Vikan - 18.06.1987, Side 55
- Hún var ekki þarna þá, sagði ég. - Þú
varst bara morðóður og ef þú hefðir ekki
hangið á þessum hundi þangað til hann drap
mann hefði verndin þín ekki orðið skíthrædd
og ætlað að framselja þig.
- Ég kann vel við hunda, sagði Dýrlingur-
inn stillilega. - Ég er indælis maður þegar ég
er ekki í vinnunni, en það er hægt að þvæla
mér einum of.
- Heyrðu mig, sagði ég skjótmæltur. - Ef
þú ætlar að spila með mér í þessum leik er
ég með bát hér og ég skal reyna að koma
stelpunni heim áður en þau taka eftir því að
hún skrapp frá. Hvað um þig verður kemur
mér ekkert við. Ég myndi ekki hreyfa frngur
þín vegna, jafnvel þó þú kunnir vel við hunda.
Stúlkan sagði allt í einu með skrækri smá-
stelpurödd:
- Ég vil ekki fara heim! Ég vil ekki fara
heim!
- Eftir ár eða svo þakkarðu mér, hreytti
ég út úr mér.
- Hann hefur rétt fyrir sér, elskan, sagði
Dýrlingurinn. Þú skalt bara hlusta á hann.
Gegnum þögnina á dekkinu heyrðist allt í
einu hurðarskellur. Harkaleg rödd hrópaði:
- Opnið! Það er lögreglan!
Ég hopaði hratt að dyrunum, án þess að
missa augun af Dýrlingnum. Ég talaði yfir
öxlina á mér.
- Er Fulwider þarna?
- Já, rumdi rödd lögreglustjórans.
- Carmady?
- Heyrðu mig, lögreglustjóri. Dýrlingurinn
er hér og hann er til í að gefast upp. Það er
stúlka með honum, þessi sem ég sagði þér
frá. Þú ferð varlega inn, er það ekki?
- Alveg rétt, sagði lögreglustjórinn.
- Opnaðu dyrnar.
Ég sneri lyklinum, stökk yfir klefann og
setti bakið í vegginn við innri dyrnar. Bak við
þær heyrðist að hundurinn var kominn á stjá
og ýlfraði aðeins.
Ytri dyrnar opnuðust. Tveir menn, sem ég
hafði ekki séð áður, komu inn með byssurnar
uppreiddar. Feiti lögreglustjórinn var bak við
þá. Rétt í svip, áður en hann lokaði dyrunum,
sá ég einkennisbúningi áhafnarinnar bregða
fyrir.
Löggurnar tvær stukku á Dýrlinginn,
skelltu honum fram og til baka og settu á
hann handjárn. Síðan drógu þær sig í hlé aft-
ur fyrir lögreglustjórann. Dýrlingurinn glotti
við þeim og blóð vætlaði úr neðri vörinni á
honum.
Fulwider leit á mig, falaðist eftir viðurkenn-
ingu og þvældi vindli í munninum. Enginn
virtist hafa áhuga á stúlkunni.
- Þú ert nú meiri kallinn, Carmady, segir
manni ekkert hvert á að koma, sagði hann í
nöldurtón.
- Ég vissi það ekki, sagði ég. - Ég hélt þar
að auki að það væri fyrir utan þina lögsögu.
- Fari það fjandans til. Við hóuðum á al-
ríkislögguna. Hún er að koma.
Annar lögreglpþjónninn hló. - En ekki of
fljótt, sagði hann ruddalega. - Leggðu frá þér
byssuna, snuðrari.
- Reyndu að láta mig gera það, sagði ég.
Hann lagði af stað en lögreglustjórinn veif-
aðí honum til baka. Hin löggan fylgdist með
Dýrlingnum og horfði ekki á annað.
- Hvernig fannst hann þá? vildi Fulwider
vita.
- Ekki með því að hirða af honum peninga
sem endurgjald fyrir felustað, sagði ég.
Andlitið á Fulwider var svipbrigðalaust.
Hann varð næstum letilegur í röddinni. - Ó,
ó, þú hefur verið að snuðra, sagði hann mjög
ljúflega.
Ég sagði yfir mig hneykslaður: - Hvers
konar auli hélduð þið eiginlega að ég væri?
Litli, hreini bærinn þinn er illa þefjandi. Hann
er frægur, kalkaður grafreitur, griðland fyrir
bófa þar sem gömlu tryllitækin geta lagt sig
til hvílu ef þau borga nógu vel og verða engri
heimablók til ama. Þar geta þau hoppað upp
í hraðbát til Mexíkó ef fer að volgna undir
þeim.
Lögreglustjórinn sagði gætilega: - Nokkuð
fleira?
- Já, hrópaði ég. - Ég er búinn að geyma
þetta handa þér æði lengi. Þú lést dópa mig
þangað til ég var hálfur út úr heiminum og
settir mig í einkafangelsi. Þegar það hélt ekki
varst það þú sem varst með ráðabrugg ásamt
Galbraith og Duncan og til stóð að láta mína
byssu drepa Sundstrand, hjálparkokkinn
þinn, og láta svo kála mér þegar ég sýndi
mótþróa við handtöku. Dýrlingurinn eyði-
lagði samkvæmið og bjargaði lífi mínu. Ékki
að það væri ætlun hans kannski, en hann
gerði það. Þú vissir alltaf hvar litla Snarestelp-
an var. Hún var gift Dýrlingnum og þú ætlaðir
að halda henni fyrir sjálfan þig til að hafa
hemil á honum. Fjandakornið, hvers vegna
heldurðu að ég hafi áttað mig á því að hann
var hér? Það var dálítið sem þú vissir ekki!
