Vikan


Vikan - 30.07.1987, Page 29

Vikan - 30.07.1987, Page 29
______Vikan og tflveran_ Silungurinn lifi Ég hafði unun af silungsveiði! Hvað jafnast á við að liggja í ilm- andi grasinu á einhverjum lækjarbakkanum og bíða þess að einhver fiskur sé nógu vitlaus til að gleypa vesalings orminn sem hefur verið þræddur á villimannlegan hátt upp á járnkrók? Ekkert hljóð heyrist nema sefandi árniðurinn og vellið í spóa sem er að sýnast stór fyrir spúsu sinni. Og ef til vill er sá stóri einmitt núna að gína við grímu- klæddum stálbeittum járnkróknum sem mun ganga langt inn í hálsinn á honum eða festast í innyflunum! Þetta eru þó þokkalegar hugrenningar eða hitt þó heldur. Frá blautu barnsbeini hef ég haft gaman af silungsveiði og hef stundað hana af mikilli ræktarsemi allt til þessa. En nú hafa verndunarsjónar- miðin tekið völdin, yfirþyrmandi meðaumkun með möðkum og fiski hafa hrakið mig frá hinurn stóru veiðimiðum fjallavatnanna og ég borða ekki einu sinni silung lengur. En hvað hefur valdið þessari miklu breytingu? Hvers vegna vil ég láta friða silunginn en veiða hvalinn? Hvers vegna vil ég hefja silung- inn til vegs og virðingaren leyfa utlendingum að skjóta rollur á færi? Svarið við þessu er einfalt. Ég tel að silungurinn sé fremri okkur mönnunum að greind og útsjónarsemi og að í tímans rás taki hann völdin hér í heimi - og þá vildi ég síst af öllu vera talinn óvinur hans. Reyndar er ekki mikil hætta á því. Á mínum velmektarárum við árbakkana var ég ætíð talinn besti vinur fiskanna af mínum félögum. Það var sama hversu mjög ég barði vatnið með færinu mínu - aldrei veiddi ég nokkurn skapaðan hlut og þótti góður ef ég gat dregið í land sýnishorn af botngróðrinum í vatninu. Ég gerði mitt allra besta, keypti ágætis græjur og jafnvel vöðlur, þó ég þyrði aldrei að vaða mjög langt út. Ég æfði mig í köstum og var bara nokkuð slyngur í þeirri íþrótt. Ég reyndi ýmsa veiðistaði, fór með alþekktum veiðiklóm sem gjör- þekktu veiðistaðina en allt kont fyrir ekki. Til að byrja með tók ég þetta ekki svo rnjög nærri mér. Ég taldi sjálfum mér og öðrum trú um að það skipti ekki svo miklu máli hvort maður veiddi eða veiddi ekki. Það væri útiveran og félags- skapurinn sem mestu máli skipti. Nauðsynleg hreyfing í heilnæmu lofti gerði mann að nýjum og betri manni og streitan hyrfi eins og dögg fyrir sólu. Þessi auðnuleysa mín í veiðimálum fór smám saman að verða áberandi og hún smitaði út frá sér á veiðifélagana. í fyrstu hentu þeir gaman að þessu og kölluðu mig fiskifælu. Síðan fóru nafngiftirn- ar að versna og boðunum um að „skreppa smástund og renna fyrir þann stóra“ fór fækkandi. Einn af bestu vinum mínum orðaði það einu sinni svo eftir að ég var búinn að sýna löng og stutt glæsiköst við eitt af betri veiðivötnum.landsins í tvo daga: „Þú ert mjög góður veiðimaður, með þeim betri sem ég hef séð. Skrýtið að þú skulir aldr- ei verða var.“ Annar mjög góður vinur hefur haldið tryggð við mig í veiðimálum þrátt fyrir allt. Eitt sinn fórum við í ágætis veiðiveðri að enn betra veiðivatni á Suðurlandi. Við vorum í miklu veiðiskapi og kunningi minn ræddi ntikið um að ná þeim stóra meðan ég í fylgsnum hugans vonaðist bara til að ná einhverjum árans fiski og skipti þá litlu máli hvaða tittur það væri. En upphátt sagði ég náttúrlega að það væri eins gott að Halldór Ásgrímsson vissi ekki um ferðir okkar. Hann rnyndi vísast setja kvóta á okkur svo að ekki yrði um ofveiði að ræða. Þegar við komum að