Vikan


Vikan - 30.07.1987, Page 25

Vikan - 30.07.1987, Page 25
I upplýsingaþjóðfélagi nútímans og hún svalar nýjungagirni okkar er hvorki langur tími né vegur frá og skemmtiþörf. Auglýsing má aldr- því við heyrum eða sjáum eina aug- ei drýgja þann höfuðglæp að vera lysingu og til þeirrar næstu. Upplýs- leiðinleg. En umfram allt verðum íngastreymi í fjölmennu markaðs- við að trúa því sem auglýsingin hef- þjóðfélagi, þar sem allt er til sölu ur fram að færa. og kaups, byggist að miklu leyti á auglýsingum og áhrifum þeirra. Við göngum eftir gangi í stórmarkaði, meðfram rekka af niðursuðudósum eða sælgæti og dömubindum, og getum áreynslulítið haft yfir heilu lofsöngskvæðin um hverja einustu vöru og sjáum fyrir okkur ham- ingjusamt heilbrigt fólk sem við vildum líkjast, harðánægt með vör- una. Auglýsingarnar hafa einungis aðgang að okkur í gegnum heyrn og sjón svo umhverfa þarf bragði og lykt að þeim skilningarfærum. Brakandi sveppir á nýrri pönnu, bit- ið í glansandi kartöfluflögu eða freyðandi og frissandi gosdrykkur, allt eru þetta þekktar myndir úr reynslusafni okkar. Hitt er þá ótalið; trimmgalli á fallegri stúlku við sólar- lag, fjórhjóladrifmn fólksbíll þyrlar rykinu undir jökli og þannig mætti fylla þúsundir síðna með smámynd- um auglýsinganna. Fyrst auglýsingar geta einungis sýnt okkur vöru og látið okkur heyra lofsönginn, en aldrei leyft okkur að þreifa á, reyna, þefa og bragða, verður að treysta eingöngu á áhrif sjónar og heyrnar í auglýsing- um, áhrifin sem útlit vörunnar hefur og áhrif hljóða hennar, eða raddar lofsöngvarans. Það er þess vegna sem auglýsingar ganga nær ein- vörðungu út á útlit vörunnar, umbúðir hennar og sem bestan lof- söng. Góður lofsöngur þarf að vera einfaldur og grípandi svo við lærum hann strax utanbókar, bæði tal og tóna. Hitt er ekki síður mikilvægt að mynd vörunnar, umbúðir henn- ar, falli okkur í geð og sé okkur minnisstæð. Þannig geta, í réttum umbúðum og við góðan söng, refa- fóður og glerull orðið yfirmáta girnileg vara. Annað er ekki síður mikilvægt, að við ruglum ekki einu vöruheiti við annað líkrar eða sömu tegundar. Þannig verður frumleikakrafan í auglýsingum afar mikilvæg um leið Til að uppfylla þessi skilyrði hafa auglýsingasálfræðingar og fleiri sem þurfa þess með komið sér upp ákveðnum grunmnyndum, myndum sem við trúum á og höfum að fyrir- mynd. Fallega stúlkan með rétta vöxtinn auglýsir ilmvötn, rétta fæð- ið, megrunarkókið, sólarlandaferð- ina og föt, allt sem minnir á fegurð, yndi og heilbrigði. Flngt fólk og unglingar standa fyrir hressileikann, fjörið, lífsgleðina og allar leiðir greiðar; skíðaferðir, útivist og tísku- fatnað. Það bregst ekki að karlmað- ur á besta aldri auglýsir tæknivör- una. Þegar vekja þarf traust í auglýsingu, ábyrgðartilfinningu og nánast trúnað er myndarlegi karl- maðurinn á besta aldri mættur. Feita fólkið, sem komið er yfir miðjan aldur, er í fyndnu deildinni, oftast í matarauglýsingum með skoplegu ívafi. Eldri konur, ömmuímyndin, eru notaðar sem tákn ástar, um- hyggju og tryggðar, en afinn táknar hins vegar visku og reynslu. Krakk- ar birtast í auglýsingum sem tákn sakleysis og hreinleika og þannig mætti prjóna undirtitla við hvern einasta flokk. Þessum flokkum getur slegið sam- an á óteljandi vegu, til dæmis er ung kona með barn ekki bara falleg og heilbrigð heldur líka hrein og sak- laus, um leið og samband hennar og barnsins verður afar sterkt og trúverðugt náttúrutákn. Samband ungra karla og kvenna, geislandi af líkamlegri heilbrigði, ber ætíð með sér meðvitaðan kynferðislegan und- irtón á meðan samband kynjanna á fertugs- eða fimmtugsaldri spilar meira á ást og tryggð. Til að auglýsingar fái unnið hylli okkar verða þær að spila á langanir okkar og þá skal fyrst spyrja, hverj- ar eru langanir okkar, almennt séð? Sterkasti hvatinn er sennilega sá kynferðislegi. kynhvötin. Fegurðar- þráin er hvati númer tvö og tengist kynhvötinni beinl og óbeint auk 31. TBL VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.