Vikan


Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 13

Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 13
Gerdabók illvirkjanna Fræðimenn hafa grafið misjafnlega djúpt eftir rótum leyni- lögreglusagnanna en almennt er viðurkennt að þær hefjist til vegs sem sérstök bókmenntagrein fyrir um það bil hálfri ann- arri öld. Bandaríski rithöfundurinn Edgar Allan Poe er oftast nefndur í þessu sambandi en áður en vikið verður að sögum hans er rétt að fara nokkrum orðum um ýmist efni sem á undan kom og þá fyrst flokk enskra rita sem kallaður er New- gate annálarnir. Um langt skeið höfðu játningar og andlátsorð glæpamanna verið efniviður fréttablaða og bæklinga í Bretlandi en árið 1776 tók prestur í Newgate fangelsinu í London sig til og safn- aði efni af þessu tagi í fjögra binda bók. Maðurinn hét John Villette en hann hafði í gegnum starf sitt komist í kynni við fjölbreyttan hóp óyndismanna. Annálarnir, eða Gerðabók ill- virkjanna eins og þeir voru einnig nefndir, greindu í máli og myndum frá hroðalegum glæpaverkum Newgate fanganna. Bækur Villette voru nokkuð dýrar fyrir almenning þannig að í kjölfarið fylgdi útgáfa á ódýrum vikublöðum þar sem venjulega var greint frá einum Newgate glæp í hverju hefti. Eftir því sem á leið hikuðu óprúttnir skrásetjarar þessara frá- sagna ekki við að skálda upp hroðaleg glæpaverk þegar þeim þótti veruleikinn of bragðdauf uppspretta. Á fyrstu áratugum nítjándu aldar voru gefnar út að minnsta kosti þrjár bækur í svipuðum dúr og annálar ViIIette. Allt þetta sannsögulega efni hafði síðan áhrif á ýmsa skáldsagnahöfunda samtímans. Þeir fengu hugmyndir og jafnvel heilu söguþræðina í glæpa- og hryllingssögur úr annálunum og surnir gengu svo langt að gera raunverulega illvirkja á borð við Dick Turpin og Jack Shepherd að söguhetjum i skáldverkum sín'um. Myndskreytingar í þessurn fyrstu glæpasögum voru, rétt eins og frásagnirnar sjálfar, sumar æði svæsnar. Teiknararnir hik- uðu ekki við að sýna morðingja að störfum, jafnvel höggvandi hálfnakið fórnarlamb í búta þannig að höfuðið vantar og hálfur fótleggur liggur á gólfinu. þlestar myndirnar eru öllu hóglegri en þó hlaðnar spennu; á mörgum þeirra mundar morðinginn morðvopnið en fórnarlambið bíður dauðans með angistarsvip. Æviminningar leyitilöggu Fingrafarasérfræðingar bókmenntasögunnar hafa næst New- gatc annálunum borið kennsl á Eugene Francois Vidocq sem áhrifavald í þróun leynilögreglusagnanna. Vidocq þessi varfransk- ur að ætterni og varð frægur fyrir æviminningar sínar, Mémoires, sem út komu í París 1827 og voru síðar þvddar á ensku. Þar greindi liann IVá ferli sínum sem vasaþjófurog bófaforingi en síðar hvernig hann gekk í lögregluna og náði góðum árangri í baráttu við franska undirheimalýðinn. Ljóst þykir að Vidocq skáldaði víða í eyðurnar í frásögn sinni og því vilja sumirganga svo langt að titla hann upphalsmann lcynilögreglusagnanna. Bók hans naut í það minnsta gífurlegra vinsælda og hafði mikil áhrif á seinni tíma höfunda víðsvegar um heim, þará meðal Poe. Augljósust voru áhrif Vidocqs þó á landa hans, Emilc Gahoriau, scm upp úr miöri öldinni skapaði leynilögreglumanninn Monsieur Lecoq á grundvelli lesturs á æviminningum ýmissa frægra franskra lögreglumanna. Sama ár og Mémoires konvút í Paris sendi breskur útgef- andi frá sér bók sem á frummálinu nefnisl Scenes in the Lil’e of a Bow Street Runner. Sagan er í skáldlegum búningi en á þó að vera aðefninu til sönn. Hún Ijallar um nokkur sakamál sem hópur löglræðinga,er kallaöi sigThe Bow Street Runn- ers, lcysir á lársælan hátt. Þessir lögfræöingar höfðu starfað við rétlinn í Bow Slreet í London l’rá því á átjándu öld og fengist viö Ijölbreyltan hóp glæpamála. Höfundur þessarar bókar kallaði sig Riehmond og látl meira um liann vitað. I lann á cngu að síöur heiðurinn afelsta leynilögreglusafninu sem vilað er um á enska tungu. I kjöllar Richmonds geystust lleiri lögreglumenn fram á rit- Myndaröð úr enskri útgáfu af minningum Vidocqs frá 1841. Þjófnaður Vidocqs úr verslun föður hans veldur þvi að honum er stungið í steininn. Þaðan reyn- ir hann að fiýja nakinn en árangurslaust. Næstu tvær myndir sýna hvar hann kemst naumlega undan armi laganna, fyrst úr vændishúsi en siðan dulbúinn sem vörður. Hann gengur síðan í iið með lögreglunni þar sem honum tekst meðal annars að handsama falsara á flótta og vinna gegn undirheimalýð Parísarborgar, sem hann þekkir öðrum betur vegna vafasamrar fortíðar sinnar. Fyrsta myndin af forvera Sherlock Holmes, Aguste Dupin, sem Edgar Allan Poe leiddi fram á sögusviðið í þremur smásögum um miðja síðustu öld. Dup- in, íhugull áhugamaður um glæparannsóknir, hlustar á lögreglufulltrúann sem glimir við morðgátuna i The Mystery of Marie Roget. Dupin endurmetur mála- vexti og leysir gátuna án þess að hreyfa sig spönn frá rassi. Myndin er úr Clarke Beeton útgáfunni 1851. 30. TBL VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.