Vikan


Vikan - 23.07.1987, Page 13

Vikan - 23.07.1987, Page 13
Gerdabók illvirkjanna Fræðimenn hafa grafið misjafnlega djúpt eftir rótum leyni- lögreglusagnanna en almennt er viðurkennt að þær hefjist til vegs sem sérstök bókmenntagrein fyrir um það bil hálfri ann- arri öld. Bandaríski rithöfundurinn Edgar Allan Poe er oftast nefndur í þessu sambandi en áður en vikið verður að sögum hans er rétt að fara nokkrum orðum um ýmist efni sem á undan kom og þá fyrst flokk enskra rita sem kallaður er New- gate annálarnir. Um langt skeið höfðu játningar og andlátsorð glæpamanna verið efniviður fréttablaða og bæklinga í Bretlandi en árið 1776 tók prestur í Newgate fangelsinu í London sig til og safn- aði efni af þessu tagi í fjögra binda bók. Maðurinn hét John Villette en hann hafði í gegnum starf sitt komist í kynni við fjölbreyttan hóp óyndismanna. Annálarnir, eða Gerðabók ill- virkjanna eins og þeir voru einnig nefndir, greindu í máli og myndum frá hroðalegum glæpaverkum Newgate fanganna. Bækur Villette voru nokkuð dýrar fyrir almenning þannig að í kjölfarið fylgdi útgáfa á ódýrum vikublöðum þar sem venjulega var greint frá einum Newgate glæp í hverju hefti. Eftir því sem á leið hikuðu óprúttnir skrásetjarar þessara frá- sagna ekki við að skálda upp hroðaleg glæpaverk þegar þeim þótti veruleikinn of bragðdauf uppspretta. Á fyrstu áratugum nítjándu aldar voru gefnar út að minnsta kosti þrjár bækur í svipuðum dúr og annálar ViIIette. Allt þetta sannsögulega efni hafði síðan áhrif á ýmsa skáldsagnahöfunda samtímans. Þeir fengu hugmyndir og jafnvel heilu söguþræðina í glæpa- og hryllingssögur úr annálunum og surnir gengu svo langt að gera raunverulega illvirkja á borð við Dick Turpin og Jack Shepherd að söguhetjum i skáldverkum sín'um. Myndskreytingar í þessurn fyrstu glæpasögum voru, rétt eins og frásagnirnar sjálfar, sumar æði svæsnar. Teiknararnir hik- uðu ekki við að sýna morðingja að störfum, jafnvel höggvandi hálfnakið fórnarlamb í búta þannig að höfuðið vantar og hálfur fótleggur liggur á gólfinu. þlestar myndirnar eru öllu hóglegri en þó hlaðnar spennu; á mörgum þeirra mundar morðinginn morðvopnið en fórnarlambið bíður dauðans með angistarsvip. Æviminningar leyitilöggu Fingrafarasérfræðingar bókmenntasögunnar hafa næst New- gatc annálunum borið kennsl á Eugene Francois Vidocq sem áhrifavald í þróun leynilögreglusagnanna. Vidocq þessi varfransk- ur að ætterni og varð frægur fyrir æviminningar sínar, Mémoires, sem út komu í París 1827 og voru síðar þvddar á ensku. Þar greindi liann IVá ferli sínum sem vasaþjófurog bófaforingi en síðar hvernig hann gekk í lögregluna og náði góðum árangri í baráttu við franska undirheimalýðinn. Ljóst þykir að Vidocq skáldaði víða í eyðurnar í frásögn sinni og því vilja sumirganga svo langt að titla hann upphalsmann lcynilögreglusagnanna. Bók hans naut í það minnsta gífurlegra vinsælda og hafði mikil áhrif á seinni tíma höfunda víðsvegar um heim, þará meðal Poe. Augljósust voru áhrif Vidocqs þó á landa hans, Emilc Gahoriau, scm upp úr miöri öldinni skapaði leynilögreglumanninn Monsieur Lecoq á grundvelli lesturs á æviminningum ýmissa frægra franskra lögreglumanna. Sama ár og Mémoires konvút í Paris sendi breskur útgef- andi frá sér bók sem á frummálinu nefnisl Scenes in the Lil’e of a Bow Street Runner. Sagan er í skáldlegum búningi en á þó að vera aðefninu til sönn. Hún Ijallar um nokkur sakamál sem hópur löglræðinga,er kallaöi sigThe Bow Street Runn- ers, lcysir á lársælan hátt. Þessir lögfræöingar höfðu starfað við rétlinn í Bow Slreet í London l’rá því á átjándu öld og fengist viö Ijölbreyltan hóp glæpamála. Höfundur þessarar bókar kallaði sig Riehmond og látl meira um liann vitað. I lann á cngu að síöur heiðurinn afelsta leynilögreglusafninu sem vilað er um á enska tungu. I kjöllar Richmonds geystust lleiri lögreglumenn fram á rit- Myndaröð úr enskri útgáfu af minningum Vidocqs frá 1841. Þjófnaður Vidocqs úr verslun föður hans veldur þvi að honum er stungið í steininn. Þaðan reyn- ir hann að fiýja nakinn en árangurslaust. Næstu tvær myndir sýna hvar hann kemst naumlega undan armi laganna, fyrst úr vændishúsi en siðan dulbúinn sem vörður. Hann gengur síðan í iið með lögreglunni þar sem honum tekst meðal annars að handsama falsara á flótta og vinna gegn undirheimalýð Parísarborgar, sem hann þekkir öðrum betur vegna vafasamrar fortíðar sinnar. Fyrsta myndin af forvera Sherlock Holmes, Aguste Dupin, sem Edgar Allan Poe leiddi fram á sögusviðið í þremur smásögum um miðja síðustu öld. Dup- in, íhugull áhugamaður um glæparannsóknir, hlustar á lögreglufulltrúann sem glimir við morðgátuna i The Mystery of Marie Roget. Dupin endurmetur mála- vexti og leysir gátuna án þess að hreyfa sig spönn frá rassi. Myndin er úr Clarke Beeton útgáfunni 1851. 30. TBL VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.