Vikan


Vikan - 30.07.1987, Side 38

Vikan - 30.07.1987, Side 38
maður á Tímanum. Mér finnst að vissu leyti sami sjarminn yfir starfi aðstoðar- manns ráðherra og mér fannst yfír blaðamannsstarfinu. í því þurfti maður að setja sig inn í mörg ólík mál. Blaða- maður þarf að fylgjast með hræringum í þjóðfélaginu, það þarf aðstoðarmaður ráðherra líka að gera. Þessi tvö störf skipa því sérstakan sess í huga mínum.“ - Þú ert sem sagt óhemju forvitin. „Já, ég hugsa það.“ ars að fikniefnaneyslu tengdust ýmis önnur afbrot, vændi, innbrot, meiðingar og fleira, eins og oft á tíðum á sér stað erlendis. Fulltrúi Fíkniefnadómstólsins sagði hins vegar að þau mál, sem hefðu kornið til kasta dómstólsins, tengdust sjaldnast annarri afbrotastarfsemi, þetta væri í flestum tilvikum hópur neytenda sem tæki sig saman um að flytja efni til landsins og selja til að fjármagna eigin neyslu. nota önnur vímuefni. Við verðum að hafa það hugfast að undantekningarlítið neyta menn áfengis og reykja áður en þeir nota sterkari efni eða reykja kannabisefni. Það þarf því að kenna krökkunum að segja nei í hópi félaga. I þessum nýju fræðsluhugmyndum er talið nauðsynlegt að kennarinn sjálfur annist fræðsluna svo að fræðsla um ávana- og fikniefnamál verði eðlilegur þáttur skólastarfsins.“ ú sagðir þú áðan að það væri hald manna að sú fræðsla, sem hingað til hefur verið í skólakerf- inu, hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var til. „Já, það er rétt. En menn trúðu því staðfastlega að nóg væri að benda á skaðsemi áfengis og fikniefna. Sænskur sérfræðingur, sem hér var í fyrra, sagð- ist oft hafa fundið efasemdir hjá fólki þegar hún kynnti þær niðurstöður rann- sókna sinna að fræðsla um skaðsemi dygði ekki til. Þá kvaðst hún gjarna hafa spurt hvort menn tryðu niðurstöð- um rannsókna um skaðsemi reykinga. Fólk játti því yfirleitt en viðurkenndi að þrátt fyrir þá vitneskju hefði það byrjað að reykja. Sama gildir hér. Þótt ég vilji ekki draga úr gildi almennrar frteöslu og forvarnarstarfs verðum við að hafa í huga þá hættu sem er á að svo almennar aðgerðir nái ekki til þeirra sem helst þurfa á þeim að halda. Forvarnar- starfið nær kannski allra síst þess kjarna unglinga sem á við verulegan vanda að stríða, til að mynda slæm uppvaxtarskil- yrði sem valda þvi að þeir sækja ekki skóla eða fylgjast hvorki með í skólan- um né umræðu í fjölmiðlum. Því kann fræðsla að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim unglingum sem líklegastir eru til að verða þyngsti hópurinn í framtíð- inni. Það eru þessir krakkar sem eiga hvað mest á hættu. Við veltum mikið vöngum í nefndinni yfir hvernig væri hægt að ná til þessa hóps. Við lögðum líka fram tillögur um úr- bætur í fangelsismálum. Þar er átaks þörf. Það þarf að gefa föngum kost á endurhæfingu og nárni svo þeir séu reiðubúnir að takast á við daglegt líf. Það er oft talað um að afbrotamenn séu ekki reiðubúnir að takast á við sín vandamál en einhver hluti hópsins er það ábyggilega. Ég kynntist til dæmis í þessu starfi fyrrverandi fanga sem hafði verið mjög djúpt sokkinn í neyslu ávana- og fikniefna. Hann hafði fengið hjálp, meðal annars frá starfandi fangelsissál- r forsætisráðuneytinu var Helgu falið að stjórna framkvæmdanefnd sem ríkisstjórnin setti á laggirnar til að samhæfa aðgerðir í baráttunni gegn útbreiðslu og notkun ávana- og fikni- efna. Nefndin var formlega skipuð þann 15. maí 1986 og lauk störfum nú í apríl. í