Löggan, sem hafði verið að reyna að fá
mig til að beita byssunni, sagði:
- Jæja, stjóri. Best að hafa hraðan á. Þess-
ir alríkis...
Kjálkarnir glömruðu í Fulwider. Andlitið á
honum var grátt og eyrun lágu aftur. Vindill-
inn vó sait í þrútnum munninum á honum.
- Bíddu aðeins, sagði hann með þunga við
manninn við hliðina á sér. Síðan sagði hann
við mig: - Jæja... hvers vegna gafstu mér
upplýsingarnar?
- Til að ná þér á stað sem þú hefur ekki
meiri lögsögu yfir en Billy the Kid, sagði ég,
- og til að athuga hvort þú hefur kjark til að
fremja morð úti á hafi.
Dýrlingurinn hló. Hann blístraði lágt. Sker-
andi vein í dýri svaraði honum. Hurðin við
hliðina á mér þeyttist upp eins og múlasni
hefði sparkað í hana. Stór lögregluhundur
kom gegnum opnar dyrnar í löngu stökki og
hentist yfir klefann þveran. Grár skrokkurinn
á honum snerist í loftinu. Byssuhvellur heyrð-
ist en enginn meiddist.
- Láttu þá hafa það, Voss! hrópaði Dýrl-
ingurinn. - Éttu þá lifandi, drengur!
Klefinn fylltist af púðurreyk. Urrið í hund-
inum blandaðist þungu, hálfkæfðu ópi.
Fulwider og önnur löggan voru á gólfinu og
hundurinn var með kjaftinn á hálsinum á
Fulwider.
Stúlkan öskraði og fleygði sér á grúfu á
koddann. Dýrlingurinn féll ofurhægt af
bekknum og lá á gólfinu. Blóðið rann hægt
í breiðri elfu úr hálsinum á honum.
Löggan, sem var ekki í gólfinu, stökk til
hliðar, féll næstum endilöng á bekkinn hjá
stúlkunni, náði svo jafnvægi og dældi kúlum
í langa, gráa skrokkinn á hundinum - tryll-
ingslega og án þess að reyna að miða.
Löggan í gólfinu ýtti við hundinum. Hund-
urinn beit höndina hérumbil af honum.
Maðurinn æpti. Fótatak heyrðist úti á dekki.
Hróp úti fyrir. Eitthvað sem kitlaði rann nið-
ur andlitið á mér. Ég var skrýtinn í höfðinu
en vissi ekki hvað hafði lent í mér.
Byssan, sem ég var með í hendinni, virtist
heit og stór. Ég skaut hundinn þó mér væri
það þvert um geð. Hundurinn rúllaði af Ful-
wider og ég sá að kúla á flandri hafði borað
sér inn í ennið á stjóranum, milli augnanna,
með þessari yndislegu nákvæmni tilviljunar-
innar.
Gikkurinn á byssunni, sem uppistandandi
löggan var með, klikkaði á tómu skothylkinu.
Hann bölvaði og fór að hlaða hana í ofsa.
Ég snerti blóðið í andlitinu á mér og leit á
það. Það sýndist mjög svart. Ljósið íklefanum
virtist vera að gefa sig.
Skínandi eggin á axarblaði klauf skyndilega
klefahurðina sem skrokkurinn á lögreglustjór-
anum og stynjandi manninum við hliðina á
honum héldu aftur. Ég starði á skínandi
málminn og sá hann hverfa og birtast aftur
á öðrum stað.
Síðan slokknuðu öll ljósin ofurhægt eins og
í leikhúsi rétt áður en tjaldið er dregið upp.
Um leið og varð almyrkvað fann ég sársauka
í höfðinu á mér en ég vissi ekki þá að byssu-
kúla hafði brákað á mér höfuðkúpuna.
Ég rankaði við mér tveim dögum síðar á
sjúkrahúsi. Ég var þar í þrjár vikur. Dýrling-
urinn lifði ekki nógu lengi til að verða hengdur
en nógu lengi til að segja sögu sína. Hann
hlýtur að hafa sagt hana vel því löggan hleypti
frú Jerry' Dýrlings bónda heim til frænku
sinnar.
Um það leyti hafði hæstiréttur fylkisins sak-
fellt helminginn af lögregluliði litlu strand-
borgarinnar. Það var fullt af nýjum andlitum
á ferli í aðsetri lögreglunnar í ráðhúsinu,
heyrði ég. Eitt af þeim átti rauðhaus, leynilög-
reglufulltrúi sem hét Norgard og sagði að
hann skuldaði mér tuttugu og fimm dollara
en hann hefði orðið að nota þá til að kaupa
sér ný föt þegar hann fékk starf sitt aftur.
Hann sagði að hann myndi borga mér þegar
hann fengi útborgað í fyrsta skipti. Ég sagði
að ég myndi reyna að bíða.
Sögulok.
25. TBL VIKAN 55