Vikan - 18.06.1987, Qupperneq 45
Þegar við gáðum betur að, já, hvað
heldurðu? - Lá þá ekki kötturinn
þarna á milli þúfna og svei mér ef
mér fannst hann ekki drepa tittlinga
og glotta framan í mig. En ekki
gafst mér nú tími til frekari hugleið-
inga því sár grátur barst mér til
eyrna svo ég áttaði mig á ný.
Og nú hófst ég handa við að hug-
hreysta þessi litlu kríli sem krupu
þarna hágrátandi yfír kettinum. Já,
það er vissulega sárt þegar góðir
vinir kveðja þetta líf, hvort sem það
eru menn eða dýr. Eftir mikið umtal
og hughreystingarorð tókst mér loks
að koma börnunum í skilning um
að kisi væri nú kominn til Guðs og
liði ábyggilega vel.
Hins vegar varð ekki hjá því kom-
ist að fara með kisa heim og það
kom að sjálfsögðu í minn hlut að
bera líkið. Er heim kom tók lítið
betra við því að áliti barnanna var
óhjákvæmilegt annað en að jarð-
syngja köttinn og það strax. Þar sem
ég var nú búin að fá nóg af þessu
öllu saman og sá fram á að þetta
yrði örugglega endirinn á þessu katt-
armáli öllu ákvað ég að jarða
köttinn í eitt skipti fyrir öll. Ég
skellti því líkinu i garnlar hjólbörur
og skundaði nú heldur vígaleg með
börnin sitt við hvora hlið niður á
lækjarbakkann. Þar hófst ég handa
Umsjón:
Hólmfríður
Benediktsdóttir
af miklum krafti og gróf væna holu
í bakkann.
Börnin stóðu hjá, hljóð og döpur,
og þrátt fyrir allt mitt kattahatur
kenndi ég nú hræðilega í brjósti um
þessi kríli sem voru nú að kveðja
sinn góða vin. Ég tók því köttinn
ofur varlega og lagði hann með
miklum virðuleik í gröfina. Við
kveðjum þig nú, kisi minn, og biðj-
um Guð að passa þig vel, sönglaði
ég hátíðlegri röddu. Síðan sungum
við „ Ó, Jesú bróðir besti“ og að því
loknu mokaði ég hægt og virðulega
yfir köttinn. Já, svona endaði nú líf
kattarins á þessu heimili. Nú er
kominn á gröfína stærðar kross sem
börnin smíðuðu úr gömlum spýtum.
Jæja, þetta læt ég nú duga í bili,
hlakka til að fá bréf frá þér. Bið að
heilsa öllum.
Þín frænka, Silla
Músa-
skokk
Þessartvær myndir
virðast í fljótu bragði
vera eins en við nán-
ari athugun kemur í
Ijós að tíu atriði vant-
ará neðri myndina.
Getur þú fundið
þau?
a TBL VI KA N 4b