Vikan


Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 4

Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 4
Vi kan Ólafur Mixa heimilislæknir er skemmtilegur maður sem hefur frá mörgu að segja. Á yngri árum hafði Ólafur brennandi leiklist- aráhuga og minnstu munaði að þjóðin yrði af lækninum Ólafi en eignaðist í stað þess leikarann Ólaf. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Jóna Björk Guðnadóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Sig- ríður Steinbjörnsdóttir, Sigrún Ása Markúsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. HANDRIT OG PRÓFARKIR: Guðrún Svava Bjarnadóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. AnHpr^pn AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, mai og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. 30. tbl. 49. árg. 23.-29. júlí 1987. Verð 150 krónur. RÖDD RITSTJÓRNAR I í ÞESSARI VIKU Landið okkar góða Ef til vill finnst okkur mörgum óralangt síðan síðari heimsstyrj- öldinni lauk. Fyrir þeim sem ekki voru fæddir þá er styrjöldin eins og hverjar aðrar hörmungar úr mannkynssögunni, vissulega átakanleg en fjarlæg og óraun- veruleg. Fólk, sem komið er um og yfir miðjan aldur, man hins vegar stríðið og áhrif þess, engir þó eins vel og þeir sem sjálfir upplifðu átök og hörmulegar af- leiðingar þess. Fjölskyldum var sundrað og fjölskyldubönd rofn- uðu, fólk bjó við skort og ótta sem nútímabörnin skilja sem betur fer ekki af eigin raun. Rétt- arhöld yfir stríðsglæpamönnum kunna að vera umdeild en vekja jafnan umtal um það sem aldrei má gleymast. Lifandi minning um gyðingaofsóknirnar og hel- förina getur stuðlað að því að slíkt verði aldrei endurtekið. Eitt af verstu vandamálum nú- tímans er hvernig losna á við úrgang neysluþjóðfélagsins. Plastpokar, gosdrykkjadósir og bílhræ sóða út landið okkar fal- lega og viðkvæma og særa augun. Sumir fara snyrtilega úr skónum áður en þeir ganga inn í hús en hika ekki við að tæma öskubakka bíla sinna beint á götuna eða fleygja rusli í náttúr- unni. Getur þó verið erfiðara að hreinsa til eftir sig þar en heima í stofu eftir að skaðinn er skeð- ur. Umgengnisvenjur okkar um landið verða að breytast ef ekki á illt að hljótast af. Allir verða að finna til ábyrgðar og hugsa um landið eins og fjöregg sitt sem ekkert má henda. Sumarleyfi standa nú sem hæst og er von- andi að allir njóti lífs og náttúru. 6 Siglingar á seglskipum voru áður ein helsta samgönguleið manna en eru nú fyrst og fremst heillandi íþrótt. 10 Leitinni að látúnsbarkanum er lok- ið. Söngframi blasir við hinum unga Bjarna Arasyni sem sló í gegn og hreppti titilinn. 12 Fáar bækur eru jafnvinsælar og góðar leynilögreglusögur. Fróðlegt er að vita um upphaf bókmennta- greinarinnar og útbreiðslu. 18 Hvað verður um plastpokann, dós- ina og mjólkurfernuna þegar lokið er hlutverki þeirra meðal mann- anna? 20 í eldhúsinu bökum við kaffibrauð og höldum síðan út í guðs græna náttúruna með kaffi og með því. 24 í greinaflokknum Hugurog heilsa er að þessu sinni fjallað um íslensk- ar lækningajurtir og hvaða gagn má hafa af þeim. 29 Tilveran er margvísleg, eins og til dæmis minningar um gufumettað eldhús og nætursaltaða ýsu í potti og veðurhorfur næsta sólarhring. 4 VIKAN 30. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.