Vikan


Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 39

Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 39
r- Við Islendingar eig- um að auka kvótann afflóttamönnum. Ur leikritinu Kátlegar kvonbænir sem Herranótt sýndi. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jón E. Ragnarsson, Hólmfriður Arnadóttir og Ólafur. örlítið flókin. Við erum nefnilega bæði tvígift. Við giftinguna lögðum við svo i púkk þvi við áttum bæði tvö böm af fyrra hjónabandi. Á tímabili voru því fimm böm á heimilinu." Að sögn Ólafs hefur oft verið erfitt að sam- ræma störf læknis, maka og föður. „Því er ekki að neita að starf mitt hefur að nokkm komið Nú er ég soddan fé- lagsmálaskunkur. niður á fjölskyldunni," segir hann. „Hún hefur þurft að leggja mikið á sig fyrir mig, meðal ann- ars þurft að sætta sig við þennan langa og oft óskipulagða vinnutíma minn." Mér verður litið á rafmagnsklukku sem hangir á einum veggnum; hún er langt gengin í sex. Það er kominn timi til að kveðja. Við Ölafur sátum og röbbuðum saman í rúmar tvær klukkustund- ir. En á þessum hundrað og tuttugu mínútum flugum við á vængjum hugans. Ferðin hófst í Austurríki, lá gegnum Þýskaland til Danmerkur og íslands. Þaðan héldum við svo til víðfeðmra slétta Vesjurheims, með viðkomu á tunglinu, og endum í Álftamýrinni. Ólafur lætur þetta þó ekki nægja í dag. Strax að lokinni vinnu verður stefnan tekin austur á Þingvöll þar sem skóflan, moldin og plöntumar bíða hans. að íslendingar ættu að taka við fleira fólki. „Já, mér fmnst Islendingar hafa rækt þessa skyldu sína í samfélagi þjóðanna slælega. Við megum auka kvótann af flóttamönnum; réttara sagt við eigum að gera það.“ Og hann heldur áfram: „Ef þjóð vill vera þátt- takandi í þessum litla heimi sem heitir jörð verður hún að taka á sig vissar skyldur og ég tel að einn daginn verði skírskotað svo kröftuglega til skyld- unnar um að jafna metin milli ríkra og fátækra þjóða - ofTjölgunarþjóða og svo hinna sem stöð- ugt verða fámennari - að það geti farið svo að ef við bregðumst ekki sjálf við vanda flóttamanna neyðumst við til þess að gera það og þá á öðmm forsendum en ella." Nú rekur Ólafur læknastofu í Heilsugæslunni, Álftamýri 5. Við ræðum örlítið um störf hans og þátttöku í félagsmálum. „Ég hef verið mikill félags- málaskunkur að undanfömu. Ég er formaður Félags íslenskra heimilislækna en ætla að hætta því bráðlega." Nú ætlar hann „bara" að vera læknir. „Ég held “ segir Ólafur, „að það sé hreinlega orðið meira en nóg að vera bara læknir, ég tel þetta með erilsamari störfum. Það er svo merki- íegt að það er eins og álagið aukist með árunum. í upphafi hélt ég að þetta yrði einmitt svo rólegt og þægilegt þegar maður kæmist á efri árin. Þetta reyndist vera alger misskilningur; þegar maður er kominn í betra samband við sitt fólk leitar það til manns með mun fleiri vandamál en áður og það verður afslappaðra.“ Ólafur segist stundum þurfa að taka sjálfum sér tak og líta á sjúklinga svolítið ferskari augum. „Manni hættir nefnilega til,“ segir hann, „að setja allar umkvartanir og einkenni undir sama hatt- inn. Þvi verð ég með vissu millibili að líta á sjúklinginn eins og hann væri að koma í fyrsta skipti." - Á læknirinn einhver önnur áhugamál en vinn- una? „Þau eru nú fá,“ svarar Ólafur. „Að vísu er ég ekki í rónni á sumrin fyrr en ég er kominn upp í sumarbústaðinn minn sem er við Þingvallavatn. Þetta var upphaflega hinn mesti koft sem varð að dubba upp og lagfæra. Nú orðið dunda ég þama aðallega í garðinum; ég fæ mikið kikk út úr því að standa á kaft í mold, grafa stærðar holur, bera áburð og vökva plöntukrilin. Svo fyll- ir maður sig af fersku lofti þama upp frá og nýtur þess að vera í faðmi fjölskyldunnar." Hlutverk Ólafs em mörg. Við höfum þegar séð hann sem lækni og leikara, flóttamann og félags- málaskunk. Eitt hlutverk hefur þó farið framhjá okkur sem vert er að athuga betur; fjölskyldufaðir- inn Ólafur Mixa. „Konan mín heitir Kristín Þorsteinsdóttir,“ seg- ir Ólafur, „og við eigum eina dóttur sem er sjö ára gömul. Annars em fjölskyldumál okkar hjóna 30. TBL VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.