Vikan


Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 17

Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 17
skal vökva sem vitað var að við hefðum verið og þegið veitingar. Varð þetta venjulegast til að okkur var veitt óspart og boðið aftur og aftur. Það varð því að smátt og smátt kynntumst við Rósabæn- um og íbúum hans betur. Einnig bjargaði það miklu í fá- sinninu áð við komumst í kynni við gistiheimili eða pen- sjonat þar sem hægt var að fá sterkt öl ef ekki var látið mikið á því bera að slíkar veitingar hefðu verið veittar. Nutum við þess óspart að heimsækja ýmsa þá sem við kynntumst í Verftinu og þess á milli að fara á pensjonatið og renna úr nokkrum glösum af sterku Hansa-öli fyrir svefhinn. Konuleysi hrjáði okkur ekki mikið en þó var ekki laust við að á það væri minnst á öðru eða þriðja glasi þegar við sát- um á pensjonatinu og teyguð- um Hansa-ölið, að gæði Guðs væru mikil svo að lítið vantaði á annað en kvennakynni, þó ekki væri nema einstaka sinnum. >» Ieitt sinn þegar við sátum yfir ölinu í pensjonatinu trúði Gvendur mér fyrir því að hann væri farinn að renna hýru auga til piparjómfrúar nokk- urrar sem vann á skrifstofu Verftsins. Hún var reyndar tal- in vera einn af eigendum Verftsins. Verftið var nefnilega erfðagóss og voru því eigend- urnir nú tveir bræður og svo systir þeirra jómfrúin. Hún var reyndar kölluð jómfrú dags daglega þegar hún sjálf heyrði ekki til enda var það fullyrt að hún hefði ekki verið við karl- mann kennd. í einu húsi sem við heimsóttum var okkur að vísu tjáð af húsmóðurinni að jómfrúin hefði orðið fyrir ást- arsorg þegar hún var ung. Það var á skólaárum í útlöndum. En í Rósabænum var ekki til þess vitað að hún renndi hýru auga til nokkurs karlmanns og enginn hafði fengið svo mikið sem að snerta hana. En þetta með ástarsorgina er ekki selt dýrar en það er keypt. Jómfrúin bjó alein í stóru tvílyftu timburhúsi sem var erfðagóss eins og Verftið og það stóð við hliðið niður að Verftinu og við gengum þar um eins og allir aðrir. Jómfrúin átti sér fá áhugamál að því er vitað var, annað en rækta garð- inn sinn sem var stór og þar voru rósarunnarnir í öndvegi. Gvendur velti mikið vöng- um yfir því hvernig hann gæti komist í kynni við jómffúna. Hann reyndi margsinnis að brydda upp á samræðum á skrifstofunni í Verftinu, en þar var svo mikill ys og þys að í hvert skipti sem þetta virtist vera að takast, þá kom einhver og truflaði. Gvendur bölvaði mikið yfir þessum óförum sínum og vissi ekki hvernig taka ætti á mál- inu. Hann taldi sig slyngan í mannlegum samskiptum, var mikill selskapshrókur, en nú var eins og skorti dýr ráð. Með ítrustu gætni hélt Gvendur uppi spurnum um jómfrúna, hvort hún væri ekki í einhvers konar félagslífi sem hægt væri þá að stunda lika til að koma á frekari kynnum. Hann var reiðubúinn að ganga í hvaða félagsskap sem væri. En ekki varð það til ráða því eina félagslíflð sem jómfrúin virtist taka þátt í var kvenna- kór. Varla gat Gvendur vænst þess að vera tekinn inn í þann félagsskap. Gvendur komst að því að jómfrúin kæmi nálega aldrei fram á mannamótum nema á þjóðhátíðardaginn 17. maí þegar kvennakórinn tók þátt í skrúðgöngunni en þá gekk jómffúin i fararbroddi sem fánaberi, skrýdd norskum þjóðbúningi. Fór mikið orð af jómffúnni í þessu hlutverki. Gvendi þótti staðan í málinu bölvanleg og ræddi títt hugs- anlega möguleika