Vikan


Vikan - 18.06.1987, Side 47

Vikan - 18.06.1987, Side 47
Þessi urriði veiddist í Kleifarvatni í net í maí og var 14,5 pund. A mynd- inni eru félagar úr veiðiræktarnefnd Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, þeir Jóhann Þórarinsson og Sigurður ívar Sigurðsson. Þegar þessi urriði var settur í vatnið sem seiði úr Laxá í Mývatnssveit voru þeir lika í veiðiræktarnefndinni. Vikumynd Mark M. Jón G. Baldvinsson í hópi friðra kvenna. Heyrt. .heyrt.. .heyrl... Barátta tímarita um stangaveiði er mikil og annað þeirra sem standa í baráttunni, Sportveiðiblaðið, er komið á götuna, 104 síður, og næstum allt í lit. A veiðum er væntan- legt næstu daga og mun þar hafa verið skipt um skipstjóra. Steinar J. Lúðvíksson mun hafa tekið að sér ritstjórn í stað Ólafs Jóhannsson- ar. Veiðimaðurinn stendur fyrir utan þessa baráttu og er þar aðeins einn ritstjóri þessa dagana, eftir að Víglundur Möller lést. Hann skrifaði einhverjar skemmtilegustu forystu- greinar sem skrifaðar hafa verið i stangaveiði- blöð, enda frábær með pennann. Er víst leitað að ritstjóra þessa dagana og við höfum heyrt að Rafn Hafnfjörð verði sá nýi ritstjóri. Bíðum og sjáum til. Það vakti athygli þegar Ingvi Hrafn Jónsson hvarf af sjónvarpinu og kom ekki fram á skján- um svo mánuðum skipti. Hann segir frá þessu í nýjasta Sportveiðiblaðinu og kemur þar fram að hann missti ekki af einni mínútu í veiði. Fékk hann lækna sina til að mæta við Langá og renna um leið og útskrifa sig. Hann veiddi svo víða og Laxá i Aðaldal gaf honum vel af fiski. Ingvi Hrafn segir í niðurlagi greinarinnar: „Að kvöldi 12. ágúst sett- ist ég svo í fréttasætið í sjónvarpinu og las fréttir, rúmum fimm mánuðum eftir að ég tók mér dags- fri frá störfum til að skreppa til læknis en ég missti ekki dag úr veiði." Er það ekki það sem skiptir öllu máli? Við heyrðum að veiðimenn ættu ekki að þurfa að verða bókarlausir um næstu jól þvi tvær bækur eru í smíðum fyrir veiðimenn. Er önnur um ýmislegt sem lýtur að veiði og hin er um ís- lenskar flugur. Höfundar eru þeir sömu og gáfu út stangaveiðihandbókina fyrir nokkrum vikum. . 25. TBL VI KAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.