nefndinni sátu fulltrúar þeirra sjö ráðuneyta sem með einum eða öðrum hætti tengjast fikniefnamálum. Það eru, auk forsætisráðuneytis, dómsmála-, menntamála-, heilbrigðismála-, félags- mála-, íjármála- og utanríkisráðuneyti, auk fulltrúa frá biskupsembættinu. „Við sem störfuðum í nefndinni reyndum að heimsækja sem flestar stofnanir og tala við fólk á vettvangi og kynnast málinu þannig af eigin raun. Ég fór til dæmis ásamt starfsmanni nefndarinnar, Aldísi Yngvadóttur afbrotafræðingi, á vakt með fikniefnalögreglunni eina nótt. Við heimsóttum meðferðarstofnanir, sjúkrahús og félagsmálastofnun. Auk þess ræddum við við fulltrúa ýmissa áhugamannasamtaka og sérfræðinga sem starfa á þessu sviði. Niðurstöðum nefndarinnar söfnuðum við saman í skýrslu. í henni er saman kominn mik- ill fróðleikur um fikniefnamál hér á landi.“ - I framhaldi af því, hver virðist þér staða þessara mála vera hér á landi? „Mér finnst mjög áberandi hvað menn nreta stöðuna á ólíkan hátt og það verð- ur að viðurkennast að ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um umfang vandans. Til dæmis er mjög á reiki hver sé raunverulegur fjöldi fikniefnaneyt- enda hér á landi. Ég held að það sé afskaplega gagnlegt að opinberir aðilar og félagasamtök, sem ijalla um þessi mál, ræði saman og beri saman bækur sinar. í tilefni af út- komu skýrslu nefndarinnar hélt hún námsstefnu í samvinnu við Blaða- mannafélag íslands. Þar komu glögg- lega fram mismunandi viðhorf manna til vandans. Sem dæmi má nefna að einn fyrirlesarinn lagði út af því meðal ann- Margar þeirra tillagna sem nefnd- in skilaði ríkisstjórninni hafa þegar hlotið jákvæða afgreiðslu, einkum tilögur okkar á sviði fræðslu og forvarna. En af þvi ég var að ræða um mismunandi hugmyndir manna um útbreiðslu á notkun ávana- og fíkniefna hér á landi get ég nefnt eina af tillögum nefndarinnar sem ég tel mjög brýnt að komist í framkvæmd. Við lögð- um til að við félagsvísindastofnun Háskóla íslands yrði ráðinn sérfræðing- ur sem hefði það hlutverk að sinna rannsóknum á útbreiðslu á sviði ávana- og fíkniefnamála hér á landi. Við teljum afar brýnt að rannsóknir á þessu sviði verði betur samræmdar og að við sem bestar rannsóknarniðurstöður sé að styðjast þegar ákvarðanir eru teknar um opinberar aðgerðir og opinbera stefnu- mótun. Eitt af þvi sem síðasta ríkisstjórn sam- þykkti varað til menntamálaráðuneytis- ins yrði ráðinn sérstakur félagsmálafull- trúi til að stuðla að öflugu æskulýðsstarfi í skólum. Þessa dagana er líka unnið af kappi við gerð fræðslu- efnis í fíkniefnavörnum. Við vorum svo heppin að fá kennslúefni frá alþjóða- samtökum Lions. En þó að efnið komi tilbúið upp í hendurnar á okkur þarf að þýða það og staðfæra þannig að það henti islenskuni aðstæðum. Um þessar mundir er unnið af kappi við þetta verk- efni og búið að samþykkja að ráða sérfræðing sem hafa á umsjón með fikni- varnarátakinu í skólunum. Þessi fræðsla byggist á öðrum grunn- hugmyndum en sú hræðslufræðsla sem hingað til hefur verið stunduð á þessu sviði. En það er hald manna að sú fræðsla hafi nrisst marks, hafi kannski i besta falli skilað engu en í sumum til- vikum orðið lil að vekja forvitni. Lions-Quest fræðsluefnið byggist meðal annars á því að styrkja sjálfsvitund ungl- inganna og fá þá til að standast þann félagslega þrýsting sem oft verður til þess að þeir byrja að drekka, reykja eða 38 VI KAN 31. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.