Vikan


Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 29

Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 29
Vikan og tílveran Síðdegisskurir Á mánudegj í aprílrigningu sit ég inni í eldhúsi, bíðandi þess að ekkert sérstakt gerist og nenni ekki neinu. Rigningin lemur gluggann skáhallt utan eins og hún vilji komast úr kuldanum í raka innistemningu síðdegisins þar sem allt jaðrar við að vera sveitt. Það er móða á gluggunum innanverðum því á eldavélinni sýður nætursaltað ýsuflak í djúpum potti og engin vifta er yfir til að gleypa gufuna. Ég er með þéttan höfuðverk, örlítið meiri við hægra gagnaugað en það vinstra, og er búinn að leggja á borð og hnífapörin snúa vitlaust á einum stað og glymja því ég nenni ekki að setja dúk á borðið. Kartöflumar bíða í sjóðheitri kös í djúpum potti, ég á eftir að hella vatninu af þeim, sumar em fam- ar að spíra. Ég geispa og byija að skræla með hníf sem er ekki góður til þess að skræla með. Kartaflan er svo heit að ég læt stöð- ugt fmssa úr kalda krananum þó pakkningin sé biluð og sting kartöflunni og puttunum við og við undir bununa. Það gusast upp úr ýsupottinum og hávært hviss heyrist þegar hvít fiskfroða dansar hættulega liringi um plötuna. Eg fiýti mér að ná í borð- tuskuna sem ælti að vera komin í þvott og strýk henni umhyerfis plötuna sem potturinn þekur, tuskan hitnar hættulega hratt. í illa slilltu útvarpsviðtækinu er kona að lesa veðurfréttir og essin heyr- ast óeðlilega mikið: Kvígindiszsdalur szsuðszsuðveszstan szsjö vindszstig, szskúrir á szsíðuszstu klukkuszstund, szskyggni fjórir kílómetrar. Höfuðverkurinn hefur ágerst og ég er enn að skræla kartöflur þegar klukkan í útvarpinu slær sjö löng, þung högg og ég legg' frá mér síðustu kartöfluna og geng út að glugganum og strýk hendinni eftir kaldri móðunni og er við að missa meðvitund þeg- ar ég uppgötva að þessi hversdagsstemning er svo venjuleg að hún er orðin að dýrmætri reynslu. Ég bjarga mér frá óminni með því að sækja minningu í bank- ann frá fyrri tíð þegar ég lá á laugardegi á maganum löngu eftir hádegi í sófa með málverki yfir og tveim lömpum lil sitt hvorrar hliðar og mamma ryksugaði hringi inn yfir þröskuld stofunnar á háværum Nílarfiskinum og ég nennti ekki neinu því úti var rign- ing og ekkert að gera nema bíða þess að íþróttaþátturinn hæfist þrátt fyrir að ekkert væri í honum sem mig langaði virkilega að horfa á. Ég hnita mynstur gólfteppisins í stofunni sem tekið er að mást á blettum með vísifingri vinstri handar sem lafir út af sófanum og ropa skyri og ijóma síðan úr hádeginu með óþægi- legri king oskar blöndu af normalbrauði og bið mömmu að lækka í útvarpinu svo ég fái heyrt í Nílarfiskinum fyrir nunnunni syngj- andi „all kinds of everything, reminds me of you" og ég er við að fá léttan höfuðverk þegar undarleg minning frá bamsárunum ry'ðst inn í líf mitt, þegar ég uppi á róluvelli rólaði af því að ég hafði engan til að vega salt við því Kristinn þurfti að heimsækja frænku sína en svo hætti ég að róla og sest við rólustöngina í mölina og horfi ekkert sérstakt því mér er mál að kúka og nenni ekki heim því þá fæ ég ekki að fara út aftur fyrir kvöldmat. Ég set þá löppina þannig að ég kúki ekki á mig og bíð og hlusta á umhverfið og öll hljóð verða nærgöngulli og það blæs léttilega þegar byijar að rigna en það gerir ekkert til því ég er í nýja anor- akknum og stígvélum með flottri rönd og smellu og ég heyri í fjarska þegar dyr á stómm sendibíl lokast fyrir aftan búðina sem mamma fer alltaf í en selur ekki góða kókómaltið sem ég fæ allt- af heima hjá Kristni. Þegar kúkurinn er hættur að rembast til að komast út stend ég upp og rölti niður í sundið á leið heim í kvöldmat þegar tveir stórir strákar á kopperhjólum skransa rétt framhjá og ég er kominn með léttan höfuðverk og það er mánu- dagur og ég er viss um að það er nætursöltuð ýsa með floti og kartöflum í matinn en ekki til dæmis pylsur í brauði með tómat og sinnepi. Ég teygi mig upp í dyrabjölluna og hef þannig léttari aðgang inn í sveitta innistemninguna en rigningin sem lemur rúð- umar skáhallt utan, án árangurs þegar ég sest við sífellt sama eldhúsborðið. Texti og mynd: Freyr Þormóðsson 30. TBL VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.