Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 14
FYRSTU KYNNIN
Sœmundur Pólsson og Ásgerður Ásgeirsdóttir
Fyrsti kossinn í aftursæti
í bíl hjá Gulla Bergmann
Sæmundur Pálsson og Asgerður Ásgeirsdóttir eiga þrjátiu ára brúðkaupsafmæli 17. júní í
sumar. Þau kynntust á KEA og hann bauð henni upp í dans. LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
„Gulli Bergmann þakkar
sér samband okkar og ég
vil nú ekki taka það af
honum. Við höfum alla tíð
verið miklir kunningjar og
það var einmitt að frum-
kvæði hans að við fórum
nokkrir félagar í ferðalag
norður á Akureyri um
verslunarmannahelgina
árið 1957. Mannskapurinn
fór á ball á KEA. Og þar hitti
ég Ásgerði. Ég bauð henni
upp í dans og þar með vor-
um við komin á sporið. Og
eftir þetta sögufræga ball á
KEA kom svo fyrsti kossinn
okkar, hann var í aftursæt-
inu í grænum bíl sem Gulli
átti á þessum árum,“ segir
Sæmundur Pálsson, öðru
nafni Sæmi rokk, um fyrstu
kynni þeirra Ásgerðar Ás-
geirsdóttur. Þau eiga 30 ára
brúðkaupsafrnæli 17. júní í
sumar. Og vel að merkja,
áðumefndur Gulli Berg-
mann, sem Sæmundur tal-
ar um, er auðvitað Guð-
laugur Bergmann, verslun-
armaður í Kamabæ.
Sæmundur fæddist 31. júlí
árið 1936. Hann er ljón. Ás-
gerður fæddist 11. mars árið
1942 og er því fiskur. Hún var
þess vegna aðeins 15 ára þegar
hún hitti Sæmund, sem þá var
21 árs.
En hvernig eiga þessi merki
saman að þeirra mati?
„Það er sagt að þessi merki
eigi makalaust illa saman. Ætli
samband okkar sé ekki undan-
tekningin er sannar regluna."
Færum okkur aftur norður í
land, á Hótel KEA kvöldið sem
þau kynntust, og gefúm Ás-
gerði orðið:
„Ég var þarna á KEA með
nokkrum vinkonum mínum.
Skyndilega kom Sæmundur að
borðinu til okkar og bauð mér
upp í dans. Ég hafði ekki hug-
mynd um hvaða náungi þetta
væri en sagði samt já. Eftir tvo
dansa kom rólegt lag. Sæ-
mundur fór þá að vanga við
mig. Ekki leist mér betur á
málin en það að við fórum að
borðinu aftur. Ég sagði vinkon-
um mínum að maðurinn hag-
aði sér þannig úti á dansgólf-
inu að ég hlyti að hafa stigið á
stóra tána á honum. Þær sögðu
þá strax: Veistu ekki við hvern
þú varst að dansa? Þetta er
Sæmi rokk.“
Dansarnir urðu fleiri hjá
þeim í KEA þetta kvöld og síð-
an kom fyrsti kossinn í kaggan-
um hjá Gulla Bergmann eftir
ballið. Það var kveðjukossinn
þetta kvöld. En ballið var samt
aðeins að byrja. Ásgerður hafði
ákveðið að fara með vinkonum
sínum í Vaglaskóg daginn eftir.
Þangað fóru einnig Sæmundur
og félagar. Á þessum árum var
dansað í stórum bragga í
skóginum. Eins og í öllum
ævintýrum hittust þau á ball-
inu og dönsuðu saman. Morg-
uninn eftir bar fúndum þeirra
saman á fremur óvenjulegan
hátt.
„Það var mjög gott veður
þennan dag. Þetta var dæmi-
gerður sólskinsdagur og við
stelpurnar vorum við ána og
sleiktum sólskinið. Skyndilega
sjáum við hvar maður kemur
buslandi á vindsæng niður ána
og vinkar til okkar. Það þarf
víst ekki að spyrja að því hver
þarna var á ferð,“ segir Ásgerð-
ur.
Eftir verslunarmannahelgina
héldu Sæmundur og félagar
suður til Reykjavíkur. Mánuði
síðar var hann á ferðinni aftur
fyrir norðan, í það skiptið til
að sýna dans. Þau Ásgerður
hittust þá aftur. Loks tók málið
á sig alvarlegri mynd þegar Ás-
gerður fluttist til Reykjavíkur,
vestur á Birkimel. Stóra stund-
in nálgaðist óðum. Trúlofun
var í aðsigi.
„Ég bauð tengdamóður
minni í bíó og bíltúr á eftir inn
á Hálogalandshæðir. Þar stöðv-
aði ég bílinn og sagðist eiga
brýnt erindi við hana sem væri
bónorð um hönd dóttur
hennar. Hún benti mér á að
stúlkan væri aðeins sextán ára
og ansi ung. Síðan sagði hún já
við mig en með því skilyrði að
ég myndi ekki skila henni
aftur. Við trúlofúðum okkur
svo 17. júní þetta sumar,
1958,“ segir Sæmundur.
17. júní árið eftir bar aftur
til tíðinda. Þau Ásgerður og
Sæmundur gengu þá í það
heilaga. Hún 18 ára en hann
24 ára.
Þau eiga fjögur börn. Sigríði,
29 ára, Hildi, 27 ára, Ásgeir
(Geiri Sæm. og Hunangstungl-
ið), 24 ára, og Theódóru Svan-
hildi, 19 ára.
14 VIKAN 4. TBL.1989