Vikan


Vikan - 18.06.1987, Qupperneq 56

Vikan - 18.06.1987, Qupperneq 56
S T J Ö R N U S P Á Á SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 21 .-27. JÚNÍ HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Þig langar að sletta úr klaufununr og til þess gefast ýmis færi. Ekki falla allra hugmyndir um siðsamlega hegðun í sama farveg og þínar eru áreiðanlega ekkert lakari en annarra. Njóttu lífsins á þann hátt sem þér hentar og láttu engan segja þér fyrir verkum í þeim efnum. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Talsverð áhætta fylgir fullkominni hreinskilni og því skaltu ekki láta þér bregða þótt ýmsir bregðist illa við og þyki þú nokkuð berorður. Þú ert að breyta til varðandi ýmsar grundvallarlífsvenjur og því fylgir að vinahópurinn breytist en maður kemurímanns stað. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Leggðu við hlustir þegar vinir þínir hafa orð á vandræðum sem þeir eru í. Þú getur orðið að liði en oft er fólk feimið við að leita liðsinnis og nægir þá stundum að hlusta með athygli til að finna hvar skórinn kreppir. Þessa dagana er þitt hlut- verk að örva og hugga. VOGIN24.scpt.-23.okt. Lífsþróttur svellur þér í brjósti og ekki skaltu stemma stigu við ork- unni sem þarfnast útrásar. Þér finnst sennilega rnargt af því sern hefur þjakað þig undanfarið allt í einu hjóm eitt og hégórni og sannar það best að vanlíðan eða vellíðan er oft á tíðum undir hugarfarinu komin. BOGIVIADURINN 24. nóv.-21. dcs. Skýjaborgir setja svip á næstu viku hjá þér. í þér er hugur en eins víst að minna verði úr framkvæmdum að sinni. Þér nýtast þó seinna ýmsar hugdettur sem verða afrakstur þessa draumaskeiðs og í öllu falli er nokk- uð tryggt að þér leiðist ekki rneðan loftkastalarnireru í smíðum. VATNSBERINN 21. jan.-19. fcbr. Þú þarft á rósemi og sjálfsstjórn að halda í næstu viku. Ekki er svo að skilja að líkur séu á að þú lendir í stórvægilegum þrengingunr, þessir gullvægu eiginleikar eru einfaldlega þinn lykill að velgengni þessa dagana og gera þér kleift að njóta þín við mismunandi aðstæður. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Þótt allt virðist ætla úr skorðum hjá þér eru föstu punktarnir nægilega margir og öflugir til að halda skút- unni á réttunr kili. Þú getur vel leyft þér að slaka á og skemmta þér við allt það óvænta senr fyrir ber og síst skaltu vanmeta þá aðdáun sem þú verður aðnjótandi. KRABBINN 22. júní-23. júlí Stundum verða hlutirnir að hafa sinn gang og þá þýðir ekki að berja höfðinu við steininn. Hvað hefur sinn tíma og sumt af því senr þér finnst tímabært má af ýmsurn ástæð- urn dragast. Kannski hefðirðu gott af að endurmeta mikilvægi ýrnissa hlutaíróognæði. IV1E Y J AN 24. ágúst-23. sept. Þú ættir að sinna fjölskyldumálun- urn af alvöru og alúð. Heima eru ýmis viðfangsefni sem þú hefur ánægju af ef þú leggur nægilega rækt við þau. Jafnframt eru þau ekki síð- ur þörf en hin sem meiri viðurkenn- ingar njóta og snúa að starfsferli og frama út á við. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Allt er breytingum undirorpið og nú virðast áætlanir þínar ekki lengur ganga upp. Gakktu úr skugga unr að allt standist hafirðu lagt drög að ferðalagi en reyndu ekki að gína yfir of nriklu. Þótt ekki fari allt eins og til stendur hlotnast þér sitthvað spennandi f staðinn. STEINGEITIN 22. des.-20. jan. Vantreystu ekki fólki að óreyndu. Það er sanngjarnt að hver fái sín tækifæri og eilíf tortryggni gerir þér og öðrum lífið leitt. Fetaðu þá braut, sem þú hefur markað þér, hægt en örugglega og þá munu hindranirnar, sem óneitanlega láta á sér kræla, ekki reynast óyfirstíganlegar. FISKARNIR 20. fcbr.-20. mars Þú kemur bæði sjálfum þér og öðr- unr á óvart með töktum sem enginn hélt að þú ættir til. Skemmtu þér vel, þetta er allt í góðu, en láttu þér ekki yfirsjást gullið tækifæri til að lífga upp á tilveruna til franrbúðar, hvort sem það nú birtist á vinnustað eða á heimavígstöðvunum. í þessu blaði og þeirn næstu verður krabbinn viðfangsefnið. Breytilegt skapferli er meðal þess sem einkennir hann og á skiptast skin og skúrir; veðrabrigði eru snögg í sálartetri krabb- ans. Mörgurn þykir hann nrislyndur en glaðværðin er smitandi, skopskynið þroskað og kímnin grunduð. Ekki fer á milli rnála þegar hann er í slærnu skapi, þá er hann dapur og niður- dreginn en hann felur gjarnan angisl og ótta undir yfirborði kaldhæðni. Skopskynið verður krabbanum þó oft til bjargar og hans leið til að þola erfiðleika er að koma auga á hið bros- lega við þá. Hann erauðsærður, viðkvæmur og skamrnt á rnilli hláturs og gráts. Ekki ber krabbinn þó tilfinningar sínar á torg. kýs að fara í felur nreð erfi^leika en þarfnast meiri unrhyggju og ástúðar en hann gefur til kynna. Frjótt imyndun- arafl og hugmyndaflugeinkenna hann. Hann er ennfrenrur langrækinn, erfir misgjörðir við fólk í það óendanlega en dreg- ur sírta lærdóma afþvi senr fyrir hann kenrur. Brennt barn forðast eldinn á vel við krabbann. Hann er áhugasamur um fortíðina og veikur fyrir stónnennum sögunnar. K.rabbinn er vinsæll trúnaðarvinur, sýnir vinum sínum áhuga og velvild og telur ekki eftir sér að liðsinna þeim en er dulur á eigin til- finningar. Fái krabbinn augastað á einhverju eftirsóknarverðu gengur hann ekki beint til verks heldur nálgast nrarkið með eigin aðferðum og oft eftir krókaleiðum. Hann er ekki gefinn fyrir að fara ótroðnar slóðir, vill gjarna nýta reynslu an.narra og þekkingu. Krabbinn vill hafa sitt á þurru, vill vera vel birg- ur. Hann óttast rnistök, tekur sjaldan áhættu og treystir ekki á heppni. Þeir senr fæddir eru í krabbamerkinu eru tilfinninga- næmir, hættirjafnvel til ímyndunarveiki, skríða í skel sína þegar eitthvað bjátar á og er það þeirra vörn. 56 VI K A N 25. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.