Vikan


Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 53

Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 53
- Þakka þér fyrir, ég reyni að vera fljótur, áttu nokkuð von á gestum? Hún starði á hann með hneykslun í svipn- um. - Þú veist það jafnvel og ég að hingað kemur enginn. Hann sá eftir að hafa spurt. - Eru fötin mín enn á sama stað? Hún þagði. Hann beið. - Nei, ég setti þau í poka og fór með hann niður í geymslu. - Helvítis belja geturðu verið! Þú hefðir nú getað beðið aðeins með það. - Þú ræður engu hér lengur. mér er alveg sama hvað þú segir. Þetta drasl þitt er niðri í geymslu. Taktu það og komdu þér svo út. Hann hafði hlaupið á sig. Börnin horfðu á þau og hann fann spennuna vaxa innra með sér. Hann mátti ekki missa svona stjórn á sér. Ætlaði þetta að enda í einhverri vitleysu enn einu sinni? Það mátti alls ekki ske. Það ruglaði hann í ríminu hvað hún var djöfull róleg og yfirveguð. Hann yrði að snúa sig út úr þessu. - Má ég þá fara niður og ná í það sem mig vantar? - Já, gerðu það. Hún kveikti á sjónvarpinu. Hann var dágóða stund að finna fötin sín en að lokum tókst það. Gamlir gönguskór og ullarsokkar. Það var gott að skipta um. Hún var að tala í símann og lét sem hún tæki ekki eftir honum þegar hann kom upp aftur. Hann gekk inn í stofuna og settist. Ætti hann að reyna að tala eitthvað meira við hana? Kannski væri best að koma sér burt sem fyrst? Hann heyrði að hún gekk inn i eld- húsið og lét renna í vaskinn. Það heyrðist glamur í diskurn og hnífapörum. - Hva, ertu hér enn, ég hélt að þú værir farinn fyrir löngu? Hún var komin aftur inn í stofuna. Forðað- ist að líta í augun á honum en einblíndi á sjónvarpið. Hann stóð upp. Um leið hringdi dyrabjallan og hún fór fram. Hann heyrði mannamál. Hann heyrði að það voru karl- menn. Hann mætti þeim í dyrunum, tveim lög- reglumönnum í fullum skrúða. Þeir voru alvarlegir á svipinn og báðu hann að setjast niður. Hún sást hvergi og ekki börnin heldur. Djöfulsins djöfull. Hann hefði getað sagt sér þetta sjálfur. Nú sat hann í gildrunni eins og rotta. Hann gat ekki hugsað sér að eyða nótt- inni í Steininum. Hann yrði að reyna að hafa þá góða, þá myndu þeir leyfa honum að fara. Hann virti þá fyrir sér. Annar þeirra var eldri maður, frekar meinlaus að sjá. Hinn var ung- ur og hann þekkti týpuna strax, einn af þeim sem eru ólmir í að sýna vald sitt. Hann fyrir- Ieit þá af öllu hjarta. Hann varð að fara varlega, ekki æsa hann upp. ekki gefa honum ástæðu. - Hvenær ætlarðu að hætta að ónáða kon- una þína? Er ekki nóg komið, það var búið að banna þér að koma hingað? Föðurlegur svipur þess gamla fór illa við svartan búninginn. - Ég á allt draslið mitt hérna, ég varð að koma til að skipta um föt. Er það ekki í lagi? - Hvaðan varstu að koma? Sá ungi hvessti á hann augun. - Hvaðan var ég að koma? Kemur það eitthvað málinu við? Mig vantaði bara fötin mín. - Hvar heldurðu til? - Hvers konar spurningar eru þetta, hef ég gert eitthvað af mér? Hann var orðinn gramur, þeir vissu fullvel um allar aðstæður hans. - Áttu engan fastan samastað? - Ég sé ekki að ykkur komi það andskoti mikið við. Ég er búinn að fá nóg af þessu, ég þarf að komast aftur í bæinn. - Hvar verðurðu í nótt? - Þú verður að koma með okkur niður á stöð. - Til hvers? Ég er ekki einu sinni fullur. - Ég veit það ekki, varðstjórinn vill hafa tal af þér. - En ég hef bara ekkert við hann að tala. - Þú kemur með okkur með góðu eða illu. Sá ungi gekk skrefi nær honum. Hann gerði úrslitatilraun. Hann myndi missa stjórn á sér ef þetta héldi svona áfram. Var það það sem þeir vildu? - Getið þið ómögulega skilið að ég hef ekkert brotið af mér? Ég er ekki fullur, ekki með læti og vil bara komast út héðan í friði og sem fyrst. - Bíddu hérna rólegur, ég ætla að hringja niður á stöð. Sá gamli fór fram. Sá ungi gekk að honum og beygði sig yfir hann, tók með annarri hendinni í hálsmálið á skyrtunni og sneri upp á. - Svona aumingja eins og þig á að loka inni, það eru alltaf einhver vandræði með þig og þína líka. Hann reyndi að losa sig. Sá gamli gekk inn í stofuna og í sömu andrá losnaði takið. Hann leit upp og sá andlitið á þeim unga uppblásið af heift. Guð, hvað hann hataði þá mikið. Einhvern tíma mundi hann kannski ná sér niðri á þeim. - Þú kemur með okkur niður eftir. Sá gamli var nú orðinn valdsmannslegur. - Þú ræður hvort þú kemur með góðu eða við berum þig. Sá ungi leit á hann sigri hrósandi. Hann gat ekki skilið hvers vegna þeir vildu endilega fá hann niður á stöð, var það svona mikill glæpur að fara í þurrt á lappirnar? - Okei, ég kem með góðu. Heimilisfólkið var hvergi sjáanlegt þegar hann gekk út úr stofunni, framhjá eldhúsinu og fram ganginn. Sá ungi ýtti sífellt í bakið á honum. - Áfram með þig. Nokkur börn voru að leika sér í fremri ganginum. Þau hættu andartak og gláptu. Honum sýndist sonur sinn vera eitt þeirra. Hann vonaði að sér hefði missýnst. Þeir voru komnir að bílnum. Þeir opnuðu afturdyrnar og ýttu honurn inn. Hurðin skellt- ist aftur og nú varð ekki aftur snúið. Hefði hann átt að reyna að hlaupa? Nei, hann hafði enga krafta til þess. Þeir óku greitt og brátt var stansað við lögreglustöðina, bakdyrameg- in. Þeir fóru með hann upp í lyftunni. Sá ungi potaði í bakið á honum. Lyftan stöðvað- ist og þeir komu inn á ganginn þar sem L 30. TBL VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.