Vikan


Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 47

Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 47
Simply Red var ein af þeim hljómsveitum sem sóttu okkur heim á síðustu listahátíð. Þá var hún frekar lítið nafn í poppheim- inum, hafði þó komið laginu Holding back the Years á topp- inn í nokkrum löndum. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að enginn hafi orðið svikinn af tón- leikum þeirra félaga, heldur þvert á móti. Eftir tónleikana hér á landi fylgdust margir með því hvemig hljómsveit þessi lagði heiminn smám saman að fótum sér. í dag er hún með virtari nöfnum í poppheiminum og á miklum vinsældum að fagna. Höfuðpaurínn í þessari sveit er söngvarinn og hann heitir Mick Hucknall en auk hans eru í sveitinni Tim Kellett, Chris Joyce, Tony Bowers, Sylvan Richardson og Fritz Mclntyre. Mick er fæddur í Manchester þann 8. júní 1960 og er því 27 ára. Faðir hans var rakari en móður sína þekkti hann aldrei því hún yfirgaf þá feðga þegar Mick var aðeins tveggja ára. Faðir hans þurfti að vinna fyrir þeim svo að í upphafí var hann í umsjá frænku sinnar sem hét Nellie en sú átti Ijórar nær upp- komnar dætur. Éftir að hafa verið í hennar umsjá’í smátíma tók elsta dóttir hennar við og svo framvegis þar til yngsta systirin var búin að sjá um hann í nokk- um tíma en þá var Mick litli orðinn ellefu ára svo að hann gat farið að sjá um sig sjálfur eftir að hann kom heim úr skóla. Áhugi hans á tónlist kom mjög snemma fram. Frænka hans, Sheila, segir að hann hafi strax um fimm eða sex ára aldur sýnt mikinn áhuga á tónlist (sérstak- lega Bítlunum) og hafi látið spila mikið af plötum fyrir sig og hafi þá sungið hástöfum með. Þegar hann náði átta ára aldrinum fór hann að kaupa sér tónlistarblöð sem birtu textana að lögunum svo nú átti hann auðveldara með að syngja með. Fyrsta hljómsveit Hucknalls, sem sögur fara af, varð til í pönk- bylgjunni margfrægu. Sú hét The Frantic Elevators. Hún fékk fyr- ir tilviljun tækifæri til að spila á tónleikum með einhverjum öðr- um hljómsveitum sem engar sögur fara af. Það var maður að nafni Elliot Rashman sem bókaði hljómsveitina þar án þess að hafa nokkum tímann heyrt í henni, honum var bara bent á þá félaga þegar hann var að leita að hljómsveit inn í dagskrána. Rashman þessi mætti á þessa tónleika þar sem honum lék for- vitni á að heyra í þessari hljóm- sveit sem hann hafði bókað án þess að hafa áður heyrt minnst á hana. Hann heillaðist af rödd söngvara þessarar sveitar og á- kvað að hann skyldi koma þessari rödd á framfæri við heimsbyggðina. Farið var af stað að leita að öðmm meðlimum í hljómsveit með Mick og þá komu í leitimar þeir Tim, Chris, Tony og Fritz. Þannig tóku þeir plötuna upphaflega upp. Þegar þeir vom að hlusta á upptökum- ar fannst þeim vanta eitthvað. Þá kynnti Fritz fyrir þeim ungan gítarleikara, Sylvan Richardson. Hann spilaði í fyrsta skipti fyrir þá félaga þann L júní 1985 og þann 15. júní 1985 hafði hann spilað á sínum fyrstu tónleikum með þeim og endurgert flest lög- in á fyrstu breiðskífu þeirra félaga, Picture Book. Af henni náðu nokkur lög vinsældum en ekkert í líkingu við Holding Back the Years sem fór á topp vinsældalista víðs vegar í heimin- um og í Hollandi sat það í hvorki meira né minna en þrett- án vikur á toppi vinsældalistans og breiðskífan seldist stórvel. Af henni varð fyrst vinsælt lagið Money’s too Tight to Mention, Come to My Aid, þá kom Hold- ing back the Years og loks hið stórgóða lag, Jericho. Eftir þessa fyrstu plötu sína fóm þeir í tón- leikaferðalag sem innihélt viðkomu á Fróni, síðan snem þeir sér að gerð næstu breið- skífu, Men and Women. Af þeirri breiðskífu hafa náð sér- stökum vinsældum lögin The Right Thing og Infidelity. Ástæðan fyrir nafninu á hljóm- sveitinni er hárið á Mick, hann er með þykkan lubba sem er ein- faldlega rauður. Þegar þeir komu fram fyrst var því haldið fram að tónlist þeirra kæmist ekki hálfkvisti við soul- tónlist blökkumanna, það var ekki fyrr en sjálfur James Brown hafði farið hrósyrðum um tónlist þeirra félaga sem hún var metin að verðleikum. í Simply Red eru: Chris Joyce, trommuleikari. Tony Bowers, bassaleikari. Fritz Mclntyre, hljómborðsleik- ari. Sylvan Richardson, gítarleikari. Mick Hucknall, söngvari. Tim Kellett, trompet- og synthe- sizerleikari. Breiðskífur: Picture Book. Men and Women. Umsjón: Helga Margrét Reykdal 30. TBL VIKAN 47 b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.