Vikan


Vikan - 30.07.1987, Qupperneq 59

Vikan - 30.07.1987, Qupperneq 59
er síðasta sort! einhverja „sól og ís"-grein um fyrirbærið," skrifaði Einar ennfremur. Þetta er alveg óskiljanlegt. Einar er yfir- leitt allra jákvæðasti náungi en nú vildi hann bera út óhróður um breska ljónið - og fá mig í lið með sér, ósigldan manninn sem hefur iðað iengi í skinninu eftir því að kom- ast til London. Mig sem hefur dreymt um að fara á söngleiki og í leikhús, á fótbolta- leik á Vemblei, kínverska veitingastaði og kaupa klæðskerasaumuð tvídföt - taka síðan lestina til Keimbrits, ávarpa einhvern pró- fessorinn: „Gúdd morning old tjapp" og vitna í Kíts og Bæron lávarð því til stað- festingar. Einar hafði augljóslega verið á öðru róli, þjótandi um hráslagaleg Lundúnastræti sem farþegi á ítölsku vélhjóli, nýkominn úr sól og hita sunnan úr álfunni - líklega á stutt- ermabol og strigaskóm, of minnugur á þorskastríð og of gleyminn á dásamlegar framleiðsluafurðir heimsveldisins; Kjelloggs kornfiexið, Kaddburissúkkulaðið og Land- Róverana. Af bréfinu að dæma hafði hann ekki notið breskrar menningar, ekki sótt Brittis Múseum heim, ekki snætt breskan morgunverð með beikoni og ekki einu sinni bragðað á fiss and tjipps. Það sem vakti athygli hans var að í stað harðkúluhattsins gekk dæmigerður Englendingur með sikkris- nælu í eyranu. Eg sá í hendi mér að ef ég færi að óskum Einars um að skrifa andstyggilega grein væri næsta víst að mér yrði ekki heimiluð landganga í Bretlandi í framtíðinni. Við fé- lagar yrðum settir á lista með hryðjuverka- mönnum Æ ERR A og eftirlýstir fyrir afieita landkynningu. Við fengjum líka skömm í hattinn hér heima því það hefur enginn áhuga á að lesa um eiturlyljavandamál, inn- fiytendavandamál og efnahagsvandamál eða atvinnuleysi í grein sem þessari, enda ómak- legt að vekja einhverja sérstaka athygli á slíku í Bretlandi fremur en í öðrum Evrópul- öndum. Það tók mig ekki langan tíma að gera upp hug minn. Eg ætlaði mér ekki að komast á svartan lista hjá Skottland-jard né gera út um draumaferðina til London. Eg ætlaði þvert á móti að ferðast til þess Englands sem .er dásamað í ferðabæklingunum; gæta þess éins að taka með mér regnhlíf. Þrátt fyrir grátbænir Einars ákvað ég að taka ekki þátt i þessu. Punktur, basta. 20453 „ .. .ég vildi fá eitthvað alveg ekta enskt þar sem ég væri á hraðferð um svæðið og vildi kynna mér kúlturinn. Það hefði ég aldrei átt að gera því mauksoðið beljukjöt í myrkri kartöflumús, grænar baunir, bakaðar baunir... “ (Úr bréfi Einars.) Texti: Jón Karl Helgason Myndir: Einar Garibaldi 31. TBL VIKAN 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.