspróf til að komast inn í skólann? 2. Hvað lærir maður í Fósturskólanum? 3. Hversu ntörg ár tekur að verða fóstra? 4. Hvar á landinu er þessi skóli? 5. Eru góðir atvinnumöguleikar að loknu námi? Ein sem langar aó verða fóstra. Til þess að komast inn í Fóstnrskó/a íslaitds þarf viðkomandi að hafa lokið tveimur árum í framhaldsskóla eftir 9. hekkjar próf og vera orðinn átján ára. Tungumálakunnálta þarf að vera nokkuð góð, sérstaklega í ensku og í einu Norðurlandamálanna, dönsku, norsku eða sœnsku. Námið tekur þrjú ár og um það bil TIM CURRY Kæri Póstur! Nú verður þú að hjálpa mér því mig vantar svo upplýsingar urn Tim Curry (þann sent lék i The Rocky Horror Picture Show), svo sem hvenær hann er fæddur og hvar, hvar hann býr, í hvaða myndum hann hefur leikið og þá hvenær og svo frantvegis. Með fyrirfram þökk fyrir hjálpina. RNI. Því miður býr Pósturinn ekki yfir neinum upplýsingum um Tim Curry og gat ekki þrált fyrir nokkra leit fundio upplýsingar um hann. Því fer Pósturirin þess á leit við þá lesendur blaðsins sem vita eitthvað um umrœddan mann að þeir skrifi Póstinum og uppfrœói okkur hin um þennan ágata leikara. HRIFIN AF STRÁK Kæri Póstur! Ég á við vandamál að stríða en þannig er að ég er rosalega hrifin af strák. Strákurinn er vinsæll meðal stelpna en ég er feimin og lítið fyrir að láta bera á mér. Ég held að strák- urinn sé líka svolítið feiminn en ekki eins rnikið og ég. Vandamálið er að ég verð að ná í þennan strák, en hvernig á ég að fara að því? Ég hef einu sinni talað við hann en þá var ég full og bullaði eitthvað. Með fyrirfram þökk. Ein að deyja úr ást. Þú ert áreiðanlega ekki súfyrsta og ekki sú síðasta sem gllmir við svipaó vandatmi Hvað þú átt að gera fer nú dálítið ej'tir aðstœðum. Geturþú ekki reynt að láta einhverja sameigin- lega viniykkar koma því til leióar aó þið rœðist við? Þú gœtir þá verið búin aó komast að því á hverju strákurinn hefur mestan áliuga og rœtl um þaó vió hann. Bíómyndir og það sem sýnt er í sjónvarpinu er líka sígilt umneóuefni og flestir hafa einhverjar skoðanir á þeim efn- um. Ef þið eruð stödd á balli getur þú boóió honum upp. Það getur verið erfitt en þaó ger- ist ekkert nema þú gerir eitthvað í málunum sjálf. Hvað varðar feimnina þá erufiestir ungl- ingar sem fimna fyrir feinmi en hún lagast i fiestum tilfellum með aldrinum. Hjá sumum kemur feimni fram í mikilmennskubrjálœði. þeir vilja láta á sér bera og svo framvegis. Aðrir skríða inn í skel sína og eiga Írfitt með að tjá sig við aðra. Feimni stafar yfirleitt qf minnimáttarkennd yfir einhverju sem í augum viðkomandi verður aó risavöxnu vandamáli átn þess aó nokkur ástœða sé til í raun. Þú œttir aó fara i smásjálfsskoðun og alhuga á hverju feimni þín byggist, ef til vill áttu betra með að sœttast við sjálfa þig á eftir. En það sem þú segir um aó strákurinn sé mjög vinsall af stelp- um bendir einmitt til að þig hrjái einhvers konar minnimáttarkenndt út qf.sjálfri þér. Meó því að líta i eigin barm getur þú ef til vill séð hvort nokkur ástceða er til þess og i kjölfar þess oró- ið vogaðri í samskiptum þínum við drauma- prinsinn. GULLHAMSTR- AR Elskulegi Póstur! Mig langar í gæludýr. Ég hef átt fiska og fugla en varð leið á þeim og langar nú ti! að prófa að hafa gullhamstra. Er erfitt að hafa gullhamstra? Borða þeir rnikið? einn þriðji fer fram á barnaheimihmum. I Fóst- urskólanum er mikið lagt upp úr greinum sem tengjast sálar- og uppeldisfrœði. Skólinn er í Reykjavík. Atvinnumöguleikar fóstra eru mjög góðir því stöðugt vantar Jöstrur til starfa. Því œttufáir að ganga um atvinnulausir sem útskrif- ast úr Fósturskólanum. Er maturinn þeirra dýr? Hvað kostar búr fyrir gullhamstra? Gulli gullhamstur Gullliamstrar eru ágætis gæludýr og mjög vinsælir vegna þess hversu gæfirþeir eru. Reynd- ar sofa þeir mestan hluta dagsins en svo hýrnar yfir þeim með kvöldinu. Þeim jjölgar ört og því ráðlegast, efþú ætlar ekki að standa í fjölda- framleiðslu, að kaupa tvo qf sama kyni eða aóeins einn. Gullhamstrar kosta eitthvað í kringum hundrað og fimmtíu krónur og búrin kosta frá tvö þúsund krónum eftir stærð og get'ð. Það veróur aó passa vel aó hqfa búrið lokað, annars geta þeir týnst og þess erti dæmi að þeir týnist inn í liolur og veggi í gömhttn húsum. Líklega er ekki skemmtilegt að heyra í þeim þar endalaust eóa að rífa niður Inis vegna gullhamsturs... Hamstrarnir lifa að meðaltali i þrjú ár. Þeir lifa á fræblötulu semfæst í gæludýraverslunum og kostar hver pakki, sem dugir í um það bil mánuð, sextiu og eina krónu og einnig má gefa þeim grænmeti og epli. A sumrin er svo ágætt að tína jijlablöó og gefa vinunum. Ætli við lát- um þetta ekki nægja um hamstra í bili. FRÁ PÓST- MEISTARANUM Enn vill brenna við að fólk sé að skrifa Póstin- um nafnlaus bréf. Pósturinn hefur fyrir reglu að birta aldrei slík bréf. Ef fólk glímir við vanda- mál, sem það vill fá einhverja lausn á, verður það að láta nafn og heimilisfang fylgja bréfi sínu. Pósturinn birtir hins vegar ekki nöfn þeirra sem skrifa honum, fari fólk fram á það. Næst þegar þið setjist niður og skrifið látið þá nafn og heim- ilisfang fylgja, TAKK. 25. TBL VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.