Vikan - 28.12.1987, Síða 5
Hér era þeir matreiðslumennimir glæsulegu í Framanda: F.v.: Ásgeir H. Erleingsson, Hótel Holti, Sturla Birgis, Holiday Inn,
JóhannJacobson, Holiday Inn, Francois Louis Fons, Broadway, Jóhann Sveinsson, Lækjarbrekku, Snorri Birgir Snorrason, Hard Rock
Café, Öm Garðarsson, Lækjarbrekku, formaður klúbbsins, Bjöm Erlendsson, Ópera, Þórarinn Guðmundsson, Hótel Sögu, og
Sverrir Halldórsson, Holiday Inn.
Matreiðsjumeistaraklúbburinn
Framandi gengur til liðs við Vikuna!
Okkur er það sönn
ánægja að tilkynna
lesendum Vikunnar að
matreiðslumeistarar í
klúbbnum Framandi
munu ganga til liðs við
Vikuna og ætla að vera
til skiptis með upp-
skriftir af gómsætum
réttum eins og þeim
einum er lagið að
matreiða. Eftir áramótin,
þegar jólasteikin er
farin að sjatna verulega,
munum við hefja
samvinnuna og birta
fyrstu matarupp-
skriftina. Hver meistar-
anna það verður sem
ríður á vaðið vitum við
ekki enn og bíðum eftir
því, jafn spennt og
lesendur, að sjá hvað
það verður sem þeir
munu bjóða okkur.
Samvinna
og metnaður
Klúbburinn Framandi hefur
starfað í nokkurn tíma, en
segja má að þeir hafi ekki kom-
ið upp á yfirborðið fyrr en ný-
lega þegar þeir kynntu sig og
markmið sín á Holiday Inn
hótelinu í byrjun desember.
Meðlimir í klúbbnum verða að
uppfylla ákveðin skilyrði til að
fá inngöngu, en þegar inn er
komið þá hafa þeir að mark-
miði að vinna saman og miðla
þekkingu sín á milli.
Auk þess er ætlast til að hver
meðlimur leggi sig fram við að
viðhalda hæfileikum sínum,
t.d. með því að fara á námskeið
erlendis, einnig ætlar klúbbur-
inn að koma á tengslum við
veitingahús erlendis. Framandi
menn vilja fáera íslenska matar-
gerð á enn hærra stig og jafh-
vel í nýjan búning og til þess
að það megi takast vilja þeir
aukna fjölbreytni í hráefni.
Vorboðinn Ijúfi
Þeir vilja m.a. fa að nýta
þann fisk sem nú er hent út-
byrðis af bátunum. Stefna að
því að nota ávexti, grænmeti
og ferskar jurtir frá íslenskum
bændum og vilja jafhframt að
fjölbreytnin í ræktun verði
aukin. Eitt af forvitnilegri
markmiðum þeirra er að þeir
vilja gjarnan geta haft villta
smáfugla á boðstólum. Smá-
fugla eins og hrossagauk, lóu,
spóa, kjóa og þröst, en hvort
íslendingar eru reiðubúnir til
að borða „vorboðann ljúfa“ er
annað mál. Auk þess eru flestir
þessara fúgla friðaðir hér á
landi en ekki í nágrannalönd-
unum.
Forvitnilegur
hóstakirtill
Þetta eru enn sem komið er
aðeins óskir matreiðslumann-
anna, aftur á móti ætti að vera
auðveldara fyrir þá að fá það
kjötmeti sem þeir vilja. í því
sambandi vilja þeir nota kjöt
sem slátrað er reglulega yfir
allt árið og jafnframt verkað og
látið hanga á þann hátt að það
verði sem allra best hráefhi.
Innmat vilja þeir gjarnan nota
meira og þar á meðal hósta-
kirtil! - B.K.
VIKAN 5