Vikan


Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 19

Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 19
gerist heldur það rórra áfram að rannsaka umhverfi sitt með marglitu plastinu og alla- vega litu dóti sem gægist upp á milli, hólar og dalir og djúpar gryfjur þar sem hey er að mygla til moldar sem liggur þar hjá og sviðs- myndin, sjór og fjall og fell og eyja í grænum og bláum litum og hlýtur að vera úr öðru leikriti. Á eina hönd er hvítmáluð verksmiðja sem lætur hvorki uppi hvað hún framleiðir né hversu mikið og ógrynni af brotajárni sem enginn vill endurnýta. Við sáralítinn skúr sitja tvær manneskjur og ræða grein sem birtist í síðdegisblaði borg- arinnar um urðun kjöts og tekjur starfsmanna hauganna af sölu kjötsins og eru reiðar slíkri haugalygi, slikt er óframkvæmanlegt fyrir matvælaeftirlitinu sem eitt hefur leyfi til að segja sturta. Á meðan sveima mávarnir yfír og leita að fengsælasta lendingarstaðnum og alls kyns lyktir sveima um loftin, súrmjólkur- stækja og ókennileg sterkjukennd sambands- lykt ólíkra afurða nei heyrðu mig. Nú segi ég stopp. Hvurslags skrif eru þetta á rándýran mig, öskuhaugastemning í miðri viku, til hvers? Hvern langar að fræðast um tilvist og líðan rusls á haugum? Viltu ekki alveg eins eltast um skolpræsi borgarinnar með míkró- myndavél? Væri ekki nær að taka fyrir einhverja samfélagsgagnrýni, eitthvað sem all- ir hafa gagn og um leið gaman af, umhverfís- mál, viðtöl við pólitíkusa eða fjölmiðlafólk, einkaviðtal við eyðnisjúkling, kynferðislegt ofbeldi á börnum eða eitthvað þess háttar? Þeir sem skrifa á opinberum vettvangi hafa skyldur og ábyrgð gagnvart samfélaginu öllu, að bera ekki á borð hvers kyns lágmenning- arrusl... En Victor, hvað meinarðu eiginlega? Er það tilgangurinn sem þú sérð, samfélags- gagnrýni? Gott og vel, en þú spyrð ekki einu sinni að því hvers vegna ég vel mér efni sem þetta eða hver tilgangurinn með því sé. Allir fjölmiðlar eru uppfullir af þessu sem þú nefnd- ir, tilgangslausum viðtölum hver við annan sem að auki eru innihaldslaus með öllu, þess á milli stingandi á kýlum þjóðfélagsins sem allir vita af og eru fyrir löngu búnir að bíta í skottið á sér með margsögu, allir saman. Frásagnir af misfrægu fólki heima og erlend- is, fámenniskreppan leiðir af sér endurtekn- ingar og klifanir, hvað vill fólk lesa? Hvað vill fólk sjá? Ætlar þú að fara að tala fyrir fólkið, segja því hvað það vill? Viltu ekki láta þér nægja að tala um sjálfan þig og láta aðra í friði? I alvöru talað, hver hefur áhuga á að frétta um afdrif notaðra plastumbúða um malakoffsneiðar? Fyrirgefíð þið báðir en ég verð að fá að skjóta inn í, ég get ekki verið annað en þakk- látt fyrir þessa grein, mér hefur aldrei áður verið veitt önnur eins athygli, jafnvel þó ég hafi leikið í auglýsingu ss með pylsum, ham- borgurum, hangikjötslæri og einhverju fleiru. Því skyldi þjóðin ekki frétta af okkur eilífð- arplöstunum hér á haugunum sem enginn kærir sig um? Það er alltaf verið að skrifa eitthvað fallegt um ykkur tölvur, en við gerum líka gagn. Erum við komin út á einhvern til- finningabasís? Auðvitað erum við tölvur merkilegri en plastumbúðir utan af matvæl- um. Nei. Heyrið þið mig bæði, leyfið mér að útskýra svolítið. Kannski vel ég einmitt þetta efni út af því sem þú nefndir áðan, Victor, samfélags- gagnrýninni. Eg er hins vegar að reyna að finna einhvern nýjan flöt, nýja nálgun að fólki. Þetta hraðskreiða upplýsingaþjóðfélag nútímans er uppfullt af beinni umfjöllun um sjálft sig og mötunin svo gífurleg að enginn virðist lengur hafa tíma, þörf og nennu til að hugsa dýpra en rétt undir yfirborðið. Byrjaðu ekki að predika. Ég er ekkert að því, bíddu. Ég er einmitt að koma að kjarnanum. Með því að hafna hefðbundnu tímaritsefni og með því að velja nýja frásagnaraðferð, brjóta upp viðteknar venjur, með því mótmæli ég og gagnrýni. Með því að hafna veruleikanum brýtur maður hann upp til gagnrýni. Þar fyr- ir utan veitir slík höfnun manni ótakmarkað frelsi. Tölvur breytast í persónur og byrja að rífast, plastumbúðir utan af malakoffi eignast tilfinningar og tilvist óháð hlutverki, mögu- leikarnir eru óteljandi. í þessari grein tek ég fyrir ofurhversdagslegan hlut og geri hann framandi, geri hið venjulega óvenjulegt og leysi með því upp allar reglur um hvað má og hvað má ekki, ha Sigga. Tilgangurinn er að fá lesendur til að hugsa öðruvísi og lengra en fram yfir venjubundnar hvunndagsþarfirn- ar, benda á nýtt sjónafhorn. Allt sem virðist vera er ekki allt sem er, víðátturnar eru hið innra. Þórbergur kallaði þetta að kjassa fólk til að hugsa. 30. TBL VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.