Vikan


Vikan - 30.07.1987, Qupperneq 27

Vikan - 30.07.1987, Qupperneq 27
hljóðalaust í meðvitundarleysi aug- lýsingastundarinnar. Þau skilaboð geta sagt okkur ýmislegt um okkur sjálf, eitthvað sem við þekkjum þeg- ar og viljum viðurkenna, en einnig annað sem við viljurn helst ekkert vita af og höfnum alfarið. Dæmi um slíkt er að fínna í öllum auglýsingum en ég vel HI-C auglýsingu, sem allir þekkja, af þeirri ástæðu að hún er skemmtileg og hefur reynst árang- ursrík, enda gerð af heimsins færustu sérfræðingum, þeim sömu og fundið hafa upp kókformúlur auglýsing- anna. HI-C auglýsingin er því skemmtilegt viðfangsefni. Við gætum skoðað hana út frá fjölmörgum sjónarhornum, mis- munandi fullum fordóma, en látum nægja nokkur meginatriði hennar tilnefnd fyrirfram; a) hlutverk kynja, b) hlutverk kynþátta og c) formgerð valdsins með tilliti til a) og b). Táningspiltur hoppar eldhress inn í myndrammann og heldur úti HI-C drykk eftir að persónur auglýsingar- innar hafa verið kynntar með snöggu yfirlitsskoti, götumynd úr myndveri. Þar eru, auk táningspilts- ins, yngri strákur, svartur og þybbinn, og þrjár stúlkur, tvær hvít- Lygilegt... ensatt! ar og ein lituð, eilítið lægri í loftinu. Táningspilturinn hvíti kynnir drykk- inn hressilega, stelpurnar mynda bakraddir og sá þeldökki og þybbni ítrekar staðreyndirnar um ágæti drykksins auk þess að sjá um ýmsa skemmtilega effekta svo sem breik og eilítið skúbidúa. Nóg um sögu- þráðinn. a) Staða stúlknanna þriggja gagn- vart piltunum er skýrt afmörkuð á fjölmarga vegu. Þær standa alltaf í hnapp, á meðan piltarnir breika og stökkva um allt sviðið. Þær standa stilltar á gangstéttinni og tvístíga til að sýna þó smálit, á meðan piltarn- ir þrusa út á götu þegar þeim sýnist. Stúlkurnar mynda bakraddir við lofsöng drengjanna og eru stöðugt á baksviði á meðan drengirnir sjást í forgrunni og stærri. Dýrmætri sek- úndu er eytt i það þegar einni stúlknanna liggur við yfirliði af hrifningu þegar táningspilturinn fer á háa séð með drykkinn í hendi. Piltarnir horfa í myndavélina þegar þeim sýnist en stúlkurnar aldrei. Horfðuáeina og taktuupphina! Þannig er undirgefni stúlknanna og lægri staða þeirra gagnvart piltunum margundirstrikuð. Ur þessu má svo lesa afstöðu sérfræðinga kók til hlut- verks kynjanna en jafnframt, sem er enn sorglegra, er á ferðinni fyrir- mynd til komandi kynslóða (auglýs- ingin höfðar sterkt til krakka) um það hvernig hlutirnir eigi að vera. b) Hvers vegna í ósköpunum er litaða stúlkugreyið höfð lægri í loft- inu en hvítar stallsystur hennar? Er ekki nóg að hún sé ein á móti þeim tveimur? Hún er höfð á milli hinna á gangstéttinni og eilítið aftar. Þann- ig virðist hún enn minni og enn meira aukaatriði en stúlkurnar tvær, nánast eins og skreyting. Öðru hjó ég eftir, hún horfir lítið í kringum sig heldur á hvítu stúlkurnar eins og i leit að fyrirmynd. Hver skyldi hafa gefið þau fyrirmæli? Blökkupilturinn er ekki bara hafð- ur minni og yngri en táningurinn heldur líka þybbnari. Með því er stjörnuhlutverk hvíta piltsins stað- fest. Þybbinn og stuttur blökku- strákur verður algert aukanúmer við hliðina á grönnum, hávöxnum, hvít- um strák. Sá hvíti fer með allan textann (fullorðinsraddir; efni í nýja afhjúpun) en sá svarti endurtekur Þarsem fagmennirnir verslaerþéróhætt! aðeins stikkorðin sem festast skulu í minni áhorfenda. Hans hlutverk verður þannig hlutverk já-mannsins, gæslumaður og þjónn þess sem vald- ið hefur. Þá virðist engin tilviljun að blökkustrákurinn strikar breik- línu milli stúlknanna og stjörnunnar, sönglandi hléstef auglýsingarinnar. c) Samkvæmt þessu má lesa gogg- unarröð valdsins, ekki bara í þessari fyrirmyndarauglýsingu yngsta fólks- ins heldur í samfélaginu öllu. í kafla a) er dregin lína milli kynjanna og í b) er dregin önnur lína, þvert á hina fyrri með tillliti til kynþátta. Úr verða fjórir reitir, í þeim fyrsta er hvíti táningspilturinn, stjarnan og foringi auglýsingarinnar, í reit tvö er blökkustrákurinn, í reit þrjú eru hvitu stúlkurnar tvær og í síðasta reitnum, þeim fjórða, stendur litaða stúlkan. Hvítur karlmaður er stjórn- Veislaí hverri dós! andinn, svört kona sú lægst setta. Það þarf engínn að velta vöngum yfir því hvort hvítir karlmenn hafi hannað auglýsinguna og varðveiti með því, vitandi eða ekki, vald sitt í heiminum milli kynslóða. Það er ástæða fyrir því að ég set blökkustrákinn í reit tvö en ekki hvítu stúlkurnar og gæti með því komið upp um eigin fordóma; karl- menn fyrst, síðan kvenmenn. Ef myndrammar auglýsingarinnar eru skoðaðir sést goggunarröð krakk- anna augljóslega. Hvíti pilturinn er sífellt fremstur, næst linsunni og því stærstur og mest áberandi. Næst honum kemur blökkustrákurinn, þá hvítu stúlkurnar og síðast sú svarta. Þetta á við um allar senurnar. Út frá þessu má síðan álykta að kynja- fordómar séu sterkari í auglýsing- unni en kynþáttafordómarnir sem þó eru afar sterkir. Hægt væri að fylla næstu opnur með áframhaldandi kjallararann- sóknum, til dæmis væri gaman að bera saman Bylgjustefin og gos- drykkjaauglýsingar og benda á sláandi sameinkenni. Það er af nógu af taka því blekkingarnar eru bornar á borð fyrir okkur allt um kring og hráar. 31. TBL VI KAN 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.