þegar við sátum yfir Hansa-ölinu í pen- sjonatinu. Það hagaði svo til að það var um tuttugu mínútna gangur frá pensjonatinu og um borð í Rauða Rút, þar sem hann var í Verftinu. Leiðin lá alltaf framhjá húsi jómfrúar- innar og ég veit ekki hvort það var alltaf af tilviljun að ölið eða bruggið eftir atvikum, sagði að jafnaði til sín um það leyti sem við gengum framhjá. Við piss- uðum því gjarnan í skugganum af stærsta rósarunnanum rétt við tröppurnar og horfðum á meðan með andakt upp í gluggana á húsgaflinum. En aldrei sást jómfrúnni svo mik- ið sem bregða fýrir og aldrei var einu sinni glæta í gluggun- um. Líklega færi hún venjulega snemma að sofa, blessunin. Líf- erni jómffúarinnar var Gvendi hin mesta ráðgáta. Dvöl okkar í Rósabænum var orðin hartnær tveir mánuðir og kvöldpissur okkar í rósarunna jómffúarinnar því æði margar. Vorið var í nánd og gróðurinn sagði til sín. Við vorum orðnir svo fast- grónir í bæjarlífinu í Rósabæn- um að við vorum farnir að lesa lókalblöðin reglulega til að fýlgjast með því sem fram fór. Við vorum meira að segja bún- ir að taka þátt í einni jarðarför þegar einn besti borgari bæjar- ins dó. Við syrgðum hann að sjálfsögðu fölskvalaust ekki síður en aðrir. Við vorum í hinu daglega eftirliti í Verftinu einn morg- uninn þegar víðlesnasta lókal- blaðið barst okkur í hendur. Fyrirsögn flannaði yflr forsíð- una með stríðsfféttaletri: „Várets förste roser“, en það þykir alltaf tíðindum sæta þeg- ar fýrstu rósirnar springa út á vorin í Rósabænum. Reynd- ar var um þetta nokkur sam- keppni hjá garðeigendum. Mér þótti þetta nú ekki merkilegar fféttir við fyrsta yfirlestur en svo vakti myndin sem fýlgdi með greininni athygli mína. Runninn og húsgaflinn komu mér eitthvað kunnuglega fýrir sjónir. Ég rétti Gvendi stóra blaðið og hann rak í rogastans þegar hann las að rósir jóm- frúarinnar hefðu sprungið út tveimur vikum fyrr en venju- Iega. Rósirnar voru svo sannar- lega fallegar og gróskumiklar að sjá á myndinni. f viðtali sem blaðamaður átti við jómfrúna sagðist hún ekki hafa brugðið út af fyrri venjum í rósarækt- inni, en annars hefði þessi runni verið einstaklega grósku- mikill í ár, án þess að hún hefði sýnt honum neitt meiri alúð en hinum runnunum í garðin- um. Kannski hefði hún talað ögn meira við hann en hina runnana að þessu sinni, taldi hún. Gvendur las greinina einu sinni enn. — Þarna sérðu hvort maður kemur ekki lífi í hlut- ina. Og svo hélt hann langan lestur um að á sama hátt gæti hann kvikkað upp á jómffúna ef hann bara kæmist í færi við hana. En það tækifæri gafst aldrei, því nú var langt liðið á viðgerðina og brátt yrði við annan veiðiskap að fást á fs- landsmiðum. Það hvarflaði að Gvendi að vekja athygli jómfrúarinnar á því að hún hefði notið dyggrar aðstoðar við rósaræktina og nota það sem átyllu til frekari kynna. En aldrei þessu vant brást kempunni kjarkur. Ég lofaði Gvendi að ég skyldi skrifa jómfrúnni eftir að heim væri komið og tjá henni að okkur og Hansaölinu bæri örlítill heiður af því hve vel hefði til tekist við rósaræktina. Hver veit nema hún yrði okkur Gvendi þakklát og við kæmum okkur í mjúkinn þó vík yrði á milli vina. En það varð aldrei af þessum bréfaskriftum hjá mér svo jómfrúin er enn ósnortin af okkur Gvendi stóra. Það má segja að ég hafi víða komið við. Það eru sko engar ýkjur. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.