Vikan


Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 36

Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 36
Ólafur ásamt konu sinni og fjórum börnum á heimili þeirra hjóna í Kúrlandinu. Talið frá vinstri: Kristin, kona Ólafs, Sólveig Þórarinsdóttir, Már Mixa, Ólafur, Katrin Júlía Ólafsdóttir (hún haröneitar aö kalla sig Mixa) og Rannveig Þórarinsdóttir. er falleg borg, hún er lífsglöð og miðstöð mennta og listar. Ég var nú í einstakri aðstöðu þama,“ bætir hann við. „Seinni kona föður míns var vel þekkt óperusöngkona og ég fékk tækifæri tii þess að sjá nánast flest verk sem Múnchenaróperan uppfærði á þessu tímabili." - Þú talar um að Múnchen hafi verið lífsglöð borg. Varðstu ekki var við þann aga og þá stífni sem margir telja einkenna þýskt þjóðfélag? „Nei,“ segir Olafur, „Bæjaramir vom ósköp afslappaðir og mjög lífsglaðir. Mér fannst þeir stöðugt vera að halda upp á eitthvað. Ég hafði ím>ndað mér samfélag í líkingu við það sem þú lýstir en fór bráðlega að velta þvi fyrir mér hvem- ig stæði á því að alltaf var verið að tala um þessa vinnusömu Þjóðveija; þeir sem vom sífellt að skemmta sér.“ Ólafur heldur áfram: „Bæjaramir byija veislu- höldin þann I. janúar þegar þeir fagna nýju ári og svo em þeir bara meira og ininna að fagna einhverju eða halda upp á eitthvað fram til 31. desember.“ Ég bið hann um að segja svolítið nánar frá öllum þessum fagnaði. „Nú, fyrst er það nýárið og síðan kjötkveðjan sem hefst snemma í janúar. A þýsku heitir hún Fasling sem er skylt íslenska orðinu fasta. Þetta er heljartöm, hvorki meira né minna en sex vikur, og lýkur á sprengidag. Það em stöðug læti, hopp og híarí í ixirginni þessar vikur og nær fögnuðurinn há- marki dagana fyrir sprengidag. Þá leggur fólk gamla fatnaðinn til hliðar og sprangar um í alls kyns grímuklæðnaði. Hápunktur hátíðahaldanna er svo valið á Fasling-prins borgarinnar. En þetta er nú bara rétt byijunin; í maí er vorinu fagnað allkröftuglega og yfir sumarmánuðina er stöðugt verið að gleðjast yfir einhverju smálegu en í októb- er ná hátíðahöldin svo aftur hámarki, en þá hefst hin margfræga Oktoberfest. Þegar ég lít aftur til þessara ára," bætir Ólafur Leikhúsmálin voru nœstum því búin að kaffœra mig. gengni okkar gerði ymsa menn þó stórhuga og sú hugmynd var reifuð að fá Þjóðleikhúsið undir sýningar. Þetta þótti nú öðrum fáránlegt en síð- ar, löngu eftir mína daga, var gerð alvara úr henni.“ - Ólafur, þú virðist hafa fómað miklum tíma í leiklistina. Datt þér aldrei í hug að verða leikari? „ Ó, jú, jú. Þegar ég var orðinn stúdent stóð ég mig að því að standa niðri í miðbæ og hrein- lega vita ekkert hvað ég ætlaði að gera. - Hvað gerir þú, Ólafur? spurði ég sjálfan mig. Það var tvennt sem ég hafði áhuga á að nema, leiklist og sálfræði. Á tímabili ætlaði ég að verða leikari en sem betur fer áttaði ég mig á því að ég var alveg harðvondur en hefði, svona eftir á að hyggja, eflaust orðið Ijári góður leikstjóri." Og Ólafur heldur áfram: „Svo ákvað ég nú að fara í læknis- fræðina með það fyrir augum að verða geðlæknir. Lieknisfræðin var ekki ný grilla; ég gekk með hana í maganum þegar ég var tíu eða ellefu ára. Stjúpi minn var læknir og hefur eflaust haft áhrif á mig. Og ég man að á heimili minu var til þykk- ur doðrantur, Bókin um manninn, scm ég las spjaldanna á milli." Haustið 1959 hóf Ólafur læknanám við Múnchenarháskóla og lauk fyrri hluta námsins 1962. En hvers vegna valdi hann Múnchcn? „Faðir minn átti heima í Múnchen og ég bjó hjá honum meðan ég stundaði nám.“ Hvemig líkaði þér svo vistin? „Mér líkaði bara vel,“ segir Ólafur. Múnchen ■við, „finnst mér oft á tiðum eíns og fólk hafi ekki gert annað en drekka bjór og skemmta sér." Ólafur yfirgaf lífsgleði og listir Múnchenar 1962, kom hingað heim og hóf nám í Háskóla Islands. Fannst honum munur á kennslunni hér heima og í Múnchen? „Já, hann var mikill," scgir Ólalur. „Það var alveg léikilegt sjokk fyrir mig að koma hingað í háskólann, kennslan úti var miklu meiri og mun ákveðnari. Þar var maður að lita vöðva og veli svona líkt og litlu börnin en á þennan hátt lærði ég. Hér byggðist námið aftur á móti mikið upp á þvi að mönnum voru réttar þykkar skruddur sem þeim var skipað að læra og næstu kcnnslu- stundir fóru svo í að spyrja menn hvort þeir heföu lært heima.“ 36 VIKAN 30. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.