Vikan


Vikan - 23.07.1987, Síða 4

Vikan - 23.07.1987, Síða 4
Vi kan Ólafur Mixa heimilislæknir er skemmtilegur maður sem hefur frá mörgu að segja. Á yngri árum hafði Ólafur brennandi leiklist- aráhuga og minnstu munaði að þjóðin yrði af lækninum Ólafi en eignaðist í stað þess leikarann Ólaf. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Jóna Björk Guðnadóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Sig- ríður Steinbjörnsdóttir, Sigrún Ása Markúsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. HANDRIT OG PRÓFARKIR: Guðrún Svava Bjarnadóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. AnHpr^pn AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, mai og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. 30. tbl. 49. árg. 23.-29. júlí 1987. Verð 150 krónur. RÖDD RITSTJÓRNAR I í ÞESSARI VIKU Landið okkar góða Ef til vill finnst okkur mörgum óralangt síðan síðari heimsstyrj- öldinni lauk. Fyrir þeim sem ekki voru fæddir þá er styrjöldin eins og hverjar aðrar hörmungar úr mannkynssögunni, vissulega átakanleg en fjarlæg og óraun- veruleg. Fólk, sem komið er um og yfir miðjan aldur, man hins vegar stríðið og áhrif þess, engir þó eins vel og þeir sem sjálfir upplifðu átök og hörmulegar af- leiðingar þess. Fjölskyldum var sundrað og fjölskyldubönd rofn- uðu, fólk bjó við skort og ótta sem nútímabörnin skilja sem betur fer ekki af eigin raun. Rétt- arhöld yfir stríðsglæpamönnum kunna að vera umdeild en vekja jafnan umtal um það sem aldrei má gleymast. Lifandi minning um gyðingaofsóknirnar og hel- förina getur stuðlað að því að slíkt verði aldrei endurtekið. Eitt af verstu vandamálum nú- tímans er hvernig losna á við úrgang neysluþjóðfélagsins. Plastpokar, gosdrykkjadósir og bílhræ sóða út landið okkar fal- lega og viðkvæma og særa augun. Sumir fara snyrtilega úr skónum áður en þeir ganga inn í hús en hika ekki við að tæma öskubakka bíla sinna beint á götuna eða fleygja rusli í náttúr- unni. Getur þó verið erfiðara að hreinsa til eftir sig þar en heima í stofu eftir að skaðinn er skeð- ur. Umgengnisvenjur okkar um landið verða að breytast ef ekki á illt að hljótast af. Allir verða að finna til ábyrgðar og hugsa um landið eins og fjöregg sitt sem ekkert má henda. Sumarleyfi standa nú sem hæst og er von- andi að allir njóti lífs og náttúru. 6 Siglingar á seglskipum voru áður ein helsta samgönguleið manna en eru nú fyrst og fremst heillandi íþrótt. 10 Leitinni að látúnsbarkanum er lok- ið. Söngframi blasir við hinum unga Bjarna Arasyni sem sló í gegn og hreppti titilinn. 12 Fáar bækur eru jafnvinsælar og góðar leynilögreglusögur. Fróðlegt er að vita um upphaf bókmennta- greinarinnar og útbreiðslu. 18 Hvað verður um plastpokann, dós- ina og mjólkurfernuna þegar lokið er hlutverki þeirra meðal mann- anna? 20 í eldhúsinu bökum við kaffibrauð og höldum síðan út í guðs græna náttúruna með kaffi og með því. 24 í greinaflokknum Hugurog heilsa er að þessu sinni fjallað um íslensk- ar lækningajurtir og hvaða gagn má hafa af þeim. 29 Tilveran er margvísleg, eins og til dæmis minningar um gufumettað eldhús og nætursaltaða ýsu í potti og veðurhorfur næsta sólarhring. 4 VIKAN 30. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.