Vikan


Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 20

Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 20
Vikan — eldhús MEXÍKANSKIR HRAÐRÉTTIR Réttir, sem eiga rætur að rekja til Mexíkó, hafa fallið i kramið hjá Bandaríkjamönnum mörg undanfarm ár. Bandaríkjamenn hafa af hugviti útfært mexíkónsku réttina og aðlagað )á hraðmatarmenningunni. Þar oer íelst að nefna ýmiss konar maískorn- cökur með kjöt- og baunafyllingu. ^rægastir rétta eru efalaust tacos, nac- íos og guaccomole, tilvaldir í gestaboð. Tacoskeljar með kjötfyllingu Tacoskeljarnar eða bátarnir fást í verslunum. Það eru maíspönnukökur, tortilla, sem steiktar hafa verið í feiti og siðan beygðar. Skeljarnar eru fyllt- ar með kjöthakki, grænmeti, osti og sterkri sósu. 500 g nautahakk 1 lítil dós tómatkraftur 1 msk. chiliduft !4 tsk. cayennepipar 1-2 bollar vatn /i-l msk. salt Stillið ofninn á 150 gráður. Steikið hakkið á pönnu og hellið allri fítu af. Bætið vatni, tómatkrafti og kryddi á pönnuna og látið sjóða í 10 mínútur. Bætið við vatni ef þarf. Kássan á að vera þykk og vökvalaus. Setjið nokkr- ar matskeiðar af kjöti í hverja skel og bakið í ofni í um 5 mínútur. Við það mýkist skelin, verður bragðbetri og auðveldara er að borða hana. Þegar skeljarnar eru komnar á borðið setur hver matargestur fyrir sig ofan á rétt- inn saxað ísbergsalat eða íslenskt hvítkál, litla tómatbita, rifinn maribó- ost og efst sterka tómatsósu, tacosósu, sem fæst tilbúin á glösum en betra er að búa til heima. Tacosósa 1 lítil dós niðursoðnir tómatar 1-2 hvítlauksrif 1 lítill laukur 1 paprika !4 tsk. cayennepipar !4 tsk. salt 1 tsk. sykur !4 tsk. Aromatkrydd (þriðja kryddið) Saxið lauk og papriku smátt og hitið í matarolíu í potti þer >,ii hvort tveggja er gljáð og mjúki en ekki brúnað. Merj- ið tómatana í hrærivél eða með gaffli og setjið ásamt soði í pottinn. Merjið hvítlaukinn og bætið ásamt kryddinu í pottinn. Kryddið meira eða minna eftir smekk. Látið mesta hitann rjúka úr sósunni. Guaccomoleídýfa. ídýfa þessi er afar vinsæl á mexí- könskum veitingastöðum í Bandaríkj- unum og þá gjarnan borin fram á undan máltíð með svokölluðum nac- hos eða maískökufíögum. 1-2 avókadóperur (eftir stœrð) 2 vel þroskaðir tómatar 1-2 hvítlauksrif safi úr tœplega hálfri sítrónu salt framan á hnífsoddi, nýmalaður pipar eftir smekk cayennepipar framan á hnífsoddi Afhýðið avókadóperurnar og tómat- ana. Merjið þær með gaffli eða í kvörn og hrærið saman. Merjið hvítlaukinn og kreistið safann úr sítrónunni. Blandið öllu saman, kryddið og kælið vel. Berið fram með nachoflögum (fást víða í búðum) eða kexi og snakki. 20 VIKAN 33. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.