Vikan


Vikan - 30.07.1987, Page 31

Vikan - 30.07.1987, Page 31
Atlantic Starr Fyrir stuttu skaust á topp bandaríska listans hljómsveit sem heitir Atlantic Starr með gullfallegt lag, Always. Hljómsveit þessi hefur verið til í nokkur ár en ekki slegið í gegn fyrr en nú. Hljómsveitin er skipuð fjórum mönnum og einni stúlku. Þrír þessara karlmanna eru bræður, þeir David, Wayne og Jon- athan Lewis. Sá fjórði heitir Joseph Philips en stúlkan í hópnum heitir Bar- bera Weathers. Þau hafa lofað því að Always verði ekki það síðasta sem heyr- ist frá þeim. Madonna Þeir sem á annað borð hlusta eitthvað á útvarp eða lesa blöðin -og þá einna helstslúðurdálkana - þekkja eitthvað til söngkonunn- ar Madonnu. Upp á síðkastið hefur einnig verið hægt að titla hana leikkonu. Nýjasta mynd hennar ber heitið Who's That Girl? Þar leikur hún unga konu sem hefur setið í fangelsi fyrir glæpsem hún hefur ekki framið. Þegar hún losnar svo út snýr hún sér að því að finna þá sem komu henni í fangelsið. Þangað til myndin verður sýnd getum við hlustað á titillag hennar sem er að sjálfsögðu samið og sungið af Madonnu. Nýjasta lag strákanna úr Pet Shop Boy's nefnist It's a Sin. Það hefur þotið á ótrúlegum hraða upp vinsældalista í Evr- ópu og tók til dæmis breska listann með trompi. Er það í sjálfu sér ekkert undarlegt þar sem lag þetta hefur eitthvað við sig sem flestir heillast af. Myndbandið við lagið er ekki síður áhugavert, þar er heilmikil sviðsmynd og er búið að per- sónugera hvorki meira né minna en dauðasyndirnarsjö, sem eru öfund, reiði, mat- græðgi, mont, losti, ágirnd og leti - nokkuð sem flestir ættu að forðast en fæstir geta. Umsjón: Helga Margrét Reykdat

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.