Vikan


Vikan - 30.07.1987, Page 13

Vikan - 30.07.1987, Page 13
Texti og teikningar: Ragnar Lár. Enn er raupað og rissað. Einn góðviðr- isdaginn (en af þeim hefur verið nóg á þessu sumri) lagði ég leið mína út í Or- firisey, EÍTersey eða hvað nrenn vilja nefna hana. Fyrir nokkrum árum (á mæli- kvarða mannlífsins) var eyjan óspjölluð að mestu en nú hefur hún verið lögð undir hin ýmsu fyrirtæki og athafna- svæði. Þar tróna olíu- og bensíntankar og banna veglegar girðingar óviðkomandi aðgang. „Einhvers staðar verða vondir að vera,“ segir máltækið og ætli það eigi ekki við um olíutankana og það sem þeim fylgir. Olíuskipin leggjast við festar skammt út af eynni og dæla þaðan þess- um dýrmæta vökva í tankana í landi. Síðan koma olíu- og bensínbílamir og aka olíunni á aðra tanka víðs vegar um borgina og nágrenni hennar en síðan er enn dælt og nú á hin ýmsu farartæki og vinnuvélar. En þrátt fyrir allt getur þú ennþá fund- ið ilminn af fyrri tíð í Örfirisey. Þó svo að rómantíkin hafi að mestu vikið fyrir hinum ýmsu mannvirkjum má til dæmis ennþá sjá báta af ýmsum stærðum og gerðum kúra á bakkanum. Sumir eru að vísu aðframkomnir af elli og óvíst að byrðingar þeirra kyssi framar öldur hafs- ins. Þama er til dæmis aldurhniginn bátur með einkennisstafina ÞH. Best gæti ég trúað að hann hafi á sínum tíma getað borið ein sex tonn af fiski eða hátt í það. Þessi gamli bátur fer varla á sjóinn fram- ar og ekki ólíklegt að hann endi feril sinn á einhverri áramótabrennunni en það eru ekki óalgeng örlög gamalla trébáta. Hann er súðbyrtur, sá gamli. Stýrishús fyrir- finnst ekki lcngur á hans skrokki né heldur er vél að finna í iðrum hans, en skrúfan er á sínum stað, löngu hætt að snúast og knýja áfram þennan sjófák. Við hliðina á þeim gamla er minni bátur frambyggður og snúa þeir skutunum saman eins og þeir vilji senr minnst hvor af öðrum vita. Sá yngri er franrbyggður, eins og fyrr segir, og er hann súðbyrtur eins og sá gamli. En þreytulegur er hann, þessi bátur, og greinilega korninn til ára sinna þó ekki hafi hann reynslu á við öldunginn sem snýr í hann botninum. „Unglingurinn“ er með gaflrass, eins og sagt er á sjómannamáli, það er að segja þver fyrir aftan. Skrúfan og stýrið er á sínum stað eins og á þeim gamla. Það er stýrishús á þessum báti þó nokkuð sé •1. TBL VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.