veiðistaðnum okkar var þar fyrir fjölskylda. Pabbi og mamma, afi og amma og þrjú lítil börn. Pabbinn og afinn virtust einhvern tíma áður hafa reynt sig við stangaveiði, en svo virt- ist ekki vera um aðra fjölskyldumeðlimi. Meðan kunningi minn og ég vorum að setja saman stangirnar og koma fyrir hjólum og færum, fylgdumst við með aðförum fjölskyldunnar og hlógurn. Stöngunum var slegið í vatnsyfirborðið og færin fóru tvo til þrjá metra út þegar best lét. Sumir misstu stangirnar en aðrir æptu, hlógu og hrösuðu við vatnsbakkann. Ailir voru á strigaskóm því enginn vildi bleyta sig. Nú var komið að okkur að sýna hvernig vanir menn færu að. Með besta útbúnað og vöðlur gengum við niður að vatninu og litum fyrirlitlega á kátu fjölskylduna. En sjá! Var ekki einn að draga þarna boldangssilung? Og annar að koma að landi? Ja, fyrst þessir viðvaningar gátu veitt þá hlutum við að geta mokað aflanum á land. Til að gera langa og sorglega sögu stutta þá hélt fjölskyldan áfram að draga væna fiska að landi og tóku sumir silungarnir færi sem varla voru komin út í vatnið. En við, sérfræðingarnir, urðum ekki varir og vorum þó í tæplega tíu metra fjarlægð. Svo reyndum við að færa okkur hinum megin við fjölskylduna, en það breytti engu. Að lokum bauðst fjölskyldan til að færa sig svo við kæmumst að, þau væru hvort eð er búin að veiða alveg nógu marga fiska. En ekki einu sinni það hjálpaði okkur. Að lokum fórum við og þökkuðum hinni kátu fjölskyldu fyrir daginn með því að hreyta þvi út úr okkur að sjálfsagt væri búið að fæla í burtu alla fiska með þessum endalausa háyaða og fyrirgangi. I annað sinn fórum við saman í laxveiði, þessi sami kunningi minn og ég. Þetta var nú að vísu ekki besta laxveiðiá landsins, en lax- veiðiá var það samt. En einmitt þessa tvo daga sem veiðileyfið okk- ar gilti var slíkt aftakaveður að það var ekki hundi út sigandi. Við urð- um því að hírast inni í veiðikofanum nánast allan tímann. Um nóttina færðist svo fjör í leikinn því í hvert sinn sem við lögðumst á rúmfletin okkar hlupu mýs yfir svefnpok- ana. Við reynduni að ná þeim og var það eini veiðiskapurinn í ferðinni. Og að sjálfsögðu veiddum við engar mýs. Þetta eru aðeins tvær veiðisögur af tugum ef ekki hundruðum veiðiferða sem ég hef farið í. Reynsla mín af þeim hefur sýnt mér fram á að silungar eru afskaplega hreint greindar skepnur og mun greindari en flest mann- fólk. Hvernig gætu annars þessi vanmetnu dýr, svamlandi þarna undir yfirborði vatnsins, nærsýn og heyrnarlaus, þekkt orminn og öngulinn minn frá ormum og önglunt þúsunda annarra veiðimanna. Þarna synda þeir um og skoða vöruframboðið og segja í mestu makindum: „Sko, þetta er ormurinn hans Axels. Ekki förum við að bíta á hann. Tökum frekar þennan." Þessi útsjónarsemi og kunnátta er ofar mínum skilningi. Ekki get ég þekkt fiskana í vatninu hvern frá öðrum þaðan sem ég stend á bakkanum, jafnvel þótt ég sæi þá. Að ég tali nú ekki um að ég færi að fara í það manngreinar- eða fiskgreinarálit að neita að drepa einn fisk öðrum frentur af persónulegum ástæðum. Þess vegna trúi ég því statt og stöðugt að silungurinn eigi eftir að taka völdin, hæfileikar hans eru ótvíræðir. Þess vegna þori ég ekki að gera neitt til að styggja silungana og er því hættur að veiða. En ástæðan fyrir því að ég er hættur að borða silung er hins vegar sú að mér finnst vont að fá fiskbein í hálsinn. Texti: Axel Ammendrup 31. TBL VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.