Vikan


Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 56
SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 26. JÚLÍ-1. ÁGÚST HRLJTURINN 21.mars-20. apríl Þú virðist hafa teflt heldur djarft upp á síðkastið og ættir að slá af. Fjárrnálin þarfnast íhugunar. Þú hefurengan rétt til að stefna öryggi þínu og þinna í hættu með því að taka óþarfa áhættu. Þér er í lófa lagið að velja aðrar leiðir og greiðari. VOGIN 24.sept.-23.okt. Atvikin haga því svo að þér finnst dragast úr hófi að fastsetja það sem gera skal í sumar. Láttu þetta ekki halda fyrirþér vöku því að smám saman raknar úr og fyrr en varir fellur allt eins og flís við rass þó ekki getirðu gert allt sem stendur til. NAUTIÐ 21.apríl-21.maí Þú hefur verið svo upptekinn út á við að allt hefur setið á hakanum heima á meðan. Ekki er vist að það sem best er sýni- legt sé endilega það nauðsynlegasta. Til eru þeir sem þurfa á félagsskap þínum að halda en hafa verið illilega vanræktir. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Lítilljörleg misklíð eykst orð af orði og ef ekkert er aðhafst geturþetta valdið leiðindum. Hugsaðu þig um áðuren þú lætur sverfti til stáls. Sumt er einfaldlega ekki nægilega ntikil- vægt til að halda því til streitu þótt öll rök hnígi í sömu átt. TVÍBURARNIR 22. maí-2I.júní Það liðna er að baki og tilgangslaust að velta vöngum yfir því sem betur hefði mátt fara. Aldrei er þó of seint að taka sig á og framtíðin er það sem máli skiptir. Drífðu í þvi sem þig lang- ar að gera en hefur hingað til skort dug til að koma i verk. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Þú efast um að þú sért metinn að verðleikum og finnst þú gera lítið úr þér við að þóknast öðrum. Mundu að þitt er val- ið, enginn breytir háttum þínum nema þú sjálfur ogef lil vill lita aðrir ekki sömu augum á það sem þú kallar fórnir. KRABBINN 22.júní-23.júlí Treystu eigin dómgreind í stað þess að eltast stöðugt við það sent öðrum finnst enda getur slíkt aldeilis ært óstöðugan. Þú munt komast að raun um það í næstu viku að sitt sýnist hverj- um og sannleikurinn er flókinn og ekki aðeins einn. STEINGEITIN 22. des.-20.jan. Láttu ekki úrtölur spilla fyrir þér. Þú hefur fyllstu ástæðu til bjarlsýni og þótt öllum lítist ekki sem best á það sem þú ert að fást við er það þeirra mat og ætti ekki að hafa áhrif á gerð- ir þínar. Þú nýtur þess að hafa ánægju af vel unnu verki. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Á fimmtudag er tíðinda að vænta. Þá þarftu ef til vill að breyta fyrirætlunum þínum, jafnvel að fresta fyrirhuguðu ferðalagi. Það liggur í augum uppi að skynsamlegt er að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ekki verður bæði sleppt og haldið. VATNSBERINN 21.jan.-19. febr. Kostaðu kapps um að standa við gefin heit en lofaðu ekki upp í ermina þína. Búast má við að hart verði lagt að þér að taka að þér óspennandi hlutverk. Sumir hafa ótrúlega mikla þörf fyrir að stjórna og blanda sér þá í fleira en þeim kemur við. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Þú þarft að halda á spöðunum til að missa ekki út úr höndun- um á þér það sem áunnist hefur. Reiknaðu ekki með að geta bætt neinu við enda máttu vel við una eins og málin standa núna. Veldu öryggi, ekki áhættu. Seinna renna upp betri tímár. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Þú færð staðfestingu á því sem þú hefur lengi haldið eti ekki lagt í að gera uppskátt. Allt ber að sama brunni og þú ættir að gleðjast yfir að komast að raun um að þú hefur verið á réttri leið þrátt fyrir allt. Haltu áfram að rækta garðinn þinn. 56 VIKAN 30. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.