Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 25
Á hótelinu var boðið upp á margs konar afþreygingu, t.d. „Múmíukeppni“, sem fór
þannig fram að konumar vöfðu maka sinn í klósettpappír...
Sumir eyjaskeggjar búa nokkuð vel. Þetta hús átti tónlistarmaðurinn Bob Marley á
meðan hann var og hét.
hrærð egg. Ristað brauð eða rúnnstykki,
snúðar og vínarbrauð, kaffi, te eða kakó, 5
tegundir af ávaxatasafa, 10—15 tegundir af
ferskum ávöxtum og þeirra á meðal fersk
jarðarber og ananas — og eflaust gleymum
við einhverju.
Hádegisverður hófet klukkan 12 og stóð
til 2. Þá var annað hvort hægt að borða
grillaðan mat niður á strönd, þar sem grill-
að var jaíh óðum á útigrilli eða inni í
matsal, sem hét „Apples" eða epli, til að
minna á ffeistinguna í Paradís! Þar voru 10
tegundir af alls konar köldu salati, nýbök-
uð brauð og alls konar álegg, tvenns konar
heitir réttir með kartöflum, hrísgrjónum
eða steiktum banönum sem er vinsæll
matur á þessum slóðum og súpa. í eftirrétt
voru fagurlega skreyttar tertur og alls kon-
ar ávaxta eftirréttir. Með matnum var hægt
að fá hvað það að drekka sem maður ósk-
aði sér. „Brass-band“ hljómsveit spilaði
undir borðhaldi vinsæl suðurhafseyja lög
og gamla Belafonte slagara; I left a little
girl in Kingstontown.
Páfuglar og pamfílar
Að enskum sið var boðið upp á te eða
kaffi og „bisquits" um fjögurleytið og var
þá yfirleitt setið úti á verönd. Þá voru það
forréttir um sexleytið; djúpsteiktar rækjur
og bananar, kartöfluflögur og fleira smá-
legt til að halda sér við ffarn að kvöldmat.
Þessir smáréttir voru einnig bornir fram
úti á verönd, því flestir voru enn úti við
sundlaug, í tennis eða eitthvað að dunda
sér úti í hlýjunni. í garðinum umhverfis
hótelið og á veröndinni spígsporuðu pá-
fuglar, en um leið og fólkið fór að fá sér
eitthvað voru þeir undireins mættir við
borðin og sníktu sér líka — og hvað getur
verið íslendingum meira framandi en að
gefa páfuglum að éta úr lófa sér?
Eftir þetta allt saman fengu flestir sér
smákríu fram að kvöldmat, en fjögur kvöld
í viku þurfti að panta borð í matsalnum og
eitt kvöldið var ætlast til að allir klæddu
sig upp á. Yflrleitt voru allir fremur fínir á
kvöldin og ekki mátti mæta í stuttbuxum
og hlírabol í kvöldmatinn. Þessi kvöld var
boðið upp á fjór- eða fimmrétta máltíð og
var allt gott. Hin kvöldin var heldur
óformlegra og þá var annað hvort boðið
upp á hlaðborð, grill eða þjóðarrétti - og
í stuttu máli þá var allur matur.hvenær
dagsins sem hann var fram borinn, ffábær!
Og það sem meira og betra var — engin
magapest, eins og svo oft vill fýlgja ferða-
lögum í suðlægum löndum.
Flest vín sem voru borin ffam með
matnum voru innlend og alveg ágæt, kon-
íak og líkjörar voru þó innflutt. Á börun-
um voru líklega til flest allar víntegundir,
en einhvern veginn hélt maður sig að
mestu við það sama. Þó var mjög gaman
að prófa alls konar kokkteila sem maður
hafði heyrt um en ekki meir ffam að því.
Hver og einn barþjónn — en þeir voru allir
ffábærir - bjó til sinn kokkteil og þá fékk
sína.
...eða í sandskúlptúrkeppni á ströndinni.
Þau sem gerðu hundinn og skjaldbök-
una unnu keppnina.
Sé maður ekki mikil hestamanneskja þá
er gott að hafa leiðsögumann sem leiðir
hestinn - en það stóð stutt. Fljótlega var
okkur sagt að rísa upp af hnakknum og
standa fast í ístaðið, síðan rauk hesturinn
af stað yfir urð og grjót á óslettum stígum
plantekru. Hesturinn nuddaði síðan
blaðamanni utan í hvem þann staur eða
tré sem hann kom auga á og ætlaði sér
auðsjánlega að losa sig þannig við byrði
4. TBL.1989 VIKAN 23